Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Page 35
1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Í samvinnu við Innovit Klak ehf. hefur Ar- ion banki sett á fót Startup Reykjavík sem er gert að erlendri fyrirmynd og er nýnæmi á Íslandi. Verkefnið er við- skiptasmiðja í tengslaneti Global Accelerator Network þar sem tíu valin viðskiptateymi fá tvær milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn 6% hlutdeild í fyrirtækinu. Auk þess fá viðskiptateymin tíu vikna þjálfun frá men- torum víðs vegar úr atvinnulífinu og frá starfsfólki Klak Innovit ehf. og aðgang að tengslaneti Global Accelerator Network. Á lokadegi verkefnisins fá viðskiptateymin svo að kynna sig fyrir fjárfestum. „Startup Reykjavík er örfjárfestingarverkefni sem gengur út á að uppfylla mikla þörf fyrir aukna fjárfestingu í sprotafyrirtækjum. Við útvegum teymunum allt sem þau þurfa á fyrstu stigum og reynum svo að hjálpa þeim að fara eins langt með hugmyndina og hægt er á tíu vikum,“ segir Kristján Freyr Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Klak Innovit ehf. Yfir 200 hópar sóttu um Engin sérstök skilyrði eru fyrir þátttöku, en þetta mun vera annað árið í röð sem verk- efnið er starfrækt. Yfir 200 viðskiptateymi sóttu um í ár með fjöldann allan af við- skiptahugmyndum, en að sögn Kristjáns gengur þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í fyrra vel að fóta sig á markaðnum. „Mörg þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í fyrra hafa fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði sem ger- ir þeim kleift að halda áfram í sínum verk- efnum. Svo eru önnur fyrirtæki sem hafa stækkað heilmikið og hafa ekki þurft á neinu fjármagni að halda og hafa búið til sínar eig- in vörur og þjónustu,“ segir Kristján. Opinn dagur verður í höfuðstöðvum Arion banka laugardaginn 31. ágúst kl. 13.00 þar sem teymin í Startup Reykjavík 2013 munu kynna hugmynd sína og viðskiptaáætlun fyr- ir gestum og gangandi, auk þess að vera með kynningarbása. „Þarna gefst gestum og gangandi tækifæri til að sjá kynningarnar og kynna sér betur hvað teymin voru að bralla. Ég hvet alla til að mæta og ég held að þetta verði mjög skemmtilegt,“ segir Kristján. Hjálpa sprotafyrirtækjum NÝSKÖPUNARVETTVANGURINN STARTUP REYKJAVÍK GENGUR ÚT Á AUKNA FJÁRFESTINGU Í SPROTAFYRIRTÆKJUM EN TEYMIN SEM TAKA ÞÁTT Í VERKEFNINU MUNU KYNNA HUGMYNDIR SÍNAR Í HÖFUÐSTÖÐVUM ARION BANKA Í DAG, LAUGARDAG. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Fjárfestingadagur Startup Reykjavík var haldinn 23. ágúst en þar fengu teymin tækifæri til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og öðrum gestum. Daði Janusson verkfræðingur er einn þeirra sem taka þátt í Startup Reykjavík. Hópurinn hans hannaði vefhugbúnað og app sem auðveldar golfkennurum og golfnemendum að eiga samskipti, en verkefnið ber heitið GolfPro Assistant. „Þetta auðveldar golfkennurum að sinna daglegum rekstri og auðveldar kennsluna á milli kennara og nemenda að mörgu leyti,“ segir Daði en hann ásamt hópnum sem stendur á bak við verkefnið eru á leið á Nordic Golf Fair, golfráðstefnu fag- fólks á Norðurlöndunum, í október þar sem varan verður kynnt. Létta golfkenn- urum lífið Morgunblaðið/Ernir Lítur alltaf vel út. Líka í myrkri. Audi Q3 lýsir upp veginn í orðsins fyllstu merkingu með glæsilegum framljósum sem bregðast sjálfkrafa við breytingum á birtuskilyrðum. Þetta er enn eitt dæmið um þá stefnu Audi að láta útlit og innihald alltaf haldast í hendur. Audi Q3 kostar frá kr. 7.590.000.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.