Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Síða 34
Þ
orvarður Pálsson, 24 ára sagnfræðinemi við Háskóla Íslands, hefur ávallt haft mikinn
áhuga á tækni. Hann starfaði sem þjónustufulltrúi í Smáralind í sumar en hefur nám
að nýju í næstu viku. „Það er búið að vera fínt að vinna hérna í sumar en ég hlakka
til að fara í skólann aftur eftir gott sumar. Ég er að hefja mitt þriðja ár í sagnfræði
en fagið hentar mér vel. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á sögu svo ég er mjög ánægður í
þessu námi,“ segir Þorvarður.
Tækni og alls kyns græjur hafa ávallt verið Þorvarði ofarlega í huga, en hann reynir eftir
fremsta megni að fylgjast með því nýjasta á markaðnum. „Ég reyni að fylgjast vel með og
kaupi mér nýja hluti þegar kaupið leyfir. Ég kaupi ekki endilega alltaf dýrustu hlutina og elt-
ist frekar við gæði en vörumerki. Maður finnur samt með aldrinum að það verður alltaf erf-
iðara að halda í við en maður gerir sitt besta,“ segir Þorvarður.
42" Panasonic-netsjónvarp: „Ég
átti túbusjónvarp áður en ég
skipti yfir í þetta sjónvarp sein-
asta sumar en það voru mikil við-
brigði. Ég get farið á netið í sjón-
varpinu og fer því stundum á
youtube til að horfa á myndbönd.
Svo get ég tengt símann og
spjaldtölvuna í gegnum netið svo
það eru ýmsir möguleikar í boði,“
segir Þorvarður.
Heyrnartól: „Þessi kostuðu nú
ekki mikið en ég er ánægður
með gæðin. Ég hef mikið pælt í
heyrnartólum og hef komist að
því að það er sniðugast fyrir mig
að kaupa ódýr heyrnartól. Maður
á það til að skemma þau svo það
er eins gott að hafa þau ekki of
dýr. Ég hlusta mikið á hip hop og
elektróníska tónlist og því legg ég
mikið upp úr því að hafa góðan
bassa. Bassinn skilar sér alveg í
þessum heyrnartólum svo ég er
sáttur,“ segir Þorvarður.
Þorvarður Pálsson leggur meiri
áherslu á gæði en vörumerki
þegar kemur að tækni.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
ÞORVARÐUR PÁLSSON SAGNFRÆÐINEMI
Aldurinn farinn
að segja til sín
ÞORVARÐUR PÁLSSON HEFUR ÁVALLT HAFT MIKINN ÁHUGA
Á TÆKNI. HANN REYNIR AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ NÝJASTA
EN SEGIST ÞÓ FINNA FYRIR ALDRINUM Í ÞEIM EFNUM.
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is
Samsung Galaxy S4: „Ég keypti
þennan í seinasta mánuði. Ég var
búinn að vera með sama síma í
fjögur ár svo það var mikið stökk
þegar ég fjárfesti í þessum. Þetta
er allt annað líf og ég sé alls ekki
eftir því að hafa fengið mér svona
síma. Ég nota hann mjög mikið en
reyni þó að vera ekki í honum
öllum stundum. Það er ótrúlegt
hvað er hægt að gera í svona
sjallsíma og ég get alls ekki hugs-
að mér að fara aftur í einfaldari
síma,“ segir Þorvarður.
Nintendo 64-leikjatölva: „Ég
náði að tengja hana við flatskjáinn
og þetta er bara algjör snilld.
Maður upplifir algjöra nostalgíu
þegar maður spilar tölvuleiki í
þessari græju og það er ennþá
mjög gaman að spila gamla tölvu-
leiki þó svo að grafíkin sé ekki
góð miðað við það nýjasta í dag,“
segir Þorvarður.
Playstation 3: „Ég hugsa að
þetta sé sú græja sem ég nota
mest. FIFA er mikið spilaður og
svo bíð ég spenntur eftir nýja
GTA-leiknum. Ég get gleymt mér
tímunum saman í þessu tæki þó
svo að stundunum hafi fækkað
seinustu ár. Þetta er góð leið til
að slaka á og það getur verið
mjög gott að taka smátörn eftir
vinnu,“ segir Þorvarður.
iPod: „Síminn tekur bara 16
gígabæt svo þessi kemur að góð-
um notum. Ég er búinn að eiga
hann í nokkur ár og er frekar
duglegur að henda nýju efni inn.
Ég nota hann ekki jafn mikið og
áður eftir að Spotify kom en
hann gagnast mér vel í ferðalög-
um og öðru slíku,“ segir Þorvarð-
ur.
Google Nexus-spjaldtölva:
„Hún er með 7" skjá svo hún er
frekar lítil og nett. Ég á ekki far-
tölvu svo þessi kemur að góðum
notum. Ég nota hana mikið í skól-
anum og er með bækur og annað
í þeim dúr í spjaldtölvunni. Ég
glósa líka með henni en það tók
mig þó smá tíma að venjast því
að skrifa á lyklaborðið,“ segir
Þorvarður.
*
*Græjur og tækniForstjóri Microsoft ætlar að hætta og nú velta menn fyrir sér hver tekur við »36