Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Yfirlitssýning á verkum Kjarvals verður opnuð í Þjóðarsafninu í St. Pétursborg í Rússlandi 26. sept- ember nk. og mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opna hana formlega. Sýningarsalir safnsins eru í tveimur hallarbygg- ingum og verður Kjarvalssýningin í þeirri sem nefnd er Marmarahöllin. Þjóðarsafnið er fyrsta listasafn rússnesku þjóðarinnar og var stofn- að af Nikulási II. keisara árið 1895. Á sýningunni verða lykilverk eftir Kjarval, yfir 40 málverk og teikn- ingar en sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Á sama tíma verður opnuð sýning á Kjar- valsstöðum á ljósmyndum eins merkasta listamanns Rússlands, Al- exanders Rodchenkos, sem var brautryðjandi á sviði ljósmyndunar og grafískrar hönnunar og sam- tímamaður Kjarvals. Bylting í ljós- myndun nefnist sú sýning, skipu- lögð af einum þekktasta sýningar- stjóra Rússlands, Olgu Sviblovu, safnstjóra Multimedia Art Museum í Moskvu. 233 ljósmyndir frá upp- hafi ferils Rodchenkos til ársins 1935 verða sýndar. Ljósmynd/Moscow House of Photography Museum Tröppur Ljósmyndin Stairs eftir Alexander Rodchenko frá árinu 1930. Kjarval í Rússlandi og Rodchenko á Íslandi Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Í Þjóðleikhúsinu leggjum við okkur fram um að laða að leiklistinni og leikhúsinu fólk á ólíkum aldri með ólík áhugasvið og því er framboð og úrval sýninga fjölbreytt. Við bjóðum upp á hvorki fleiri né færri en tíu mismunandi barna- sýningar í vetur, og opnum m.a. nýtt svið sér- staklega fyrir brúðusýn- ingar á Brúðuloftinu,“ segir Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleikhússtjóri um komandi leikár leikhússins. „Það sem við erum stolt- ust af er að yfir helmingur verka á verkefnaskrá leik- hússins er ný og eldri ís- lensk sviðsverk, en við tök- um það hlutverk alvarlega að leggja rækt við innlenda leikritun. Fyrsta frumsýn- ing á öllum sviðum; á Stóra sviðinu, í Kassanum, Kúlunnni og á Brúðuloftinu, er til að mynda frumflutningur á nýjum íslenskum verkum.“ Meinfyndið verk eftir Braga Ólafsson Að sögn Tinnu hefst leikurinn þetta leikárið annað kvöld þegar sýningar hefjast á ný á upp- færslunni Englum alheimsins, sem valin var Leikrit ársins 2013 á síðustu Grímuverðlaunaaf- hendingu. „Sviðsetning Þorleifs Arnar Arnars- sonar, byggð á meistaraverki Einars Más Guð- mundssonar, sló rækilega í gegn á síðasta leikári. Sýningin hlaut einróma lof gagnrýn- enda, níu tilnefningar og þrjár Grímur. Engl- arnir eru sýning sem snertir, hreyfir við og vek- ur til umhugsunar, borin uppi af snilldarleik Atla Rafns Sigurðssonar. Tónlist Hjaltalín með Högna Egilsson á sviðinu setur svo punktinn yf- ir i-ið.“ Fyrsta frumsýning á Stóra sviðinu verður í september en þar er um að ræða nýtt verk Braga Ólafssonar sem nefnist Maður að mínu skapi. „Þetta er meinfyndið verk um uppblásna oflátunga, liðtæka lærisveina, hatursfulla undir- málsmenn og sakleysingja sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Nútímastofudrama rammað inn í algjöran farsa. Maður að mínu skapi er þriðja leikrit Braga fyrir leiksvið og í öllum verkum hans hefur Eggert Þorleifsson farið með aðalhlutverkið. Síðast voru Hænu- ungarnir á fjölunum hér í Kassanum og fékk sýningin afbragðsviðtökur og fjölda verðlana, en verkið var meðal annars valið til leik- skáldaverðlauna Norðurlandanna,“ segir Tinna. Fyrsta frumsýningin í Kassanum er einnig í september, en það er Harmsaga eftir Mikael Torfason og er hér um frumraun Mikaels í Þjóðleikhúsinu að ræða. „Verkið er tragísk ást- arsaga, sótt beint í íslenskan samtíma um ung hjón sem rata í öngstræti í hjónabandi sínu og ástin sem einu sinni var snýst upp í andhverfu sína og verður að helvíti og helsi með hörmuleg- um afleiðingum. Verkið afhjúpar af vægðarleysi ástir þeirra og sorgir, svikin loforð og brostna drauma.“ Í Kúlunni verður nýtt íslenskt barnaleikriti, Hættuför í Huliðsdal eftir Sölku Guðmunds- dóttur, frumsýnt í byrjun september í samstarfi við leikhópinn Soðið svið. „Salka er svo sann- arlega ein af vonarstjörnunum í íslenskri leik- ritun,“ segir Tinna. Fyrsta frumsýning á Brúðuloftinu verður í október, en það er ný sýn- ing byggð á ævintýrinu um Aladdín eftir brúðu- meistarann Bernd Ogrodnik. „Reglulegar brúðusýningar bætast nú við fjölbreytta flóru barnasýninga, en Brúðuheimar hefur nú fengið fast aðsetur þar.“ Eðli hjónabandsins yrkisefni Auðar Övu Á Stóra sviðinu frumsýnir Þjóðleikhúsið Óvita Guðrúnar Helgadóttur í október. „Guð- rún skrifaði þetta snjalla barnaleikrit og skörpu þjóðfélagsádeilu um litla og stóra óvita sér- staklega fyrir Þjóðleikhúsið á sínum tíma. Þetta er í þriðja sinn sem verkið er tekið til sýningar í Þjóðleikhúsinu og nú með nýrri tónlist og söng- textum eftir hljómsveitarmeðlimina í Moses Hightower.“ Eftir áramót verður frumsýnt í Kassanum nýtt íslenskt verk, Svanir skilja ekki, eftir Auði Övu Ólafsdóttur. „Auður sló eftirminnilega í gegn með frumraun sinni í Þjóðleikhúsinu, Svartur hundur prestsins, fyrir tveimur árum. Hér er Auður að skoða undarlegt eðli hjóna- bandsins og þá leyndu þræði sem þar eru spunnir. Verkið er línudans á mörkum hins harmræna og kómíska, en það fjallar um hjón sem leita til sálfræðings vegna unglingssonar sem þau ná engu sambandi við lengur. Hann hefur breyst svo mikið síðan hann var fimm ára. Sálfræðingurinn stingur upp á óhefðbundinni meðferð.“ Tvö eldri íslensk verk verða sviðsett á leik- árinu. Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar verður á Stóra sviðinu í leikstjórn Þorleifs Arn- ar. „Þorvaldur skrifaði þennan einleik sér- staklega fyrir Arnar Jónsson í tilefni af sextugs- afmæli hans fyrir um tíu árum. Sýningin er samstarfsverkefni við Hið lifandi leikhús, svið- sett til að heiðra minningu Þorvaldar, sem lést langt um aldur fram á árinu, en einnig til að fagna sjötugsafmæli Arnars Jónssonar. Í Kass- anum verður verkið Lúkas eftir Guðmund Steinsson sviðsett í samstarfi við leikhópinn Aldrei óstelandi, en Guðmundur var eitt fremsta leikskáld síðustu aldar og flest verka hans voru frumflutt í Þjóðleikhúsinu.“ Tinna leggur áherslu á að þótt íslensku leik- ritin séu fyrirferðarmikil á komandi leikári verði dagskráin líka hlaðin spennandi nýjum og gömlum erlendum leikverkum. „Þingkonurnar eftir Aristófanes verður jólasýningin á Stóra sviðinu en þessi 2.400 ára gamali gleðileikur verður nú tekinn til kostanna af Benedikt Er- lingssyni leikstjóra. Lýðræðið með öllum sínum kostum og göllum er viðfangsefni höfundar,“ segir Tinna og bendir á að konur fari með öll helstu hlutverk og heil kvennahljómsveit verði á sviðinu. Vænisýki og múgsefjun hjá Miller „Eftir áramót sýnum við óborganlega fynd- inn nýjan söngleik, Spamalot úr smiðju Mont- hys Pythons. Hinar goðsagnakenndu frásagnir af Arthúri konungi og riddurum hringborðsins birtast hér í glænýjum búningi, þar sem hinar myrku miðaldir og veröld söngleikjanna renna saman á undirfurðulegan og sprenghlægilegan hátt. Um miðjan apríl frumsýnum við eitt magnaðasta verk bandarískra leikhúsbók- mennta, The Crusible eftir Arthur Miller sem hefur í nýrri þýðingu hlotið nafnið Eldraunir. Þetta er tímalaust meistaraverk og að margra mati best skrifaða leikrit síðustu aldar. Verkið lýsir samfélagi á valdi ofstækis, vænisýki og múgsefjunar og baráttu eins manns í þágu sannleikans,“ segir Tinna og tekur fram að leik- stjóri sýningarinnar verði Stefan Metz sem leik- stýrði Kákasíska Krítarhringnum í Þjóðleikhús- inu fyrir rúmum áratug við góðar viðtökur. Í Kassanum verður Pollock? frumsýnt í lok október en þar er um að ræða glænýtt gam- anverk sem sýnt hefur verið við miklar vinsæld- ir víðs vegar um Bandaríkin. „Verkið er byggt á sannsögulegum atburðum og fjallar um konu sem kaupir forljótt málverk á skransölu til að gera vinkonu sinni grikk, en fær vísbendingu um að hér gæti hún hafa dottið í lukkupottinn og þetta sé að öllum líkindum listaverkafundur aldarinnar,“ segir Tinna og bendir jafnframt á að starfsemi Leikhúskjallarans verði blómleg í vetur, en þar verður boðið upp á uppistand, gestaleiki og tilraunaverkefni. Auk þess sem fjögur frumsamin dansverk verða frumflutt á minni sviðum leikhússins í samstarfi við sjálf- stæða sviðslistahópa. „Leggja rækt við innlenda leikritun“  Helmingur verkanna á verkefnaskrá Þjóðleikhússins á komandi leikári er íslenskur  Bjóða upp á tíu mismunandi barnasýningar í vetur  Jólasýningin í ár er uppsetning á 2.400 ára gömlum gleðileik Ljósmynd/Eddi Leikrit ársins Atli Rafn Sigurðsson þykir fara á miklum kostum í Englum alheimsins. Tinna Gunnlaugsdóttir Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.