Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 34
Þ orvarður Pálsson, 24 ára sagnfræðinemi við Háskóla Íslands, hefur ávallt haft mikinn áhuga á tækni. Hann starfaði sem þjónustufulltrúi í Smáralind í sumar en hefur nám að nýju í næstu viku. „Það er búið að vera fínt að vinna hérna í sumar en ég hlakka til að fara í skólann aftur eftir gott sumar. Ég er að hefja mitt þriðja ár í sagnfræði en fagið hentar mér vel. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á sögu svo ég er mjög ánægður í þessu námi,“ segir Þorvarður. Tækni og alls kyns græjur hafa ávallt verið Þorvarði ofarlega í huga, en hann reynir eftir fremsta megni að fylgjast með því nýjasta á markaðnum. „Ég reyni að fylgjast vel með og kaupi mér nýja hluti þegar kaupið leyfir. Ég kaupi ekki endilega alltaf dýrustu hlutina og elt- ist frekar við gæði en vörumerki. Maður finnur samt með aldrinum að það verður alltaf erf- iðara að halda í við en maður gerir sitt besta,“ segir Þorvarður.  42" Panasonic-netsjónvarp: „Ég átti túbusjónvarp áður en ég skipti yfir í þetta sjónvarp sein- asta sumar en það voru mikil við- brigði. Ég get farið á netið í sjón- varpinu og fer því stundum á youtube til að horfa á myndbönd. Svo get ég tengt símann og spjaldtölvuna í gegnum netið svo það eru ýmsir möguleikar í boði,“ segir Þorvarður.  Heyrnartól: „Þessi kostuðu nú ekki mikið en ég er ánægður með gæðin. Ég hef mikið pælt í heyrnartólum og hef komist að því að það er sniðugast fyrir mig að kaupa ódýr heyrnartól. Maður á það til að skemma þau svo það er eins gott að hafa þau ekki of dýr. Ég hlusta mikið á hip hop og elektróníska tónlist og því legg ég mikið upp úr því að hafa góðan bassa. Bassinn skilar sér alveg í þessum heyrnartólum svo ég er sáttur,“ segir Þorvarður. Þorvarður Pálsson leggur meiri áherslu á gæði en vörumerki þegar kemur að tækni. Morgunblaðið/Styrmir Kári ÞORVARÐUR PÁLSSON SAGNFRÆÐINEMI Aldurinn farinn að segja til sín ÞORVARÐUR PÁLSSON HEFUR ÁVALLT HAFT MIKINN ÁHUGA Á TÆKNI. HANN REYNIR AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ NÝJASTA EN SEGIST ÞÓ FINNA FYRIR ALDRINUM Í ÞEIM EFNUM. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is  Samsung Galaxy S4: „Ég keypti þennan í seinasta mánuði. Ég var búinn að vera með sama síma í fjögur ár svo það var mikið stökk þegar ég fjárfesti í þessum. Þetta er allt annað líf og ég sé alls ekki eftir því að hafa fengið mér svona síma. Ég nota hann mjög mikið en reyni þó að vera ekki í honum öllum stundum. Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera í svona sjallsíma og ég get alls ekki hugs- að mér að fara aftur í einfaldari síma,“ segir Þorvarður.  Nintendo 64-leikjatölva: „Ég náði að tengja hana við flatskjáinn og þetta er bara algjör snilld. Maður upplifir algjöra nostalgíu þegar maður spilar tölvuleiki í þessari græju og það er ennþá mjög gaman að spila gamla tölvu- leiki þó svo að grafíkin sé ekki góð miðað við það nýjasta í dag,“ segir Þorvarður.  Playstation 3: „Ég hugsa að þetta sé sú græja sem ég nota mest. FIFA er mikið spilaður og svo bíð ég spenntur eftir nýja GTA-leiknum. Ég get gleymt mér tímunum saman í þessu tæki þó svo að stundunum hafi fækkað seinustu ár. Þetta er góð leið til að slaka á og það getur verið mjög gott að taka smátörn eftir vinnu,“ segir Þorvarður.  iPod: „Síminn tekur bara 16 gígabæt svo þessi kemur að góð- um notum. Ég er búinn að eiga hann í nokkur ár og er frekar duglegur að henda nýju efni inn. Ég nota hann ekki jafn mikið og áður eftir að Spotify kom en hann gagnast mér vel í ferðalög- um og öðru slíku,“ segir Þorvarð- ur.  Google Nexus-spjaldtölva: „Hún er með 7" skjá svo hún er frekar lítil og nett. Ég á ekki far- tölvu svo þessi kemur að góðum notum. Ég nota hana mikið í skól- anum og er með bækur og annað í þeim dúr í spjaldtölvunni. Ég glósa líka með henni en það tók mig þó smá tíma að venjast því að skrifa á lyklaborðið,“ segir Þorvarður. * *Græjur og tækniForstjóri Microsoft ætlar að hætta og nú velta menn fyrir sér hver tekur við »36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.