Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 45
um sviðum, alræði fárra í nafni „öreiganna“, skoð- anakúgun og bann við allri gagnrýni hefði reynst vond uppskrift að framtíðarskipulagi. Það hefði skaff- að mun verr enn keppinauturinn kapítalismi. Því væri rétt að koma sér undan kerfi sem undirokað hafði fólkið í sjö áratugi. Valinkunnir sérfræðingar hefðu verið fengnir til að leggja fram áætlun um áfangaskipta verkferla til að þoka mönnum frá kommúnisma og alræðis flokks og ríkisrekstri alls þjóðfélagsins til lýðræðis og kapítal- isma. Hversu langt halda menn að það verk væri komið? Ef hinir skipulögðu og einbeittu Þjóðverjar hefðu ekki fengið Austur-Þýskaland, morkétið af kommúnismanum, í fangið án nokkurs fyrirvara, er eins víst að áætlanir og skipulag færustu sérfræð- inganefnda hefði einnig gert það mál nærri ófram- kvæmanlegt og enn dýrkeyptara en það þó varð. Íslensku dæmin eru mörg Í aðdraganda Viðreisnar á Íslandi vantaði ekki hrak- spárnar ef viðskiptafrelsi þjóðarinnar yrði aukið. Það var því gert í áföngum og tók lengri tíma en þurfti. Þegar nefnt var síðar að rétt væri að íslenskur al- menningur fengi að nota greiðslukort erlendis, eins og örfáir helstu embættismenn fengu að gera á undan öðrum, var aðvörunum um útstreymi fjár og yfirvof- andi gjaldeyrisþurrð haldið að stjórnmálamönnum eins og gert var áður, þegar rætt var um aukið við- skiptafrelsi. Þegar flúið var í faðm AGS eftir að bankakreppan skall á var látið eins og sérlega nauðsynlegt væri að fylgja öllum forskriftum „sjóðsins“ í tæka tíð til að fá áfangaskipta lánafyrirgreiðslu hans. Ekkert var gert með að við blasti að Ísland þurfti þá ekkert á þeirri lánafyrirgreiðslu að halda. Hún hefur kostað þjóðina ótrúlegar upphæðir í beinhörðum gjaldeyri. Ráða- menn sannfærðu svo sjálfa sig um að koma yrði á gjaldeyrishöftum í „fáeina mánuði“ eftir bankahrun- ið. Þá yrði dýfan minni en ella og hinn pólitíski óró- leiki eitthvað minni en ella. Allt orkaði það tvímælis sem um það var sagt. Dýfan hefði ekki orðið mikið dýpri, pólitíski óróleikinn gat ekki orðið verri en hann varð né ríkisstjórnin sem honum fylgdi ömurlegri. Án gjaldeyrishafta hefðu snjóhengjur og þær kröfur sem menn höfðu þó fengið greiddar farið fljótt út með bil- legum hætti, en einhver hluti eigenda þeirra hefði andað rólega og sennilega beðið betri tíma. Uppreiknaður ótti Endalaust óvissuástand með þjóðlífið í efnahags- legum haftakassa (þar sem menn hafa þó ekki einu sinni geta ráðið við verðbólgu!), margföldu gengi og duttlungafullum ákvörðunum um kaup á gjaldeyri, af sumum, til fjárfestinga á ofurgengi, umvöfðu leyndarhjúpi og pukri, sem var eitt af því sem lofað var að fengi aldrei að þrífast „eftir hrun“. Öll þessi óbrúklegu úrræði hefði mátt kaupa á útsöluprís af þrotabúi gömlu Sovétríkjanna á sínum tíma. Það er ótrúlegt en satt að sjálfumglaðir sérfræðingar þurfa lengri tíma að henda burt ónothæfum gjaldeyr- ishöftum en tók að gera hreint eftir Sovétríki í sjötíu ár og sameina Þýskaland sem verið hafði sundrað í tæpa hálfa öld. Íslenski Seðlabankinn stendur þar sem áður var Sænska frystihúsið. Það hús þurfti að fara til að rýma fyrir bankabyggingunni. Landskunnur stýrimaður á að hafa sagt að frystihúsið væri orðið svo lúið og lask- að að það þyrfti ekki mikið að hafa fyrir því að rífa það. Best gæti hann trúað að nóg væri að taka af því frostið. Sennilega væri nær sanni að áhrifaríkasta að- ferðin til að ljúka skaðlegu og seindrepandi gjaldeyr- ishöftum væri að taka hina kerfislægu hugsun sér- fræðingana, sem þvælast mest fyrir, úr því dauðafrosti sem hún er í. Það væri að minnsta kosti frysta skrefið. Morgunblaðið/Kristinn 1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.