Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 30
✝ Björn Stef-ánsson fæddist í
Reykjavík 11. jan-
úar 1925. Hann lést
á heimili sínu 13.
september 2013.
Foreldrar hans
voru Stefán Björns-
son, f. 27. desember
1875, d. 7. sept-
ember 1944, og Sig-
ríður Jónína Ein-
arsdóttir, f. 26.
febrúar 1899, d. 25. apríl 1985.
Alsystkini Björns voru Einar og
Jóhanna. Þau eru bæði látin.
Hálfbróðir samfeðra var Kjartan
sem er látinn.
27. desember 1947 kvæntist
Björn Helgu Kristinsdóttur, f.
22. ágúst 1927, d. 21. júlí 2006.
Þau eignuðust fimm börn, sem
eru: 1) Stefán, f. 11. ágúst 1947,
maki Anna Steina Þorsteins-
dóttir, þau eiga tvo syni. 2) Krist-
aðarmannafélags Suðurnesja,
Grágás hf., en lengst af starfaði
hann hjá Hitaveitu Suðurnesja,
eða frá 1. maí 1976 til ársloka
1995 og eftir það í lausamennsku
við útgáfu á Fréttaveitunni,
fréttabréfi Hitaveitu Suðurnesja,
í nokkur ár. Björn hafði gaman
af að safna fyndnum sögum af
fólki á Suðurnesjum og gaf þær
út í bók sem heitir Suð-
urnesjaskop, árið 2006. Björn
tók nokkurn þátt í félagsstarfi.
Hann var einn af stofnendum
Björgunarsveitarinnar Stakks
og hannaði merki sveitarinnar.
Hann var í stjórn Norræna fé-
lagsins, starfaði í Skátafélaginu
Heiðabúum og seinna í St.
Georgsgildinu, sem er fé-
lagsskapur fyrrverandi skáta og
skátavina, og sat m.a. í stjórn
heimssamtaka St. Georgsgild-
isins um sex ára skeið.
Björn verður jarðsunginn frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 25.
september 2013, og hefst athöfn-
in kl. 14. Jarðsett verður í Njarð-
víkurkirkjugarði.
inn, f. 23. júlí 1949,
sambýliskona Páley
Geirdal, hann á tvo
syni og þrjár dætur.
3) Erna, f. 14. júní
1951, maki Hjörtur
Sigurðsson, þau
eiga fjóra syni og
eina dóttur. 4)
Guðný, f. 17. janúar
1955, maki Grétar
Grétarsson, þau
eiga einn son. 5)
Höskuldur, f. 24. desember 1963,
maki Linda Björk Kvaran, hann
á tvo syni. Afabörnin eru 15,
langafabörnin 22 og eitt langa-
langafabarn.
Að loknu verslunarpófi 1945
starfaði Björn m.a. í nokkur ár
hjá Kaupfélagi Suðurnesja, þar
sem hann hitti lífsförunaut sinn.
Björn kom víða við á starfsferli
sínum. Starfaði meðal annars í
nokkur ár á skrifstofu Iðn-
Nú er pabbi farinn heim, eins
og skátarnir segja. Hann fór samt
aðeins fyrr en hann ætlaði sér, að-
eins 88 ára gamall, en hafði fyrir
skömmu sett sér það markmið að
verða að minnsta kosti 90 ára. Að
vísu tókst honum það ekki, en
hann má samt vera ánægður með
árangurinn þegar litið er yfir far-
inn veg. Ekki var pabbi nein ham-
hleypa til verka, heldur var hann
verklaginn og iðinn og vannst vel,
eins og dropinn sem holar stein-
inn. En ávallt hafði hann að leið-
arljósi að sinna því sem hann gerði
af alúð og vandvirkni og var það
hans aðalsmerki, enda var hann
m.a. eftirsóttur skrautritari og
flinkur smiður, með meiru. Við
hjónin nutum til að mynda vand-
virkni hans við uppsetningu á eld-
húsinnréttingu er við byggðum
hús okkar, en vandvirknin kom
samt ekki að fullu í ljós fyrr en
skipt var um innréttinguna mörg-
um árum síðar, en þá var svo kirfi-
lega frá henni gengið að það þurfti
að brjóta hana niður. Þá varð
mömmu að orði, „Þetta er líkt
honum Birni, það á allt að endast
að eilífu, sem hann gerir“.
Hans mesta gæfuspor í lífinu
var þegar hann kynntist mömmu,
en þau giftu sig árið 1947. Þau
voru bæði virkir skátar í Heið-
arbúum og síðan í St. Georgs gild-
inu, en þar gegndi pabbi ýmsum
trúnaðarstörfum. Í sameiningu
byggðu þau fjölskyldunni fallegt
heimili að Háholti 27 í Keflavík og
hannaði pabbi húsið og byggði
sjálfur með aðstoð mömmu, en fór
mjög óhefðbundnar leiðir í bygg-
ingu þess. Flutt var inn árið 1961
og sennilega er það með fyrstu
einingahúsum sem byggð hafa
verið hér á landi, en byggingasögu
hússins gerði hann góð skil í sam-
antekt sem hann lætur eftir sig.
Eftirminnileg eru jólaboðin í Há-
holtinu, þar sem fjölskyldan hittist
og skemmti sér undir leiðsögn
mömmu, sem stjórnaði eins og
sannur skátaforingi.
Þeir sem þekktu til pabba vissu
að hann var mikill „húmoristi“ og
naut sín vel sem slíkur við ýmis
tækifæri. Um það vitna ófáar sög-
ur fyrrverandi samstarfsfélaga
hans, en hann gat eytt drjúgum
tíma í að undirbúa einhvern grikk
í orði eða verki, sem tók menn oft
langan tíma að átta sig á og víst er
að margir áttu honum grátt að
gjalda.
Eftir að mamma andaðist 2006,
gaf pabbi út bók í takmörkuðu
upplagi um lífshlaup þeirra
beggja. Þetta var vandað rit og
hans leið til að vinna úr sorginni,
sem fylgdi honum til dauðadags.
Með þakklæti fyrir samferðina
og hinstu kveðju.
Stefán Björnsson,
Anna SteinaÞorsteinsdóttir.
Það er dýrmætt að eiga fallegar
minningar þegar einhver fellur frá
og það á ég svo sannarlega um föð-
ur minn. Það var svo margt sem
við gerðum saman, bæði með þér
og mömmu. Mér eru minnisstæð
öll ferðalögin okkar, bæði hérlend-
is og erlendis, sumarbústaðaferð-
irnar, spilakvöldin þar sem mikið
var hlegið og svo ótalmargt fleira.
Þér var margt til lista lagt og gast
gert næstum hvað sem var. Þú
varst mikill grúskari og safnari og
fórst oft ótroðnar slóðir í því sem
þú tókst þér fyrir hendur, eins og
t.d. þegar þú byggðir heimilið okk-
ar í Háholtinu. Það er merkileg
saga út af fyrir sig. Ég er þakklát
fyrir að hafa átt þig sem föður og
leiðbeinanda. Það var svo gott að
leita til þín.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Í hjarta mínu faðma ég þig og
mikið sakna ég þín elsku pabbi
minn.
Þín
Guðný Björnsdóttir.
Þegar ég minnist pabba þá
finnst mér alveg ótrúlegt hvað
hann hefur áorkað miklu. Pabbi
var dagfarsprúður hagleiksmaður,
fastur fyrir og trúr sinni skoðun.
Hann las málgagnið spjaldanna á
milli og klippti út greinar sem hon-
um fannst vert að við læsum. Hann
réði krossgátur og myndgátur af
snilld. Pabbi hafði fallega rithönd
og var góður skrautskrifari. Hann
vandaði málfar sitt og skrifaði
áfram z þótt löngu væri búið að
leggja hana niður. Hann var grúsk-
ari, listunnandi og safnari. Pabbi
gaf út tvær bækur, Suðurnesja-
skop (2006), sem fór í sölu, og
Minningarbók um mömmu (2007),
sem hann gaf afkomendum þeirra.
Á löngum starfsferli vann hann
ýmis ólík störf. Starfsferil sinn
endaði hann hjá Hitaveitu Suður-
nesja, fyrst sem skrifstofumaður
og síðar innkaupastjóri. Að auki sá
hann um og ritstýrði Fréttaveit-
unni frá upphafi, og áfram í nokkur
ár eftir starfslok. Pabbi starfaði í
ýmsum félögum. Af þeim nefni ég
Björgunarsveitina Stakk og St.
Georgsgildi skáta þar sem mamma
og pabbi áttu frábæra félaga í leik
og starfi. Pabbi teiknaði og byggði
Háholt 27 í Keflavík af mikilli elju-
semi með dyggri aðstoð mömmu.
Þar bjuggu þau um 45 ár og rækt-
uðu garðinn sinn. Þegar mamma
og pabbi voru að flytja úr Háholt-
inu spurði ég mömmu eitt sinn
hvernig pabba gengi að taka til og
pakka saman á skrifstofunni sinni.
Hún svaraði: „Honum gengur ekk-
ert, hann tekur ljósrit af öllu sem
hann hendir.“ Pabbi var lítið fyrir
að biðja um aðstoð eða kvarta,
heldur þrjóskaðist áfram. Þegar
halla fór undan fæti og líkamleg
geta minnkaði þáði hann ekki
hjálpartæki fyrr en að fullreyndu.
Fljótlega eftir að mamma féll frá
komst sú hefð á að við systkinin,
ættingjar og vinir hans hittumst í
kaffi hjá honum á sunnudögum.
Þar voru málin rædd og sagðar
sögur og fréttir úr fjölskyldunni.
Elsku pabbi, ég þakka sam-
fylgdina. Hjörtur biður að heilsa
og þakkar fyrir koníakið. Minning
um mætan mann lifir.
Þín
Erna.
Að leiðinu græna í garðshorni yst,
ég geng, þegar rökkvar um hæðir
og voga
og stjörnuljós kvikna á bláloftsins
boga.
Ég bugaður græt þig, sem nú hef
ég misst.
Nú framar ei leiðir mig, höndin þín
hlýja.
Til hvers á nú barnið þitt grátna að
flýja?
Svo hugljúfar minningar, blærinn
mér ber,
frá bernskunnar heiðu og sólríku
dögum,
sem deyjandi ómar af ljúflingalögum.
Þær líða í hug mér, sem kveðja frá
þér,
sem vaktir um nætur hjá vöggunni
minni.
Nú vaki ég dapur hjá gröfinni þinni.
Nú blundar þú rótt, undir sefgrænni
sæng.
Þú sofnaðir þreyttur og langferða-
móður.
Á dagsljós þitt andaði dauðansblær
hljóður,
þér dapraðist flug er hann snerti þinn
væng.
Nú fagnandi önd þín til upphafsins
líður,
en efninu faðmlag sitt móðir
jörð býður.
Vor tár gera oss skammsýn á
skilnaðarstund.
Og skuggi okkar sjálfra er það
myrkur, sem bugar
vort þrek, ef andinn í hæðirnar hugar,
í hjartanu birtir og gleðst okkar lund.
Sjá! Dauðinn, er áfangi á
eilífðarbrautum,
vort athvarf og lausn vor, frá
jarðneskum þrautum.
Nú kveð ég þig faðir, í síðasta sinn
og saknaðartárin ég strýk mér af
hvarmi.
En sorgarnótt myrkri skal
minningabjarmi,
sem morgunsól eyða, ég trúi,
ég finn –
þótt horfinn mér sértu – að látinn þú
lifir
í ljósanna heimi, og vakir mér yfir.
(Reinhardt Reinhardtsson eldri)
Þinn sonur,
Höskuldur Björnsson.
Það má segja að hjartað í mér
sé bæði hlaðið sorg en á sama tíma
gleði, elsku afi minn. Sorg, því ég
sakna þín, en gleði vegna þess að
nú ertu kominn á réttan stað, við
hlið eiginkonu þinnar, hennar
ömmu. Gleðinni fylgja einnig ótal
minningar sem eru mér dýrmæt-
ari en glóandi gull. Ég sé ykkur
svo skýrt fyrir mér, sitjandi í
gömlu góðu rauðu hægindastólun-
um ykkar, þarna handan við móð-
una. En það eru minningarnar
sem sitja eftir og þeim mun ég
aldrei gleyma. Portúgalsferðin,
Spánarferðin og svo ferðin til
Kaupmannahafnar að sjá litlu
langafastrákana þína. Spilakvöld-
in, sunnudagskaffið, sumarbú-
staðarferðirnar og allar þær
stundir og heimsóknir sem við átt-
um öll í Háholtinu og svo síðar á
Stekkjargötunni.
„Afi lafi, á bólakafi“ var setning
sem hékk á þér um langa tíð eftir
Portúgalsferðina, það ljómar yfir
mér þegar ég hugsa til baka og
hvað ég naut þess við hvert tilefni
að skjóta að þér þessari setningu.
Síðan er það Háholtið sem mun
alltaf eiga stóran hlut í hjarta
mínu. Það kvikna alltaf minningar
er ég ek framhjá húsinu og færa
mér ákveðinn yl í hjarta. Öll jóla-
boðin, þar sem mikið var um hlát-
ur og gleði, kjallarinn, þar sem
ófáum stundum var varið í alls
kyns ólæti hjá okkur frændunum
á harðahlaupum eftir ganginum
og í hæfilegri fjarlægð frá full-
orðna fólkinu á efri hæðinni, eld-
húsið, þar sem mikið var í sig látið
af ristabrauði með aprikósumar-
melaði, skrifstofan þín, þar sem þú
naust þín best. Ég man einnig eft-
ir því sem barn, að alltaf er ég vissi
að þið voruð að koma með í ferða-
lög, þá ljómaði ég því mér þótti
alltaf svo ótrúlega gaman að fara
með ykkur í berjamó, rífa í spilin
og leika við hann afa minn og þeg-
ar ég horfi til baka fannst mér allt-
af svo gaman að sjá hvað þið
amma náðuð vel saman og elsk-
uðuð hvort annað af einlægni og
gerið eflaust á nýjum stað.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
að hafa gefið mér þau forréttindi
að hafa átt með þér þessi 20 ár,
þau eru mér ómetanleg. Ég gæti
eytt heilu dögunum í að tala um
minningarnar en ég ætla að láta
þetta gott heita að sinni. Ég vil
enda þetta á frægu orðatiltæki
sem lýsir afa mínum hvað best:
„Eitt sinn skáti, ávallt skáti“.
Megi guðs englar vaka yfir þér
og ömmu, farvel elsku afi.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þinn dóttursonur,
Guðni Már Grétarsson.
Ég á afar fallegar og hlýjar
minningar um hann afa Bjössa,
sem iðulega var kallaður „afi í Há-
holti“ í minni barnæsku, til að-
greiningar frá „afa í Garðinum“
sem einnig hefur kvatt þennan
heim.
Ég var svo lánsöm að fá að um-
gangast afa og ömmu í Háholti
mikið sem ung stelpa og er afar
þakklát fyrir það í dag. Þangað
var alltaf gott að koma og þau
stjönuðu við mig eins og afar og
ömmur gjarnan gera. Afi og
amma voru af þeirri kynslóð sem
ræddi ekki mjög opinskátt um til-
finningar sínar í garð barna eða
barnabarna, en aldrei nokkurn
tímann efaðist ég um ást þeirra á
mér og sú ást var fyllilega end-
urgoldin.
Margar af minningum mínum
úr Háholtinu tengjast því þegar
við Gulli frændi fengum að gista
hjá afa og ömmu sem börn, en það
þótti okkur mjög spennandi. Þá
lékum við okkur allan liðlangan
daginn innan um gömlu hjónin og
nutum góðs af nærværu þeirra og
hlýju. Í kaffitímanum var síðan
alltaf boðið upp á jólaköku og ann-
að gotterí, það var fastur liður í
Háholtinu og nokkuð sem maður
gat ávallt treyst á. Ég minnist
einnig ferðanna þegar afi og
amma fóru með okkur Gulla í
sumarhúsið sem skátarnir áttu úti
á Stafnesi, en þar var mikið æv-
intýraland fyrir uppátækjasama
krakka. Og að sjálfsögðu allra
jólaboðanna sem haldin voru ár-
lega í Háholti á meðan amma lifði.
Allt eru þetta dýrmætar og ljúfar
minningar sem ég varðveiti áfram.
Ég er þakklát fyrir að afi skyldi
lifa til að hitta frumburð minn, Ás-
geir Helga, og kynnast honum lít-
illega áður en hann kvaddi. Ég
mun leggja mig fram um að segja
Ásgeiri sögur af langafa hans sem
var einstaklega vandaður og góð-
ur maður.
Ég hugsa til þín með hlýju og
þakklæti, elsku afi.
Þín
Hjördís Birna.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Brosmildur, hlýr, ljúfur, glað-
lyndur, listrænn, víðförull, fróður,
umhyggjusamur, skapgóður,
barngóður – þetta eru þau orð
sem koma upp í hugann þegar við
minnumst hans afa í Keflavík.
Við systkinin eigum margar
góðar minningar af heimili ömmu
og afa í Keflavík. Minningar um
stundir þar sem við, sem börn,
heimsóttum afa og ömmu og gist-
um þar nokkrar nætur í senn. Allt-
af tók afi á móti okkur með bros á
vör, faðmlagi og kossi á kinn.
Seinna, þegar við urðum eldri og
eignuðumst fjölskyldu, komum við
af og til við í Keflavíkinni – oft
þegar ferðinni var heitið út á flug-
völl í tímabundnar ferðir utan-
lands. Alltaf voru móttökurnar
þær sömu – bros, faðmlag og koss
ásamt dýrindis kræsingum sem
bornar voru á borð. Afi og amma
voru einnig dugleg að mæta á við-
burði hjá okkur Skaga-afleggjur-
unum og þótti okkur séstaklega
vænt um það.
Samband ömmu og afa var ein-
stakt og einkenndist af ástúð og
virðingu. Þau voru bæði skátar til
margra ára og ferðuðust víða sam-
an. Þau bjuggu sér fallegt og hlý-
legt heimili í Háholti 7, húsi sem
afi teiknaði, hannaði og byggði
sjálfur af mikilli list. Afi var mikill
listunnandi og bar heimili þeirra
ömmu þess glöggt vitni. Þar var
mikið safn listaverka eftir ýmsa
misþekkta listamenn. Við vitum
að afi missti mikið þegar amma
kvaddi og því hafa endurfundir
þeirra verið góðir þegar þau loks-
ins hittust aftur á þeim stað sem
við öll endum á einhvern tímann.
Það sem oss hefur dýrast dreymt
deyr ekki, heldur verður geymt;
eigi skal harma, engu er gleymt
– allt mun að lokum verða heimt.
Líf þitt var sem ljós á vegi
– ljós er býr í trúu starfi
það mun lifa þótt það deyi,
það er hluti af lífsins arfi.
Því skal minning þakklát skína,
því skal blessa liðið gengi:
að hafa öðlast alla þína
ást og fegurð svona lengi.
Börnin sem þú blessun vafðir þinni
búa þér nú stað í vitund sinni:
alla sína ævi geyma þar
auðlegðina sem þeim gefin var.
Þú ert áfram líf af okkar lífi:
líkt og morgunblær um hugann svífi
ilmi og svölun andar minning hver
– athvarfið var stórt og bjart hjá þér.
Allir sem þér unnu þakkir gjalda.
Ástúð þinni handan blárra tjalda
opið standi ódauðleikans svið.
Andinn mikli gefi þér sinn frið.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku besti afi, takk fyrir sam-
veruna.
Bless í bili.
Sigríður Björk og Brynjar Atli.
Það rifjast upp margar minn-
ingar þegar rita á minningargrein
og síðast en ekki síst þau fjöl-
mörgu ferðalög og samverustund-
ir sem fjölskyldan átti saman í
gegnum tíðina.
Það er ekki auðvelt að velja úr
þau atriði sem standa upp úr, þau
eru fjölmörg og eru geymd í minn-
ingunni.
Ef ég ætti að velja orð sem
lýstu þér þá væru það orð eins og
duglegur, vandvirkur, stundum
nýjungagjarn og staðfastur. Það
var fjölmargt sem þú kenndir mér
í gegnum tíðina og er ég þakklátur
fyrir það.
Ég er viss um að hún amma
hefur tekið vel á móti þér þegar þú
kvaddir jarðlífið og hlýnar mér um
hjartarætur við þá tilhugsun.
Takk fyrir mig og mína.
Björn Stefánsson jr.
Búið að banka upp á hjá mér að
skrifa til þín nokkur kveðjuorð.
Kveð ég tengdaföður minn til 18
ára. Eftir skilnað minn við son
þinn hef ég alltaf litið á þig sem
tengdapabba, kannski ekki alveg
löglegan en tengdapabba samt. Þú
varst góður kall, alltaf vel tilhafð-
ur, flottur í tauinu og virkilega fal-
legur maður – svolítill töffari. Þér
var margt til lista lagt, fórst ekki
alltaf hefðbundnar leiðir að hlut-
unum, gerðir þá eftir þínu höfði en
ekki annarra, varst ekki endilega
Björn Stefánsson HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Sofðu rótt.
Eva Björg, Eydís
Sunna og Marvin Daði.
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlis-
maður, afi og langafi,
ÓSKAR GUÐMUNDSSON,
Einarshöfn,
Eyrarbakka,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstu-
daginn 27. september kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Vinafélag Ljósheima
og Fossheima.
Esther Óskarsdóttir, Sigurður Jónsson,
Guðmundur Kr. Óskarsson, Inga Dóra Sverrisdóttir,
Díana Óskarsdóttir, Hannibal Guðmundsson,
María Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.