Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Page 50
Viðtal
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013
Þ
etta er Baðhúsið eins og mig
dreymdi alltaf um,“ segir Linda
Pétursdóttir, eigandi Baðhússins,
en nýlega gerði hún samning við
fasteignafélagið Regin sem felur
í sér að Baðhúsið flytur í nýtt húsnæði í
Smáralind í Kópavogi seinna á þessu ári.
Áætlað er að starfsemi Baðhússins í Smára-
lind hefjist í desember í glæsilegu og rúm-
góðu húsnæði. „Ég stofnaði Baðhúsið fyrir
tuttugu árum og það hefur verið í sextán ár
í Brautarholti og það er gaman að fara á
nýjan stað,“ segir Linda. „Í nýja húsnæðinu
er allt glænýtt og við þurfum ekki að laga
okkur að húsnæðinu heldur er það lagað að
okkar þörfum. Þetta er búið að vera langt
og strangt ferli og það er mikill sigur að ná
þessum samningi.“
Þú ert búin að reka Baðhúsið í tuttugu
ár. Þegar þú stofnaðir fyrirtækið vissirðu þá
nákvæmlega hvað þú værir að gera?
„Ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Ég
var tuttugu og fjögurra ára og hafði áhuga
á heilsu og fegurð og hafði unnið í þeim
geira sem fegurðardrottning og fyrirsæta og
mig vantaði eitthvað að gera og ákvað því
að stofna fyrirtæki. Ef ég hefði vitað hvað
væri framundan næstu árin er ég ekki viss
um að ég hefði farið út í slíkan rekstur, en í
dag er ég gríðarlega fegin að ég tók slaginn.
Reksturinn er bæði vinna mín og áhugamál.
Rekstrarumhvefið hefur stundum tekið á
og það þarf oft mikla lagni og útsjónarsemi
til að hlutirnir gangi upp. Í dag þarf að hafa
miklu meira fyrir að útvega fjármagn til
framkvæmda og breytinga en áður og þá
reynir á persónulega styrkleika. Ég er eini
eigandinn og er vakin og sofin yfir fyrirtæk-
inu sem er opnað sex á morgnana og lokað
klukkan tíu á kvöldin. Stundum hugsa ég
með mér að það væri gott að hafa félaga
sem gæti stutt við bakið á mér þegar ég
þarf á því að halda en ég hef engan annan
en sjálfa mig. Lífið hefur kennt mér að
styrkur minn eykst þegar ég tekst á við
hlutina, hvort sem það er að vera einstæð
móðir eða atvinnurekandi með fjörutíu
manns í vinnu. Það er mikilvægt að tapa
ekki trú á sjálfum sér þegar á móti blæs.
Munurinn á mótlæti og meðbyr er sá að
hlutirnir taka lengri tíma í mótlæti. Þá er
um að gera að vera staðfastur, með skýr
markmið og gefast ekki upp heldur halda
áfram.“
Finnst Gróa á Leiti frábær
Hver var erfiðasti tíminn í rekstrinum?
„Reksturinn var erfiður eftir kreppu og
ég finn að margir hafa mun minna á milli
handanna en áður. En á móti kemur að eftir
kreppu fór fólk að huga betur að heilsunni
og fljótlega varð gífurleg aukning hjá mér
og fyrirtækið hélt áfram að blómstra. Við
viljum öll vera við góða heilsu því án heils-
unnar býður lífið ekki upp á mjög mikið.
Íslendingar eru mjög duglegir að hugsa
um sig og áhugi á heilsu og útliti hefur auk-
ist með árunum. Fyrir tuttugu árum var al-
gengt að fólk segði upp kortunum sínum á
sumrin en í dag er líkamsrækt hluti af lífs-
stíl. Fólk veit að til þess að láta sér líða vel
þarf það að hugsa um heilsuna, bæði and-
lega og líkamlega. Það er líka hluti af sjálfs-
virðingu að hugsa vel um sig. Þær konur
sem koma í Baðhúsið eru ekki þar til að
sýna sig fyrir karlmönnum heldur koma ein-
vörðungu fyrir sjálfar sig. Þær eru þarna til
að bæta heilsu sína og eiga samfélag við
aðrar konur. Þetta er ekki kjötmarkaður.“
Gagnrýni á fegurðarsamkeppni hefur ver-
ið áberandi undanfarin ár. Sérð þú eftir að
hafa farið í fegurðarsamkeppni?
„Nei, alls ekki. Ég vil helst ekki tengjast
þessari umræðu því mér finnst hún á svo
lágu plani. Það sem ég vil segja í sambandi
við þetta er að mér finnst furðulegt að kon-
ur sem eru að berjast fyrir réttindum
kvenna kjósi á sama tíma að fara gegn kon-
um sem taka aðrar ákvarðanir en þær sjálf-
ar og tala niður til þeirra. Mér finnst það
ekki rétt og er ósammála þeirri aðferð. Mér
finnst að hver og einn einstaklingur eigi að
ráða sínu lífi og hvaða leiðir viðkomandi
kýs.“
Þú ert þekkt kona og færð mikla athygli
og það er örugglega mikið horft á þig hvert
sem þú kemur. Finnst þér það óþægilegt?
„Ef ég væri að velta því fyrir mér hvað
fólk hugsaði um mig myndi ég örugglega
sturlast. En ég kippi mér ekki upp við það.
Mér finnst Gróa á Leiti frábær.“
Af hverju?
„Meðan fólk hefur mig og aðra til að tala
um þarf það ekki að líta í eigin barm og
huga að sjálfu sér. Það er sjálfsagt þægilegt
fyrir suma.“
Hvernig er fyrir alheimsfegurðardrottn-
ingu eins og þig að eldast?
„Mér finnst gott að þroskast og mér líður
vel í eigin skinni. Það er hluti af lífsstíl mín-
Á réttum
stað í lífinu
LINDA PÉTURSDÓTTIR UNDIRBÝR AÐ FLYTJA BAÐHÚSIÐ
Í SMÁRALINDINA. Í VIÐTALI RÆÐIR HÚN MEÐAL ANNARS UM
FYRIRTÆKJAREKSTUR, GRÓU Á LEITI OG GILDIN Í LÍFINU.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* „Hamingjan er að safna góðum minningum oghafa alltaf eitthvað að hlakka til. Ég hef einlæga löngun til að vera ærleg manneskja“.
RÝMINGARS
ALA
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
1
3
2
4
0
9 VEIÐIVÖRUR50%AFSLÁTTUR AF
ÖLLU
FRÁ LOOP