Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 Systurnar Sara og Svanhildur Vilbergsdætur opna sýningu í Listasal Mosfellsbæjar á laug- ardag klukkan 15. Sýninguna kalla þær „Veislu í farangrinum“ og er hún afrakstur vinnustofudvalar í Gammel Have á Fjóni í fyrravor. Þar máluðu systurnar á sex fer- metra striga mynd af foreldrum sínum og af- komendum þeirra í garðveislu. Eftir heim- komuna hafa þær síðan unnið úr minningum frá Danmerkurdvölinni. Á sýningunni verða einnig myndbönd sem Eiríksína Kr. Ásgríms- dóttir hefur unnið af gjörningnum þeirra og tilurð verkanna. Árið 2012 var fyrsta einkasýning þeirra „Systrasögur – tvíhent á striga“ sett upp í Listasafni ASÍ og síðar í Listasafni Ísafjarðar. VEISLA Í FARANGRINUM SYSTRASÝNING Svanhildur og Sara Vilbergsdætur í vinnustof- unni við flennistór verk með ættingjum þeirra. Hlíf Sigurjónsdóttir og Joshua Pierce leika sjö sónötur Mozarts á tvennum tónleikum. Á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á sunnudagskvöld leika Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Joshua Pierce píanóleikari síð- ustu þrjár Mannheim-sónötur Mozarts. Þær fyrstu fjórar fluttu þau við góðar undirtektir í safninu fyrr í vikunni. Mozart samdi són- öturnar rúmlega tvítugur og telja margir þær hans fyrstu „fullorðins-sónötur“. Sjaldgæft er að allar sónöturnar séu leikn- ar saman, eins og gert er á þessum tvennu tónleikum. Samhliða tónleikunum hljóðritar Stúdíó Sýrland flutning Hlífar og Pierce til út- gáfu hjá MSR-Classics í Bandaríkjunum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. ÞRJÁR SÓNÖTUR MOZARTS HLÍF OG PIERCE Undanfarin ár hefur 002 Gallerí verið starfrækt á heimili Birgis Sigurðssonar, rafvirkja í Hafnarfirði. Það færir nú út kvíarnar með opnun á sýningu á verkum Jóns Laxdal myndlist- armanns á heimili myndlist- armannana Jóhanns Lud- wigs Torfasonar og Ragnhildar Jóhanns á Sundlaugavegi 10 í Reykjavík, á laugardag klukkan 16. Jón hefur um árabil verið virkur í menning- arstarfi á Akureyri og hefur haldið á þriðja tug einkasýninga, heima og erlendis. Um fimmtíu listamenn hafa sýnt í 002 Gall- eríi til þessa, þar sem þeir hafa tekið yfir heim- ili Birgis sem hefur flutt búslóðina út á meðan. Að þessu sinni leitar listin upp á veggi heimilis Jóhanns og Ragnhildar. Sýningin verður einnig opin á sunnudag kl. 14 til 17 og um næstu helgi á sama tíma. 002 FÆRIR ÚT KVÍARNAR JÓN Í STOFUNNI Jón Laxdal Jóhanna Kristín Yngvadóttir Hraunfjörð myndlistarkona vakti um-talsverða athygli fyrir listsköpun sína en hún lést langt fyriraldur fram, einungis 37 ára gömul, árið 1991. Á laugardag klukkan 15 verður opnuð í Gerðarsafni yfirlitssýning á verkum hennar og kallast „Kona málar konur“. Sýningarstjórar eru Guð- björg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, og Guðrún Atla- dóttir, hönnuður og menningarmiðlari, sem er bróðurdóttir listakon- unnar. Á sýningunni gefur að líta 45 verk, sem ýmist eru í opinberri eigu eða einkaeigu. Jóhanna Kristín átti við heilsuleysi að stríða og spannaði starfs- ferill hennar aðeins um tíu ár. Fyrstu einkasýninguna hélt hún árið 1983 í Nýlistasafninu, þar sem gaf að líta stór olíumálverk. Sýningin hlaut jákvæðar viðtökur og góða gagnrýni. Einn gagnrýnandi taldi að hér væri kominn fram málari af slíkri stærðargráðu að furðu sætti um svo unga manneskju og hún hefði með verkum sínum haslað sér völl í fremstu víglínu listamanna hér. Næstu ár dvaldi Jóhanna Kristín á Sikiley, á Grænlandi og í Svíþjóð. Hún hélt nokkrar einkasýningar og tók þátt í samsýningum heima og erlend- is. Um listakonuna segir Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur meðal annars í sýningarskrá: „Í íslenskri listasögu skipar Jóhanna Kristín veglegan sess sem fulltrúi hins fígúratíva expressjónisma og sem konan sem málaði konur. Dýpt og einlægni í túlkun einkenna verk hennar, sem eru máluð af miklu öryggi og krafti. Hún skapaði af sannfæringarkrafti áleitin verk sem vekja erfiðar spurningar.“ Guðrún Atladóttir hefur gert heimildamynd um listakonuna sem ber heitið Svartur er litur gleðinnar. Á sýningunni verður sýnd styttri mynd Guðrúnar sem fjallar um listsköpun Jóhönnu Kristínar. YFIRLITSSÝNING Á VERKUM JÓHÖNNU KRISTÍNAR Dýpt og einlægni Eitt verka Jóhönnu Kristínar á sýningunni í Gerðarsafni nefnist Tvær kon- ur. Verk henar einkennast af ólgandi pensilstrokum og miklum krafti. JÓHANNA KRISTÍN YNGVADÓTTIR HRAUNFJÖRÐ LÉST 37 ÁRA GÖMUL EN VERK HENNAR VÖKTU ATHYGLI. Menning M eð tímanum hefur teikn- ingin nær alveg tekið yfir hjá mér,“ segir Guðný Rósa Ingimarsdóttir þar sem hún stendur innan um ný verk sín á sýningu í Hverfisgalleríi, neðst á Hverfisgötu; sýningin nefnist einfaldlega Teikningar. Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði skrifar Jón B.K. Ransu að Guðný Rósa sé „listamaður sem tekst á við efnisgrunn teikningarinnar. Það liggur ekki endilega ljóst fyrir í fyrstu hvort myndir hennar séu sprottnar úr hlutveruleikanum eða séu óhlut- bundnar. Oft virðast þetta myndir af taugum eða vefjum sem liggja þvers og kruss …“ Guðný Rósa hefur búið í Belgíu í nær tvo áratugi; er búsett í Brussel ásamt eig- inmanni og þremur börnum, og sýnir reglu- lega á meginlandinu. Sjaldnar hér heima. „Ég fór utan árið 1994, þá urðum við nokkuð mörg samferða út eftir að hafa lokið myndlistarnámi hér. Og ég varð eftir,“ segir hún og brosir. Í Belgíu fór hún í framhalds- nám. „Ég hef starfað við myndlistina síðan, búsett í Brussel. Ég fór einnig í post- graduate-nám árið 2000.“ Og þá segir hún teikninguna hafa tekið yf- ir. Þessa marglaga myndheima eins og birt- ast á sýningunni. Teikning er „ekki bara“ teikning, enda heill heimur myndverka sem flokkast undir teikningar. Guðný Rósa dreg- ur ekki bara línur og form á blöð; hún klipp- ir, saumar, litar, skrifar talnarunur sem hlykkjast fínlega um flötinn, og raðar saman lögum blaða með mismunandi gegnumskini. Þessi verk eru ljóðræn og á dýptina. „Fyrst vann ég aðallega með teikningar sem skissur, þegar ég gerði mikið af textíl, en eftir 2000 hef ég tekið teikningarnar al- veg upp úr skúffunum. Það gerðist eiginlega þegar ég fór aftur í nám, kannski við flutn- ing milli vinnustofa, þegar ég fór að taka upp úr kössum og skissa og skissa. Ég sýndi teikningarnar fyrst einar og sér árið 2001.“ Hún segir margt í vinnuferlinu vera text- íltengt, eins og að hún notar að hluta hand- unninn pappír og saumar línur og form í margar teikninganna. „Ég geymi alla búta og úrklipp; allt getur orðið mér að efnivið. Ég legg til að mynda ólíka hluti saman, finnst spennandi að eitt sé undir öðru. Stundum á ég til að rúlla lit yfir tugi ónýtra teikninga og byrja síðan seinna að skrapa upp það sem kannski var varið í þar undir. Í önnur skipti sker ég pappír upp, tek úr þeim búta eða fletti þeim sund- ur.“ Hún gengur að einni teikningunni á veggnum, bendir og segir: „Það sem vantar í blaðið var upphaflega gömul teikning í skissubók sem ég er búin að fjarlægja og nota annars staðar, en ég geymdi það sem var eftir og hélt áfram með það. Ég hef jafnvel nýtt mér heimaverkefni barnanna, eins og hér má sjá.“ Hún bendir á litaðan hring sem sést í opnun á efsta laginu í einu verkinu. „Ég hirði allt mögulegt. Ómeðvitað taka börnin mín oft þátt í vinnunni.“ Þegar Guðný Rósa er spurð hvort hún sé meðvitað að reyna á þanþol teiknimiðilsins, eða hvort þetta gerist sjálfkrafa í ferlinu, segir hún að sér þyki vinnan með efniviðinn skyld hugleiðslu. „Ég sit oft við í striklotu í vinnustofunni, í allt að sjö tíma. Þetta vill þá verða eins og samtal miðilsins og mín. Í lok teikningar fer ég oft að númera hana, skrifa tölur á verkið, eins og til að eigna mér það aftur.“ Í verkunum mætast oft einhvers konar grind og regla, og hins vegar lífræn form. „Já, þetta mætist alltaf. Lífrænu formin hafa alltaf læðst í gegn, líka þegar ég var að prjóna verk hér áður. Mér finnst stundum að þau tengist íslensku landslagi, sem ég sakna. En mér finnst heimur myndanna minna verða sífellt hljóðlátari – og um leið verður erfiðara að tala um hann,“ segir Guðný Rósa eins og afsakandi. „Þetta verður sífellt einrænna ferli, hvernig ég vinn þessi verk. Þau verða æ fínlegri, meira og meira inn á við. Þau eru jafnvel illsjáanleg; sum eru meira og minna hvítt á hvítt …“ Síðast var Guðný Rósa með einkasýningu hér á landi árið 2008, í Listasafni Íslands. Hún segir það mikilvægt fyrir sig að koma heim og sýna. „Það skiptir mig miklu máli að koma reglulega heim og ég vildi gjarnan sýna oftar hér. Nú finnst mér mjög langt GUÐNÝ RÓSA INGIMARSDÓTTIR SÝNIR TEIKNINGAR Í HVERFISGALLERÍI Heimur myndanna verður sífellt hljóðlátari „ÉG GET ALDREI HENT NEINU. ENDA NÝTAST GÖMUL VERK MÉR OFT AFTUR, LÖNGU SEINNA,“ SEGIR GUÐNÝ RÓSA, SEM UM ÁRABIL HEFUR VERIÐ BÚSETT Í BELGÍU, UM MARGLAGA TEIKNINGAR SÍNAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eitt verka Guðnýjar Rósu á sýningunni, Retouch- ed wool, pappírsverk frá því fyrr á árinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.