Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 Maður vill hvorki skjóta nið-ur væntingar fólks néhugmyndir sem líta ágæt- lega út á pappír en ég get með góðri samvisku sagt að ég hafi búist við meiru,“ segir Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir, formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna, um hveiti- brauðsdaga rík- isstjórnarinnar. „Það sem við hjá hagsmunasamtök- unum erum ósátt- ust við er að ekki skuli ennþá vera búið að stöðva nauðungarsölur og gjaldþrot og stöðva umboðsmann skuldara í að henda fólki út af heimilum sínum, jafnvel út af ólöglegum erlendum lánum. Það gengur ekki. Embættið hefur ekki virkað og leggja þarf það niður hið fyrsta og koma fram með heildar- úrræði fyrir skuldendur í staðinn. Úrræði sem virka. Búið er að boða aðgerðir, með þingsályktunartillögu forsætisráðherra, sem eiga að gefa fólki kost á því að sitja áfram í eign sinni og verða ekki gjaldþrota. Það gefur fólki vissulega von en það er ekki nóg að leggja fram þingsálykt- unartillögur, fylgja verður þeim eft- ir,“ segir Vilhjálmur. Skuldir ekki aðalvandinn Hann segir heldur ekki mega gleyma því að skuldir séu ekki að- alvandi Íslendinga, heldur fram- færsla. „Finna þarf út hvað það kostar að lifa hófsömu, mannsæm- andi lífi á Íslandi. Þegar búið er að því er fyrst hægt að gera sér grein fyrir því hver lágmarkslaun og -bæt- ur eiga að vera.“ Forsvarsmenn samtakanna fund- uðu með forsætisráðherra, fjár- málaráðherra og fleiri ráðherrum í vikunni. Skipst var á skoðunum og segir Vilhjálmur fundinn hafa gefið sér von. „Ég gat ekki heyrt betur en ríkisstjórnin hefði ennþá áform um að koma til móts við illa stödd heim- ili í þessu landi en ég óttast að bákn- ið standi þeim áformum fyrir þrif- um. Hrista þarf upp í því.“ Að hans mati er það rót vandans. „Af hverju er svona fyrir heimilum landsins komið? Vegna þess að ein- hver stóð ekki sína plikt í aðhaldi, eftirliti, boði og bönnum. Neyt- endalöggjöfin er í fínu lagi, það er bara ekki farið eftir henni.“ Vindi ríkisstjórnin sér í það sem hér hefur verið nefnt mun hún kaupa sér frið næstu mánuðina, að áliti Vilhjálms. „Geri hún það ekki glatar hún trúverðugleika sínum.“ Morgunblaðið/Ernir Bjóst við meiru Vilhjálmur Bjarnason Að áliti Gunnars Helga Kristinssonar mun þrennt mæða sérstaklega á ríkisstjórninni á komandi vetri. Í fyrsta lagi hvernig stjórnarflokkunum gangi að koma sér saman um þær meginaðgerðir sem þeir boðuðu eftir kosningar. „Þar ber auðvitað hæst hvernig þeir hyggjast lækka skuldir heimilanna. Ekki var litlu lofað,“ segir hann. Í öðru lagi mun reyna á ríkisstjórnina í þeim kjarasamn- ingum sem standa fyrir dyrum. Í þriðja lagi eru það sveitarstjórnarkosning- arnar næsta vor. Þá fyrst verði verk stjórn- arinnar lögð í dóm kjósenda. E itt meginverkefni okkar á næsta kjörtímabili verður að leggja fram raunhæfar tillögur um hvernig leysa megi, eða létta mjög, vanda þeirra sem eru í fjötrum skulda og vonleysis. Það verður ekki létt verk, en það skal verða okkar meginmál. Það er lof- orð. Framsóknarflokkurinn getur alls ekki unað því að stórir hópar í samfélaginu búi við þessi ömurlegu skilyrði. Þetta er aðalmálefni kom- andi kosninga og mikilvægasta úr- lausnarefni næsta kjörtímabils. Ríkisstjórnin hefur brugðist þessu fólki. Það munum við ekki gera.“ Þannig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, að orði í ræðu sinni á flokksþingi framsókn- armanna fyrir kosningarnar síðast- liðið vor. Í krafti þessa boðskapar, öðru fremur, er hann nú orðinn for- sætisráðherra og hefur verið síð- ustu hundrað dagana. En hvernig miðar honum og ríkisstjórninni al- mennt? Spennti bogann hátt „Frá sjónarhóli mínum sem stjórn- málasálfræðingur þá glímir þessi ríkisstjórn við a.m.k. tvenns konar vanda. Vanda sem hún raunar deil- ir með fyrri ríkisstjórn,“ segir Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands. „Í fyrsta lagi er það samskiptavand- inn, en henni hefur gengið illa að eiga í samræðu við kjósendur og skapa þá tilfinningu að ákvarðanir séu teknar í samvinnu við þá. Í öðru lagi og kannski ekki ótengt samskiptaleysinu glímir þessi rík- isstjórn, rétt eins og ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur, við ákveðinn væntingavanda. Hún spennti bog- ann hátt og hefur ekki getað staðið við loforðin enn sem komið er. Þá er ég fyrst og fremst að tala um Framsóknarflokkinn, hann tók mun dýpra í árinni í kosningabaráttunni en Sjálfstæðisflokkurinn.“ Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, segir vissan viðvan- ingsbrag hafa einkennt fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar. Það þurfi ekki endilega að koma á óvart enda hafi enginn ráðherranna gegnt slíku embætti áður. „Það er talsverður munur á því að vera óbreyttur þingmaður að þenja sig og ráðherra þar sem hvert orð er brotið til mergjar og jafnvel út úr því snúið.“ Þegar talað er um hundrað daga valdatíð segir Hulda að hafa beri í huga að ríkisstjórnin hafi, líkt og algengast er hér á landi, tekið við að vori. „Það þýðir að sumarið er framundan og þá snúast hjól sam- félagsins hægar en á öðrum árstím- um. Í því ljósi þarf ekki að koma á óvart að hlutirnir gangi hægar fyrir sig en ella.“ Það breytir ekki því, að áliti Huldu, að ríkisstjórnin þurfi að fara að láta verkin tala. „Það bíða allir. Bæði þeir sem vilja lánaleið- réttingar og líka hinir sem telja þær hugmyndir afleitar og vilja að þær séu slegnar út af borðinu.“ Gunnar Helgi segir að fyrst muni reyna á stjórnina í vetur. Hann grunar að þolinmæði almennings sé frekar lítil og því verði stjórnin að bretta upp ermar. Fylgi við hana fari þegar dvínandi í skoðanakönn- unum og það sé ákveðið viðvör- unarmerki. Gömul stjórnkænska Gunnar Helgi segir engin áberandi mistök hafa átt sér stað þessa fyrstu hundrað daga. Auðvitað hafi einstaka ráðherrar misstigið sig en ekki meira en gengur og gerist. Lækkun veiðigjalds og boðun af- náms auðlegðarskatts eru mál sem sett hafa svip á fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar. „Rík- isstjórnin réði ekki tímasetningunni á veiðileyfagjaldinu. Þá ákvörðun þurfti að taka á sumarþingi,“ segir Hulda. „Ég tek enga efnislega af- stöðu til þessara tveggja mála en auðvitað er það gömul stjórn- kænska að hespa óvinsælu mál- unum af sem fyrst. Mögulega hefur ríkisstjórnin haft það í huga, fyrst hún mat það svo að veita þyrfti þessum málum braut- argengi. Þegar þau eru frá getur hún vonandi snúið sér af fullum krafti að öðru nú með haust- inu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Héraðsskólanum á Laugarvatni fyrir eitt hundrað dögum. Morgunblaðið/Eggert ÞRJÚ MEGINVERKEFNI Gunnar Helgi Kristinsson Glímir við samskipta- og væntingavanda EITT HUNDRAÐ DAGAR ERU UM HELGINA FRÁ ÞVÍ RÍKISSTJÓRN FRAMSÓKNAR- OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKS TÓK VIÐ VÖLDUM Í LANDINU. ÞAR MEÐ ER HVEITIBRAUÐSDÖGUNUM FORMLEGA LOKIÐ OG ALVARAN TEKUR VIÐ. HVER ER STAÐAN? *… það [er] gömul stjórnkænska aðhespa óvinsælu málunum af sem fyrst.Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingurÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.