Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 A ð koma í Bókina á Klapparstíg er eins og að stíga aftur í tímann. Engar tölvur og snjallsímar að áreita mann, bara bækur, tímarit og vínylplötur. Og fleiri bækur. Upp um allt og út um allt. Samt ekki þannig að maður komist ekki áleiðis, það er skipulag í óreiðunni. Það leynir sér ekki. Á veggjum vaka þokkagyðjur á borð við Mari- lyn Monroe og Bryndísi Schram yfir öllu. Með blik í auga. Skyndilega rekur maður með mikið hrokkið hár kollinn upp úr einum staflanum. „Nei, velkomnir!“ segir hann glaður í bragði við okk- ur Morgunblaðsmenn. „Liggur ekki vel á ykkur í dag?“ Fasið allt er bráðsmitandi og fyrr en varir erum við komnir á bólakaf í ryk- fallnar skræður. Heimskautabók- menntir skulu það vera, að beiðni ljósmyndarans. Sá hrokkinhærði finnur umbeðna bók eins og skot. Sá er aldeilis á heimavelli hér, hvað hefði Ari Gísli Bragason mögulega getað orðið annað en fornbókasali? Mér er spurn. Innsiglaði frið á markaði Fornbókaverslunin Bókin hf. var stofnuð í Reykjavík árið 1964 og er því elsta starfandi fyrirtækið á þessu sviði. Stofnendur voru þeir Guðmundur Egilsson, sem veitti Bókinni forstöðu fyrstu fjórtán ár- in, Stefán Oddur Magnússon for- stjóri, Ægir Ólafsson forstjóri og fleiri menn. Árið 1977 tók Gunnar Valdimarsson frá Teigi við stjórn Bókarinnar og með honum starfaði lengstum Snær Jóhannesson, með- eigandi hans að fyrirtækinu, en áð- ur hafði Ingvar Þorkelsson, kunnur maður í bókamannakreðsum, starf- að þar um árabil. Ari Gísli Braga- son keypti Bókina ehf. 1998 og hefur rekið hana síðan, frá 2002 á Klapparstíg 25-27. „Við innsigluðum eiginlega frið á fornbókamarkaði þegar ég keypti Bókina af þessum heiðurs- mönnum,“ útskýrir Ari Gísli. „Mik- il samkeppni hafði ríkt fram að því og margir verið um hituna. Nú er öldin önnur, Bókin er eina forn- bókaverslunin í Reykjavík í dag enda þótt víðar sé hægt að kaupa gamlar bækur, svo sem í Kolaport- inu og Góða hirðinum.“ Dálítill þrældómur Þetta eru hinar öfgarnar og Ari Gísli viðurkennir að hann sakni samkeppninnar. „Það myndi ekki hryggja mig að fá eina til tvær búðir í viðbót. Markaðurinn þolir það alveg. Það er alltaf jafnleið- inlegt að geta ekki vísað fólki áfram finni það ekki bókina sem það leitar að hjá okkur.“ Spurður um reksturinn segir Ari Gísli hann ganga ágætlega. „Það er dálítill þrældómur að standa í þessu en vel þess virði. Ég gerði mér fulla grein fyrir því þegar ég tók húsnæðið hér á Klapp- arstígnum á leigu að það yrði á brattann að sækja og að vel þyrfti að ganga til að maður gæti staðið við sínar skuldbindingar. Ég setti mér alveg ákveðna reglu með það og hún var svona: Ef ég gæti ekki, þó ekki væri nema einu sinni, borgað húsaleigu og greitt skatta og opinber gjöld þá myndi ég loka búðinni. Mér hefur tekist að standa við þetta og er stoltur af því að hafa getað komið fyrirtæk- inu á koppinn.“ Ari Gísli segir menn seint verða ríka af sölu fornbóka enda sé það ekki markmiðið. „Standi reksturinn undir sér er ég sáttur með hádegisverð og einn latte á dag – kannski tvo. Bóksala er köllun og í raun og veru trúboð. Eigum við ekki að segja að ég sé alltaf að komast nær og nær sannleik- anum.“ Hann brosir. Bakland Ara Gísla er líka gott. „Mér hefur tekist þetta með hjálp góðs fólks, svo sem konu minnar, Sigríðar Hjaltested, og auðvitað föður míns en við höfum alla tíð stutt hvor annan gegnum súrt og sætt, ekki síst í þessu starfi og það var mikill heiður og góður skóli að vinna með honum,“ segir Ari Gísli. Líka á netinu Faðir hans, Bragi Kristjónsson, landskunnur bóksali í áratugi, hef- ur nú dregið sig í hlé en þeir feðg- ar eru í miklu sambandi og segir Ari Gísli ómetanlegt að geta leitað til hans með ráð, til dæmis þegar hann gefur út bókalista fyrir sína dyggustu viðskiptavini eins og hann hefur gert undanfarin tíu ár. Á bilinu 40 til 60 þúsund titlar eru í búðinni og þar ef eru um 9 þúsund komnir inn á netið, bok- in.is. Þar er vitaskuld opið allan sólarhringinn og viðskiptavinum fjölgar ört, að sögn Ara Gísla. „Bókasafnarar eru löngu búnir að taka netið í sína þjónustu. Inni á bokin.is eru ekki bara titlar, heldur líka fróðleikur um fjölmargar bæk- ur. Við höfum reynt að gera vefinn aðlaðandi og höfum fengið fín við- brögð. Bókaviðskipti eru alltaf að færast meira og meira inn á net- ið.“ Regluleg endurnýjun er lífs- spursmál fyrir fornbókabúð og Ari Gísli upplýsir að hann hafi nýverið fest kaup á þremur bókasöfnum, alls á sjöunda hundrað kössum. „Þetta erum við búin að bera inn í búðina, setja í hillur og verð- merkja.“ Ari Gísli skipulagði búðina, sem er 150 fermetrar, ásamt föður sín- um og hefur alla tíð lagt áherslu á að fylla hana ekki um of. „Það er grunnregla að aðgengi sé gott. Fólk verður að geta gengið um búðina og skoðað bækurnar. Það er lítið gagn í bókum sem enginn sér eða kemst að.“ Til að hjálpa gestum enn frekar er bókunum skipt í tuttugu efn- isflokka. Auk þess að selja bækur í búð- inni og á vefnum, bokin.is, tekur Ari Gísli þátt í Bókamarkaðnum í Perlunni. „Við styðjum líka Rauða krossinn og leggjum til verðlaun vegna skákmóts hjá Vin á Hverf- isgötunni. Það er okkar framlag til góðagerðamála.“ Um tíma var Bókin í samstarfi við Gallerí Fold um bókauppboð og voru á bilinu sex til átta hundrað bækur seldar þar. Nú hafa upp- boðin færst inn á netið, uppbod.is, og fer það næsta fram í lok þessa mánaðar. Jólauppboðið verður svo haldið í endaðan nóvember. Ætlaði ekki í bóksölu Ari Gísli ólst upp innan um bækur. Móðir hans heitin, Nína Björk Árnadóttir, var rithöfundur og fað- ir hans hefur alla tíð haft brenn- andi áhuga á bókum. Opnaði fyrst fornbókabúð á Skólavörðustíg þeg- ar Ari Gísli var átta ára. Ari Gísli ætlaði eigi að síður aldrei að verða fornbóksali. „Þegar ég kom heim úr námi fyrir tuttugu árum fór ég að vinna með pabba en hann rak á þeim tíma forn- bókabúð í Hafnarstræti 4. Það átti að vera tímabundið, ég hafði ekki hugsað mér að festast í þessu. Það bara gerðist. Núna er engin leið út!“ Hann hlær. Hægt er að festast á verri stöð- um í þessu lífi og Ari Gísli kveink- ar sér heldur ekki. „Ég fæ heil- mikla næringu úr þessu, ekki bara úr bókunum, heldur líka gestunum í búðinni. Margir koma hingað bara til að spjalla um daginn og veginn og oftar en ekki er líf í tuskunum. Það er líka gaman að Bókin sigrar alltaf! ARI GÍSLI BRAGASON SELUR EKKI FORNBÆKUR TIL AÐ VERÐA RÍKUR. BAKSLAG KOM Í FORNBÓKASÖFNUN UM TÍMA EN ARI GÍSLI FULLYRÐIR AÐ SAFNARAR SÉU AÐ NÁ VOPNUM SÍNUM Á NÝ, EINS SÉ UNGT FÓLK AÐ FÆRA SIG UPP Á SKAFTIÐ. SJÁLFUR HEFUR HANN MEST GAMAN AF TINNA OG GÓÐUM LJÓÐUM. TÍMINN OG VATNIÐ ÆTTI AÐ VERA SKYLDULESNING FYRIR ALLA ÍSLENDINGA. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Feðginin inni í búðinni á Klapparstígnum. Meira en 40.000 titla er þar að finna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.