Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 63

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 63
Skálmöld heldur barnatónleika á laugardag klukkan fjögur á Gamla Gauk. Morgunblaðið/Eggert „Það má ekkert skilja krakkana eftir út- undan. Við höfum gert þetta áður og það er alveg stórkostlega fallegt og skemmtilegt. Börn virðast vera metalhausar að upplagi,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari í Skálmöld en bandið, ásamt Dimmu og Strigaskóm nr. 42, mun spila á þungarokks- tónleikum fyrir allan aldur laugardaginn 31.ágúst á Gamla Gauk. Síðar um kvöldið verða síðan tónleikar fyrir 20 ára og eldri. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Skálmöld leikur fyrir yngstu aðdáendur sína sem eru fjölmargir. „Ég var einmitt að rifja það upp hvað mig langaði alltaf að fara á tón- leika með Strigaskóm nr. 42 [sem er uppá- halds íslenska hljómsveitin hans Snæbjörns frá upphafi] en var of ungur. Það var hreinlega ósanngjarnt. Núna, meira en 20 árum seinna, er þess vegna geðveikt að geta spilað fyrir krakkana, hafa Striga- skóna með og Dimmu að auki. Mér finnst hreinlega eins og við séum að leiðrétta gamlan misskilning með þessu. Við höldum líka verðinu niðri til að fólk ráði við að koma með alla fjölskylduna. Svo er bara bjór um kvöldið,“ segir Snæbjörn fullur til- hlökkunar. „Þetta verða síðustu tónleikarnir okkar á Íslandi um óákveðinn tíma, eftir þetta tekur við 6 vikna Evróputúr og svo beint heim í tónleika með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Ég held að það sé allra skemmtilegasta sem ég geri í heiminum að spila fyrir Ís- lendinga og það verður gaman á morgun, ég lofa – fyrir alla konur og kalla, fullorðna sem börn.“ Barnaþungarokk á Gamla Gauk 1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 63 ÞJÓÐLEIKHÚSKORT Á VILDARKJÖRUM 1 3 -2 2 4 3 – H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Arion banki býður viðskiptavinum í Vildarþjónustu Leikhúskort Þjóðleikhússins á sérstökum vildarkjörum. Veldu þér fjórar sýningar af spennandi efnisskrá Þjóðleikhússins og settu þær á Leikhúskortið þitt. Almennt kort 11.900 kr. – fullt verð er 13.900 kr. Ungmennakort fyrir 25 ára og yngri 5.900 kr. – fullt verð er 7.900 kr. Gildir á sýningar á miðvikudögum. Afslátturinn gildir ef greitt er með greiðslukorti frá Arion banka. Gildir til og með 4. september nk. Leikhúskortin fást í miðasölu Þjóðleikhússins. Miðasalan er opin alla daga milli 12 og 18 og síminn er 551 1200. Þú finnur allt um efnisskrána á leikhusid.is Freyr Alexandersson var í gær ráð- inn landsliðsþjálfari kvenna í fót- bolta. Freyr tekur við landsliðsþjálf- arastarfinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem tók þá ákvörðun að hætta eftir sjö ára farsælt starf. Freyr er einn allra efnilegasti þjálf- ari landsins og hefur mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Stýrir hann Leikni frá Breiðholti af festu. Freyr er stjúpsonur Hans Steinars Bjarnasonar, íþróttafrétta- manns á Ríkissjónvarpinu, og fær RÚV því væntanlega góðan aðgang að nýja landsliðsþjálfaranum. Freyr stýrði Val til Íslandsmeist- aratitla í kvennaboltanum. Morgunblaðið/Eggert Freyr og Hans Steinar Gríðarleg eftirvænting er fyrir tón- leikum hljómsveitarinnar Of Mon- sters and Men, sem haldnir verða á Vífilsstaðatúni í dag. Má búast við margmenni þrátt fyrir óhagstæða veðurspá. Ókeypis verður á tón- leikana en engin bílastæði eru held- ur fríar strætóferðir að túninu. Eftir tónleikana mun bandið fá kærkomna hvíld en hljómsveitin er búinn að spila á yfir 100 tónleikum á þessu ári. Þegar herlegheitunum er lokið mun Ragnar Þórhallsson söngvari halda til Danmerkur þar sem kær- asta hans býr og slaka á. Ragnar slær á létta strengi. Morgunblaðið/Golli Ragnar til Danmerkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.