Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Page 27
Í
búð í nýlegu húsi á Bergstaðastræti skartar
ýmsum litum en hvert herbergi hefur sinn lit.
„Ég var algjörlega ákveðin í því að hafa baðið
eplagrænt, eldhúsið rautt, svefnherbergið fjólu-
blátt og stofuna svona appelsínugula og rauða,“
segir eigandinn, rúmlega fimmtugur lögfræðingur.
Snyrtiborðið réð ferðinni
Á baðinu er gamalt og fallegt snyrtiborð sem móð-
ir hennar átti. „Þessar breytingar á baðinu voru
gerðar til þess að koma þessu snyrtiborði fyrir. Ég
á mínar fyrstu minningar um mömmu að mála sig
við það. En ég hef ekki séð eftir þessum breyt-
ingum eitt andartak, því það er svo gaman að
vera með svona spa-bað,“ segir hún og segir það
yndislegt að leggjast í baðkar eftir langar fjall-
göngur.
Úr brennandi húsi
Gömul og virðuleg húsgögn frá því fyrir aldamótin
1900 eru í borðstofu og stofu sem voru í eigu
ömmu hennar og afa. „Ég veit að húsið þeirra á
Akureyri brann og þetta var allt borið út úr
brennandi húsinu, og skenkurinn fullur af postu-
líni,“ segir hún. „Það er svo gaman að hafa hluti
í kringum sig sem eru með svona fjölskyldusögu.“
Morgunblaðið/Ásdís
Í svefnherberginu er fjólublátt þema með ljósgrænu ívafi.
Snyrtiborðið er frá í kringum 1950 og var í eigu móður eigandans.
Það réði því að baðherbergið var stækkað og því breytt.
*„Ég veit að húsið þeirra áAkureyri brann og þetta varallt borið út úr brennandi húsinu,
og skenkurinn fullur af postulíni.“
1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
living withstyle
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 laugardaga 10-18, sunnudagur 12-18,
mánudaga - föstudaga. 11-18:30 - www.ILVA.is
Sparaðu
25-50%
af öllum sumarvörum - lýkur
sunnudaginn 8. september