Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 241. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Lést úr sjaldgæfum sjúkdómi 2. Dreifðu upptökum af kynmökum… 3. „Hvur fjárinn, þetta er hjólið mitt“ 4. Andlát: Guðni Þórðarson »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sviðslistahópurinn VaVaVoom sýndi brúðusýninguna Breaking news (Nýjustu fréttir) við góðar viðtökur á nýafstaðinni Edinborgarhátíð. Á vef hátíðarinnar má nálgast fimm dóma og eru gagnrýnendurnir í öllum til- fellum yfir sig hrifnir af sjónrænni hlið sýningarinnar og hrósa aðstand- endum sérstaklega fyrir vel heppn- aða tilraunamennsku innan leikhús- formsins. Gagnrýnandi tímaritsins Three Weeks Edinburgh lýsir sýning- unni sem „undraverðri“ og gefur henni fimm stjörnur af jafnmörgum mögulegum. Gagnrýnandi leiklist- arvefjarins Fringe Review mælir með sýningunni fyrir alla aldurshópa og segir hana sannarlega vekja áhorf- endur til umhugsunar um hlutverk og áhrif fréttaflutnings á fólk. Að mati gagnrýnanda tímaritsins The Skinny eru liðsmenn VaVaVoom sérlega hæfileika- og hugmyndaríkir. Hrósar hann allri ytri umgjörð sem sé „töfrandi“ en ráðleggur hópnum að leggja meiri vinnu í þróun handrita sinna. Undir þetta tekur gagnrýnandi dagblaðsins The Scotsman. Sýning VaVaVoom fær lofsamlega dóma  Þetta vilja börnin sjá! nefnist sýning sem opnuð verður í menningar- miðstöðinni Slát- urhúsinu á Egils- stöðum í dag kl. 10. Þar verða sýndar myndskreytingar úr íslenskum barna- og unglingabókum sem gefnar voru út í fyrra, m.a. úr Ólíver sem Birgitta Sif Jónsdóttir hlaut Dimmalimm-verð- launin fyrir í ár, fyrir bestu mynd- skreytingar í íslenskri barnabók. Þetta vilja börnin sjá! opnuð í Sláturhúsinu Á föstudag Breytileg átt, víða 5-13 m/s og rigning. Gengur í norð- vestan 18-23 norðvestantil með mikilli rigningu seinnipartinn, en snjókomu ofan 200-300 metra yfir sjávarmáli. Hiti 1 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-10 m/s og rigning eða súld, en þurrt að mestu austanlands. Bætir í úrkomu um landið vestanvert í kvöld. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast austantil. VEÐUR Enn er ósamið á milli knatt- spyrnumannsins Birkis Bjarnasonar og ítalska A- deildar liðsins Sampdoria. Samkomulag er hinsvegar í höfn á milli Sampdoria og Pescara sem Birkir hefur leikið með síðustu misseri. „Meðan ég á eftir að semja um mín mál vil ég ekki tjá mig,“ sagði Birkir við Morg- unblaðið í gær. Fleiri félög voru á höttunum á eftir honum. »1 Samkomulag í höfn um Birki „Þetta er algjörlega í okkar höndum núna og við ætlum okkur að end- urheimta titilinn. Þetta er bara undir okkur komið,“ segir Þóra B. Helgadóttir, mark- vörður sænska úrvals- deildarliðsins Malmö, en lið hennar tyllti sér á topp sænsku úrvals- deildarinnar í fyrra- kvöld. Malmö er tveim- ur stigum á undan meisturunum í Tyresö þegar sjö umferðum er ólokið. »4 Þetta er algjörlega í okkar höndum „Allir vita að við erum með besta markvörðinn og Hörpu frammi sem er búin að vera besti leikmaður deild- arinnar. Við erum líka með frábæra miðverði og fyrirliðinn er besti stjórnandinn. En það eru hinir leik- mennirnir sem hvorki fólk né fjöl- miðlamenn sjá sem landa þessu,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Ís- landsmeistara Stjörnunnar. »1 Allir hinir leikmennirnir sem landa þessu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Þetta hófst þegar ég fann áhættu- leikaraskóla á netinu. Þá var ég ung- ur og með ævintýraþrá og mig lang- aði að breyta til,“ segir Valdimar Jóhannsson áhættuleikari en hann leikur þessa dagana í dönsku þátt- unum „Vidste du at …“ sem sýndir eru á Discovery Channel. Eftir að Valdimar útskrifaðist sem áhættu- leikari hefur hann leikið í fjölda mynda á borð við „Svartur á leik“ og James Bond-myndina „Die another day.“ „Ég átti ekki von á að fá vinnu við þetta eftir að ég útskrifaðist. Ég fékk hins vegar hlutverk á Íslandi og fór svo út til Bandaríkjanna og var í þrjú ár í námi í Miami og lék lítil hlutverk hér og þar. Að því loknu flutti ég til Íslands en ferðaðist mikið á milli Reykjavíkur og New York þar sem ég vann stundum.“ Þurfti að lenda á malbiki Fyrir fjórum árum tók Valdimar þá ákvörðun að flytja til Danmerkur. „Konan mín var að fara í nám í Óð- insvéum í Danmörku. Við vorum þá komin með tvö börn og ég fór með út. Ég hélt áfram að leika eitthvað í kvikmyndum og auglýsingum en ætl- aði í raun ekkert í kvikmyndaiðn- aðinn í Danmörku. Hins vegar leidd- ist mér svo mikið einn daginn að ég hafði samband við Lasse Spang Ol- sen áhættuleikara. Ég sendi honum tölvupóst og hann svaraði tveimur dögum seinna þar sem hann bauð mér hlutverk í auglýsingu. Ég hafði hins vegar ekki látið hann vita að ég kynni ekki dönsku.“ Þegar Valdimar mætti svo á tökustað tók hann óvart á sig það hlutverk að láta sig gossa í malbikið á fullri ferð án þess að vera með dýnu. „Leikstjórinn sagði við mig þegar við gengum að tökustaðn- um að allar dýnurnar væru upp- teknar. Ég ætlaði nú ekki að valda manninum vonbrigðum og sagði að það skipti mig engu máli, dýnur myndu bara vefjast fyrir mér. Atrið- ið mitt var svo tekið upp fjórum sinn- um og það er alveg óhætt að segja að ég hafi ekkert getað hreyft mig í fjóra daga á eftir,“ segir Valdimar, en tekur þó fram að hann hafi aldrei á sínum 17 ára starfsferli sem áhættuleikari beinbrotnað eða slas- ast alvarlega. Áhugaverðir sjónvarpsþættir Þættirnir dönsku, sem Valdimar leikur í, eru þættir í anda „Myth- busters,“ sem sýndir hafa verið á Discovery Channel í áraraðir. Valdi- mar, Lasse og Hummer reyna í þátt- unum að smíða einhverja hluti á sem frumlegastan hátt. „Í fyrsta þætt- inum áttum við til að mynda að smíða kafbát, aðeins úr þeim hlutum sem finnast hjá venjulegum slátrara.“ Lét ævintýraþrána ráða för  Íslenskur áhættuleikari bú- settur í Danmörku Áhættuleikari Valdimar Jóhannsson sýnir hér áhættuleik sinn þar sem hann styttir sér leið út úr brennandi húsi. Valdimar segist ekki hafa beinbrotnað eða slasast alvarlega í starfi sínu, en starfsferill hans spannar 17 ár. Sjónvarpsþáttur Valdimar og félagar smíðuðu kafbát úr gömlum ísskáp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.