Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 28
*Matur og drykkir Pítunachos var meðal þess sem boðið var upp á í lautarferð í Norðlingaholti í vikunni »32
D
röfn Vilhjálmsdóttir er menntaður geislafræðingur
og er með meistaragráðu í bókasafns- og upplýs-
ingafræði. Undanfarin ár hefur hún stundað mat-
arblogg á www.eldhussogur.com, en hún hefur að
eigin sögn alltaf haft mikinn áhuga á eldamennsku. „Það
skiptir ekki máli hvort ég er að baka eða elda. Mér finnst
allt sem viðkemur eldamennsku skemmtilegt. Ætli mér finn-
ist samt ekki skemmtilegast að búa til eftirrétti,“ segir
Dröfn.
Dröfn hefur alltaf verið nýjungagjörn í eldhúsinu en áður
en hún byrjaði að blogga reyndi hún að prófa a.m.k. eina
nýja uppskrift í hverri viku. „Síðan ákvað ég að byrja að
blogga. Aðallega til þess að halda utan um mínar eigin upp-
skriftir. Svo kom að því að ég var búin að skrá niður flest
það sem ég venjulega eldaði en ég vildi halda áfram. Ég hélt
því áfram að prófa mig áfram í eldhúsinu og nú næ ég
sjaldnast að nýta sjálf uppskriftasafnið á síðunni minni því
ég er stöðugt að bæta í safnið,“ segir Dröfn og bætir við að
þess vegna sé sjaldan sami réttur tvisvar sinnum í boði á
hennar heimili.
Gæði hráefnis skipta að sögn Drafnar gríðarlega miklu
máli, en hún reynir alltaf að nota gott hráefni og ræktar því
m.a. sinn eigin grænmetisgarð. „Ég rækta sjálf grænmeti
svo ég er sjálfbær um það á sumrin. Það munar bæði rosa-
lega um að fá brakandi ferskt grænmeti í salatið og svo er
það náttúrlega peningahliðin. Það er dýrt að kaupa gott hrá-
efni svo ég mæli hiklaust með því að að fólk rækti sitt eigið
grænmeti heima,“ segir Dröfn.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
ALLTAF VERIÐ NÝJUNGAGJÖRN
Nær ekki að nýta allar
uppskriftirnar
DRÖFN VILHJÁLMSDÓTTIR HEFUR ALLTAF HAFT GAMAN AF ELDAMENNSKU OG HELDUR ÚTI
MATARBLOGGSÍÐU. HÚN LEGGUR MIKIÐ UPP ÚR GÓÐU HRÁEFNI OG RÆKTAR SINN EIGIN GRÆNMETISGARÐ.
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is
UPPSKRIFT MIÐAST VIÐ SEX
400 g mascarpone-ostur
3 dl rjómi
150 g flórsykur
1 msk vanillusykur
1 vanillustöng
1½ msk Amaretto-líkjör eða annar góður líkjör (má sleppa)
250 g Toffypops-kex (2 pakkar)
ber og ávextir til skreytingar, t.d. jarðarber, hindber, bláber,
blæjuber og ástaraldin.
Aðferð: Toffypops-kexið saxað fremur smátt og dreift yfir botninn
á eldföstu móti. Rjóminn þeyttur. Vanillustöngin er klofin á lengdina og
kornin skafin innan úr henni. Mascarpone-ostur, flórsykur, líkjör, van-
illusykur og vanillukorn sett saman í skál og þeytt þar til blandan verð-
ur létt. Þá er þeytta rjómanum bætt varlega saman við með sleikju.
Mascarpone-þeytingnum er því næst smurt yfir Toffytops-kexið. Að
lokum er skreytt með berjum. Fallegt er að sigta örlítið af flórsykri yfir
berin í lokin. Kælt í ísskáp í minnst þrjá tíma áður en borið fram.
Mascarpone-þeytingur með berjum