Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 20
Að nota jurtir til lækninga er ekki nýtt af nálinni en talið er jafnvel að Egyptar hafi notað hvítlauk, einiber og myrru til lækninga frá því fyrir 1500 fyrir Krist. Heimildir benda einnig til að neander- dalsmaðurinn hafi notað jurtir fyrir sextíu þúsund árum og hefur vitneskjan gengið mann frá manni. Grasalæknir notar jurtir til að styrkja ákveðun líffæri eða líffærakerfi og yfirleitt eru þær gefnar ferskar eða þurrkaðar en margar aðferðir eru notaðar til að vinna virk efni úr jurtunum. Oftast eru seyði, smyrsl, áburður eða stílar unnin úr jurtunum. Talið er að landnámsmenn hafi komið með þekkinguna hingað til landsins, en sögur af grasalækningum eru bæði í íslenskum fornsögum og þjóðsögum. Grasalæknar lofa ekki lækningu, en talið er að margar lækn- ingajurtir geti hjálpað til við meðferð ýmissa sjúkdóma. Má þar nefna hormónaójafnvægi, magabólgur, exem, þrálát sár, sveppa- sýkingar, liðagigt, höfuðverk, streitu, kvíða, svefnleysi, bjúgsöfnun, ofnæmi og kvef svo eitthvað sé nefnt. Markmið grasalæknis er að bæta heilsu og blandar hann oftast jurtablöndu til þess. JURTIR NOTAÐAR FRÁ ÖRÓFI ALDA Elsta lækningaaðferðin *Heilsa og hreyfingVægir heilaáverkar eins og heilahristingur eru algengir og geta leitt af sér þráláta verki »22 É g er af þessari frægu grasaætt,“ segir Ásthildur Ein- arsdóttir grasalæknir, tækniteiknari og fegrunarsérfræð- ingur. Hún útbýr alls kyns smyrsl og seyði sem hjálpa fólki á ýmsan hátt. Ásthildur lærði af móður sinni, Ástu Erlingsdóttur grasalækni, sem lærði af föður sínum, Erlingi Fil- ippussyni. Afi hennar, Erlingur, var grasalæknir í fullu starfi, en hann lærði af móður sinni. Ásthildur segir að grasalækningahefðin hafi verið óslitin frá 1600. „Ég er alin upp við þetta,“ segir hún. „Mamma vildi svo sem ekki láta titla sig grasalækni, en þetta var það sem hún gerði,“ segir hún. Mismunandi lækningamáttur „Ég gef ekki upp uppskriftir,“ segir Ásthildur þegar hún er spurð út í hvaða hráefni hún notar. Hún nefnir þó að hún noti í kringum tuttugu tegundir af jurtum. „Allar jurtir hafa lækningamátt,“ seg- ir hún. Smyrslin eru útbúin með ýmsa kvilla í huga, en sum draga úr bólgum, lina sársauka og græða sár. Hún útbýr smyrsl sem notuð eru á vörtur, brunasár eða gyllinæð, og segir Ásthildur marga hafa fengið bót meina sinna. Jurtaseyðið er blandað eftir þörfum hvers og eins og er notað til að styrkja ónæmiskerfið og gera húð, hár og neglur sterkari og getur einnig hjálpað þegar fólk er með sjúkdóma í ristli. Ásthildur selur ekki afurðir sínar í búðum, en gjarnan er hringt í hana og hún beðin að útbúa krem. „Ég er aldrei með neinn lager af neinu, nema brunasmyrsli, íþróttaáburði og þessu helsta,“ segir hún, en hún er ekki í þessu til að græða peninga, einungis hjálpa fólki. „Það hefur aldrei verið markmiðið í gegnum aldirnar, markmiðið er bara að hjálpa fólki.“ Kemur ekki í stað lækna Ásthildur segist ekki sjúkdómsgreina neinn og segir fólki aldrei að sleppa því að fara til lækna. „Við eigum hér bestu lækna í heimi og bestu tæki til að greina sjúkdóma, en auðvitað sé ég stundum hvað er að,“ segir hún. „Ég segist ekki vera að lækna fólk, heldur hjálpa því,“ segir hún. Ásthildur Einarsdóttir er alin upp við grasafræði, en hefðin hefur verið í fjölskyldunni í margar aldir. Morgunblaðið/Ásdís GRASALÆKNINGAR Í MARGAR ALDIR „Jurtir hafa lækningamátt“ ÁSTHILDUR EINARSDÓTTIR Á ÆTTIR AÐ REKJA TIL GRASALÆKNA LANGT AFTUR Í ÆTTIR. HÚN BÝR TIL SMYRSL OG SEYÐI Í ÞVÍ SKYNI AÐ HJÁLPA FÓLKI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.