Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rannsóknir á súrnun haf-anna hófust á sjötta ára-tug síðustu aldar. Lítiðfór fyrir þeim í fyrstu en
breyting varð þar á við aldamótin og
hefur umfang þeirra síðan aukist.
Með súrnun hafanna er átt við
breytingar á sýrustigi sjávar vegna
aukins magns koldíoxíðs í andrúms-
lofti samfara bruna jarðefnaelds-
neytis. Þegar rætt er um aukinn
styrk koldíoxíðs í andrúmslofti er
jafnan vísað til mælinga á fjallinu
Mount Loa á Havaí. Mælingar þar
hófust árið 1957 og hefur styrkur
koldíoxíðs síðan aukist úr um 315
milljónustu hlutum í rúmlega 400
milljónustu hluta hverrar rúmmáls-
einingar andrúmslofts.
Vísindamaðurinn Richard
Feely er framarlega í flokki þeirra
sem rannsakað hafa súrnun hafanna
en hann starfar hjá starfsstöð Haf-
og loftslagsrannsóknastofnunar
Bandaríkjanna (NOAA) í Seattle.
Feely flutti erindi um súrnun haf-
anna á ársfundi Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins sem nú stend-
ur yfir í Reykjavík.
Hafa súrnað um 30%
Feely bendir á að maðurinn hafi
losað um 2.000 milljarða tonna af
koldíoxíði í andrúmsloftið frá upp-
hafi iðnbyltingar og að þar hafi höfin
drukkið í sig 550 milljarða tonna. Við
það hafi sýrustigið lækkað um 0,1
pH-gildi að meðaltali, sem jafngildi
30% aukningu í sýrustiginu. Til fróð-
leiks er pH-gildi vatns 7 og á bilinu
7,7-8,3 í sjó. Því lægra sem gildið er,
þeim mun súrara.
Að sögn Feelys er því spáð að
styrkur koldíoxíðs í lofti verði á
bilinu 550-1.000 milljónustu hlutar
við lok aldarinnar. Þá sé áætlað að
næstu 500 til 1.000 ár muni höfin
drekka í sig 80-85% af koldíoxíði sem
er tilkomið vegna bruna jarðefna-
eldsneytis. Feely segir hringrás
heimshafanna taka 1.600 ár sem sé
lítið í samanburði við þær tugþús-
undir ára, jafnvel hundrað þúsund
ár, sem það taki fyrir höfin að ná
sýrustiginu aftur í það horf sem það
var fyrir iðnbyltinguna. Stærstur
hluti koldíoxíðs í höfunum sé á innan
við 500 metra dýpi og magn þess
mest þar sem sjórinn er kaldur, þ.e. í
Norðurhöfum annars vegar og Suð-
urhöfum hins vegar. Breytingarnar
séu því mestar þar.
Spurður hvaða áhrif hækkandi
sýrustig hafi haft á lífríki hafsins
tekur Feely dæmi af skelfiskiðnaði á
vesturströnd Bandaríkjanna.
Verulegir hagsmunir í húfi
Ostruræktun veltir um 110
milljónum dala á ári og skelfiskiðn-
aðurinn í Bandaríkjunum samanlagt
um tveimur milljörðum dala.
Því hafi það valdið miklu tjóni
er breytingar á sýrustiginu drógu úr
framleiðslunni á vesturströndinni og
var sá vandi leystur með því að
blanda natrín-karbónati út í súran
sjóinn í tönkunum þar sem ræktunin
fór fram. Við það hafi sýrustigið
hækkað og framleiðslan aukist á ný.
Spurður hvort súrnun hafanna
ógni skelfiski í höfunum segir Feely
að vísbendingar séu um að súr-
ari sjór geri skelfiski erfitt fyr-
ir, þ.m.t. humri, ostrum og
hörpuskel. Þá geti súrari sjór
haft áhrif á hegðun fiska og
nefnir Feely í því efni rann-
sóknir í Ástralíu sem
sýnt hafi fram á að
trúðfiskar tóku að
synda í átt til ránfiska
en ekki frá þeim,
vegna brenglunar í
taugakerfinu af völd-
um súrari sjávar.
Höfin talin munu
súrna á öldinni
AFP
Kórallar Súrnun hafanna er talin munu hafa ýmsar afleiðingar.
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eins og jafn-an á þess-um tíma
árs bíða margir
spenntir eftir að
sjá frumvarp til
fjárlaga. Spennan
stafar sjaldnast af því að
menn búist við stórum pakka
frá ríkinu, þó að einhverjir
geri það ef til vill nú, en
miklu frekar hinu gagnstæða.
Þetta má sjá af umræðunni
þar sem þeir sem treysta á
fjárframlög ríkisins, einkum
stofnanir þess, vekja athygli
á þröngum kosti og nauðsyn
þess að bæta í eða að minnsta
kosti að framlög séu ekki
skorin frekar en orðið er.
Einn helsti vandi rík-
isrekstrarins er að hann hef-
ur mikla tilhneigingu til að
þenjast út og að erfitt er að
taka í taumana, stöðva út-
þensluna eða vinda ofan af
henni. Þess vegna er mik-
ilvægt fyrir ríkisvaldið að
taka afstöðu til þess hvað það
vill gera og hversu mikið, það
er að segja að forgangsraða.
Vinstristjórnin sem kenndi
sig við velferð virðist hafa
haft forgangsröðun sem á
ekkert skylt við velferð. Í
skýrslu Hagfræðistofnunar
um þróun ársverka hjá ríkinu
á árunum 2007-2011 kemur í
ljós að þeim fjölgaði um tæp
tvö hundruð. Þrátt fyrir
þetta fækkaði um rúmlega
þrjú hundruð ársverk hjá vel-
ferðarráðuneytinu og árs-
verkum fækkaði mest hjá
Landspítalanum. Á sama
tíma fjölgaði verulega í fjár-
málaráðuneyti, efnahags- og
viðskiptaráðuneyti og í um-
hverfisráðuneyti. Þetta er af-
skaplega sérkennileg for-
gangsröðun
velferðarstjórnar og sýnir vel
hve stjórnvöld geta misst
tökin á því verkefni sem þau
sjálf segjast vilja taka sér
fyrir hendur.
Þó að fáar ríkisstjórnir fari
svo öfugt í hlutina miðað við
yfirlýst markmið og áform
glíma fleiri við vanda þegar
kemur að því að taka á um-
svifum ríkisins. Og þetta ein-
skorðast ekki við Ísland held-
ur er þetta þekkt vandamál
um allan heim.
Hér á landi var til að
mynda á dögunum stofnandi
samtaka skattgreiðenda í
Bretlandi, Matthew Elliott,
sem sagði frá því hvernig
vöxtur ríkisvaldsins þar í
landi hefði á liðnum árum ýtt
undir skattahækkanir sem
farnar væru að þrengja veru-
lega að almenn-
ingi. Engu að síð-
ur væri
fjárhagsstaða rík-
isins slæm.
Íslendingar
þekkja þetta vel. Í
tíð „velferðarstjórnarinnar“
hækkuðu skattar upp úr öllu
valdi en fjárhagur ríkisins
batnaði ekki eins og fullyrt
var að hann mundi gera.
Ástæðan er einkum sú að
með hækkandi sköttum dreg-
ur úr fjárfestingum og krafti
atvinnulífsins og einstakling-
arnir halda að sér höndum.
Fyrst um sinn tókst þeim að
draga úr högginu af hækk-
andi sköttum með því að
ganga á sparnað sem átti að
létta elliárin og ríkið naut
þess einnig um sinn. Þegar sá
sparnaður er horfinn í hítina
standa skattahækkanirnar
einar eftir og í stað þess að
atvinnu- og efnahagslíf sé á
góðri siglingu upp úr öldu-
dalnum eru vísbendingar um
áframhaldandi erfiðleika
framundan.
Eins og að framan sagði
bíða menn sjaldan eftir
stórum pökkum frá ríkinu
þegar fjárlagafrumvarpið
birtist og fátítt er að skatt-
greiðendur geri sér miklar
vonir um að hliðrað verið til í
þeirra þágu. Og þeir eru ekki
hávær þrýstihópur hér á
landi og gleymast allt of oft
með þeim afleiðingum sem að
ofan er lýst.
Eftir rúmlega fjögur ár af
rangri efnahagsstjórn, óhóf-
legum skattahækkunum og
öfugri forgangsröðun er lík-
legt að fleiri bíði spenntir eft-
ir fjárlagafrumvarpinu nú en
gengur og gerist. Miklu
skiptir hvernig stjórnvöld
forgangsraða í frumvarpinu
og þar skiptir tvennt mestu
máli. Annars vegar að út-
gjöldum ríkisins verði for-
gangsraðað í þágu grunn-
þjónustunnar og að horfið
verði frá forgangsröðun
vinstri velferðarinnar sem
gert hefur grunnstoðum sam-
félagsins nægt ógagn.
Hins vegar að forgangs-
raðað verði í þágu skattgreið-
enda, sem er forsenda þess
að hér geti á ný hafist vaxt-
arskeið og lífskjarabati. Án
þeirrar forgangsröðunar
munu landsmenn enn um
sinn, jafnt í fyrirtækjum sem
á heimilum, halda áfram að
næra sig á útsæðinu. Mat-
arvenjur af því tagi hafa
óhjákvæmilega neikvæðar af-
leiðingar til framtíðar litið.
Enn meiri spenna
ríkir vegna fjárlaga-
frumvarpsins nú
en oftast áður}
Fjárlagafrumvarp
og forgangsröðun
É
g gleymi því seint þegar ég fékk
taugaveikibróður, þá nýstiginn
uppúr beriberi og mýrarköldu
þar á undan. Mér fannst það
reyndar hálfaumingjalegt að fá
bara taugaveikibróður, það hlyti að vera
magnaðra að fá taugaveiki en bróður hennar,
en tók gleði mína að nýju þegar ég fékk gulu
og Lyme-sjúkdóm í framhaldinu.
Alla þessa sjúkdóma hafði ég af bókum,
eins og Bakteríuveiðum eftir Paul De Kruif og
Undir gunnfána lífsins eftir Milton Silverman,
sem segja frá glímu lækna og vísindamanna
við óttalega sjúkdóma, en í þannig bókum lá
ég þegar ég var krakki og las mér til mikillar
ánægju.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þar sem ég
fletti ónefndri nýútkominni metsölubók, þar
sem safnað hefur verið saman allskyns fróðleik um fjölda
alvarlegra sjúkdóma, stóralvarlegra sjúkdóma, sem
flestir eru eiginlega merkilegastir fyrir það að læknavís-
indin hafa aldrei heyrt þeirra getið. Annað sem gerir
þessa sjúkdóma merkilega er að lækningar við þessum
sjúkdómum eru langt frá því sem maður myndi annars
kalla lækningar, felast aðallega í því að kaupa allskyns
bætiefni og vítamín og andoxunarefni og ofurfræ og svo
framvegis og svo framvegis. (Segir sitt að þeir sem upp-
götvað hafa þessa sjúkdóma eru flestir einmitt að selja
lækningu við þeim – nema hvað.)
Legíó af slíkum bókum hefur komið út hér
á landi á síðustu árum, frumsamdar og þýdd-
ar, og netið er óendanleg uppspretta sjúk-
dóma. Oftar en ekki eru fræðin frá ein-
hverjum sem hefur uppgötvað „sannleik“
sem gengur þvert á viðurkennda þekkingu,
oft frá læknum sem passa sig á að nafn þeirra
sé ekki birt opinberlega án þess að dr. sé
skeytt fyrir framan (nokkuð sem étið er upp
af þeim sem útbreiða fræðin hér á landi og
átta sig ekki á því í sínum kjánagangi að dr.
er öðruvísi notað í íslenski málhefð en
enskri).
Bækurnar sem ég nefndi í upphafi, Bakt-
eríuveiðar og Undir gunnfána lífsins, eru
uppfullar af gleði í frásögn sinni af þrekvirkj-
um vísindamannanna og bjartsýni á það
hvert læknavísindin muni skila okkur. Bæk-
ur, og vefpistlar, af þeirri gerð sem ég nefndi síðar eru
aftur á móti uppfullar af rangfærslum og misskilningi á
vísindalegum aðferðum, útúrsnúningi á hugtökum og af-
bökun á þekkingu. Sífellt er hamrað á því að Vest-
urlandabúar þjáist af krónískum velmegunarsjúkdóm-
um, að við séum öll meira og minna veik, en staðreyndin
er sú að mannkyn hefur aldrei verið eins vel á sig komið,
jafn margir haft í sig og á, verið heilbrigðari og lífslíkur
verið hærri. Vissulega þarf víða að gera betur, en miss-
um ekki sjónar á því sem þegar hefur áunnist um leið og
við höfnum ruglinu. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Handbækur í rugli
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Feely segir að rannsóknir á af-
leiðingum súrnunar hafanna
séu á frumstigi. Því sé ekki
hægt að fullyrða hvaða áhrif
það muni hafa á allar lífverur í
höfunum ef höfin haldi áfram
að súrna. Þannig sé ekki
óhugsandi að sumar tegundir
muni jafnvel þrífast betur,
enda búi lífverur yfir aðlög-
unarhæfni. Það eigi þó líklega
ekki við sumar skelfiskteg-
undir.
Hann telur aðspurður að
súrnun hafanna geti haft
áhrif á dreifingu fiski-
stofna. Loks sé því spáð
að súrnun hafanna geti
dregið úr vexti kóralla um
30-60%. Það geti haft
afleiðingar enda
séu kóralrif
heimkynni að
minnsta kosti
fjórðungs fisk-
tegunda í haf-
inu.
Sumar gætu
þrifist betur
ÁHRIFIN Á TEGUNDIR
Richard Feely