Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Auglýsingar birtast af og til í fjölmiðlum þar sem fólk er hvatt til að neyta okkar góða lambakjöts. Sannarlega er lambakjötið okkar best í heimi. En hafa allir landar okkar efni á að bjóða upp á lamba- kjöt fyrir sig og sína? Nei, það hafa sann- arlega ekki allir efni á slíkum íslenskum mun- aði. Satt best að segja er ástandið orðið mjög alvarlegt á þúsundum heimila hér á landi með slæmum afleiðingum. Hvað þarf til að vekja upp ráðamenn, að fá ráða- menn til að gera sér virkilega grein fyrir ástandinu? Fréttir eru um að niðurskurð- arhnífnum verði beitt af fullum þunga sem mun hafa áhrif á útgjöld til vel- ferðarmála í þjóð- félaginu. Er ekki mögulegt að skera niður t.d. hjá opinber- um stofnunum, ráðu- neytum og sendiráð- um, fækka forstöðumönnum og verkefnastjórum? Það virðist vera erfitt verk ráðamanna að for- gangsraða í út- gjöldum úr okkar sameiginlegum sjóð- um. Það verður áhugavert hvað hagræðingarnefndin leggur til í þeim efnum. Verða ráðamenn ekki að gera sér grein fyrir því að hér á landi er mat- arskortur á þúsundum heimila á einhverjum tímapunkti í hverjum mánuði og hefur þannig verið í nokkur ár. Fátækt fólk á Íslandi hefur ekki efni á að kaupa grænmeti og ávexti fyrir börnin sín, hvað þá okkar góða fisk sem er í raun og sanni sameign þjóðarinnar. Ég spyr aftur. Hvenær ætla ráða- menn vakna? Mann svíður ástandið. Lambakjöt á diskinn minn, eða hvað? Eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur Ásgerður Jóna Flosadóttir » Fátækt fólk á Íslandi hefur ekki efni á að kaupa grænmeti og ávexti fyrir börnin sín, hvað þá okkar góða fisk sem er í raun og sanni sameign þjóðarinnar. Höfundur er formaður Fjölskyldu- hjálpar Íslands og hefur starfað að málefnum og með fátæku fólki á Ís- landi síðastliðin 18 ár. ÚTSALA -20% -50% allar vörur Opið: má-fö. 12:30-18 | Dalvegi 16a Rauðu múrsteinshúsunum | Kóp. 201 S. 517 7727 | nora.is | facebook.com/noraisland Púðar dúnfylltir, verð nú frá kr. 6.800 Matardiskur, verð nú kr. 1.672 Stólsessur, verð nú frá kr. 2.632 Skrifborð með hillu, verð nú kr. 103.400 -20% -20% -20% -20% WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar eru á aðra miðla. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Landskokkurinn og lýðskrumið er valda- mikið embætti. Það veitir kokkum og öðr- um sérfræðingum mötuneyta starfsleyfi og hefur á sama tíma eftirlit með því að þeir matreiði og veiti matgæðingum viðeig- andi þjónustu. Sam- kvæmt lögum verður landskokkurinn að vera menntaður kokkur. Það tryggir að enginn nema kokkar geta metið meðhöndlun hráefna, matreiðslu og aðra þá þjónustu sem matgæðingar um land allt treysta algjörlega á. Kokkar eru því mikilvægasta stétt landsins þar sem allir þurfa jú að borða til að lifa. Opinberar tölur segja að um 300 viðskiptavinir reyni árlega að kvarta yfir mistökum, vanrækslu eða slæmri hegðun kokka. Jafn- framt er lauslega áætlað að kring- um 200 viðskiptavinir látist árlega eftir mistök starfsmanna mötu- neyta. Landskokkurinn hefur sam- kvæmt lögum alræðisvald til að meta kvörtunarmál og getur ef hann nennir, áminnt eða svipt kokka starfsleyfi. Reynslan sýnir samt að hann tekur iðulega undir faglegt mat þess kokks sem fær á sig kvörtun. Af og til fær hann þó óháða sérfræðinga til að meta mál. Til að tryggja hlutlausa yfirferð velur hann þau hráefni og eldhús- áhöld sem metin eru og sú hefð hefur skapast að sérfræðingarnir leggja einungis mat á fyrirliggj- andi gögn frá landskokknum. Óánægðir matgæðingar eiga enga rödd í þessu ferli. Líf þeirra breyt- ist algjörlega eftir kvörtun til landskokksins. Þjónustan versnar til muna og þeir mega teljast heppnir ef þeir fá yfir höfuð aftur að borða. Landskokkurinn blæs sem sagt á allar kvartanir og kærur sem til hans berast og fær stuðning innan úr ráðuneyti mötuneyt- ismála til þess. Í sam- einingu hafa embættin tvö komið þeirri orð- ræðu af stað, að ekki eigi að leita að söku- dólg þegar eitthvað fer úr böndunum í mötuneytum landsins. Frekar eigi að tala um „ágalla í skipulagi þjónustunnar“. Nú orðið eru matgæðingarnir samt farnir að sjá að sökudólgurinn er þá líklega landskokkurinn þar sem hann veitir forstöðumönnum mötu- neyta starfsleyfi og eftirlit. Ekkert gerist samt þar sem landskokk- urinn sjálfur stýrir allri umræðu um þessi mál. Í ráðuneytinu eru fyrrverandi starfsmenn landskokksins, gamlir stjórnendur ríkismötuneyta ásamt nokkrum eiginkonum kokka þar í lykilstöðum. Má þar nefna að yf- irmaður gæða og forvarna hjá ráð- herra er gift yfirkokki eftirlits og gæða hjá landskokknum. Milli þess sem þessir ráðuneyt- ismenn brenna kvartanir óánægðra viðskiptavina eru þeir í nefndum, ráðum og á ráðstefnum með lands- kokknum og forstöðumönnum rík- ismötuneyta. Mikill vinskapur ríkir milli stofnana og því gríðarlega gaman á skipulögðum uppákomum. Þar er skipst á uppskrifum og rætt um hvað það væri gaman í vinnunni ef þessir matgæðingar væru ekki alltaf að kvarta og kveina yfir ófaglegum vinnubrögð- um. Á slíkum gleðisamkomum er þó vinsælast að tala um byggingu á risastóru mötuneyti í miðbænum þar sem yfirkokkar fá loksins þægilega aðstöðu og miklu betri eldhúsáhöld en hingað til hefur þekkst. Þeir eru fullvissir um að mötuneytið muni vekja aðdáun hjá útlenskum gæðakokkum og stjórn- endum þriggja stjörnu Michelin- mötuneyta. Ef vel er á spöðunum haldið eru miklir möguleikar á að ríkismatseðillinn eða jafnvel sjálfur landskokkurinn vinni heimsmeist- aramótið í ár en í fyrra náði hann bara bronsinu á Evrópumótinu eins og allir vita. Hinn 3. september verður Sir Liam Donaldsson, fyrrverandi landsliðskokkur Breta og núver- andi sendiherra um öryggi mat- gæðinga fyrir Alþjóðlegu heil- brigðismálastofnunina, á ráðstefnu í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar er How safe are we? Enginn mat- gæðingur fær að tjá sig á ráðstefn- unni en vonandi nær samt einhver að upplýsa Donaldsson um íslensk- an veruleika og spyrja hvort með- höndlun kvörtunarmála geti flokk- ast undir skilgreiningar á skipulagðri glæpastarfsemi. Hversu örugg erum við í brengl- uðu samhengi við sannleikann? Eftir Hallgrím Georgsson » Opinberar tölur segja að um 300 við- skiptavinir reyni árlega að kvarta yfir mistök- um, vanrækslu eða slæmri hegðun kokka. Hallgrímur Georgsson Höfundur er kokkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.