Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Eftir að skrifað var undir verksamninga 1. febrúar sl. vegna Vaðlaheiðarganga þurfa vertakar að fá til landsins bora og ýmsan annan sér- hæfðan búnað sem kostar háar fjár- hæðir. Þremur árum áður en fyrrverandi flugmaður, Tryggvi Helgason, kynnti fyrstur manna hugmyndina um jarðgöng undir Vaðlaheiði var í tíð Jóhanns Hafstein, þáverandi iðn- aðarráðherra, borin fram á Al- þingi tillaga um stóriðju við Eyja- fjörð. Á undanförnum árum hafa Vaðlaheiðargöng tengst áformum um atvinnuuppbyggingu á Eyja- fjarðarsvæðinu og síðar við Skjálf- andaflóa sem Steingrímur J. and- mælir. Lagt var til á sínum tíma að farið yrði með göngin undir heiðina í beinu framhaldi af Leiru- veginum samhliða enn styttri göngum undir Vaglafjall sem hefðu komið út í Ljósavatnsskarði, þegar hugmyndir um vatnsafls- virkjun voru kannaðar. Til og frá höfuðstað Norðurlands hefði stytt- ing hringvegarins þá orðið 25-30 km. Nú verður hún 15 km þar sem staðsetning gangamunnans er ákveðin í 60-70 m hæð gegnt Ak- ureyri og sunnan við Skóga í Fnjóskadal í 160 m.y.s. Þetta þýð- ir að Húsavík og Akureyri komast aldrei nálægt því að mynda eitt samfellt atvinnusvæði þegar blind- bylur, snjóþyngsli og snjóflóð í Ljósavatnsskarði og Dalsmynni komast í fréttirnar eins og mörg dæmi eru til um. Allar tilraunir til að koma byggðunum við Skjálf- andaflóa og á Eyjafjarðarsvæðinu inn á eitt samfellt atvinnusvæði hafa verið eyðilagðar eftir að hug- myndin um að taka Vaðlaheið- argöng samhliða styttri göngunum undir Vaglafjall var endanlega af- skrifuð. Til þess sá jarðfræðing- urinn úr Þistilfirði þegar hann andmælti allri atvinnuuppbygg- ingu við Skjálfandaflóa. Þannig eyðileggur Steingrímur J. allar forsendur fyrir arðsemismati Vaðlaheiðarganga sem hann vill troða fram fyrir önnur þarfari verkefni á Vestfjörðum, Mið- Austurlandi og í Suðurkjördæmi. Um 32 þúsund ökutæki eru í um- ferð á Norðurlandi eystra. Þar stendur einkaframkvæmd aldrei undir sér með innheimtu vegtolla. Í grein sem Kristján Lárus, þing- maður Norðausturkjördæmis, skrifaði í Morgunblaðið 1 febrúar sl. kom hvergi fram hvað með- alumferð í gegnum Vaðlaheið- argöng þarf að vera mikil á sólar- hring til þess að veggjald á hvern bíl standi undir launum starfs- manna, afborgunum, vöxtum, við- haldskostnaði og fjármögnun ganganna sem verður alltof áhættusöm. Skammarlegt er að engin svör skuli fást þegar þing- menn Norðausturkjördæmis eru spurðir að því hve margir bílar séu í umferð á öllu Eyjafjarð- arsvæðinu og í Þingeyjarsýslum. Meðalumferð milli Fnjóskadals og Akureyrar um Vík- urskarð sem er á bilinu 1200-1600 bílar á dag réttlætir ekki innheimtu veggjalds á hvert ökutæki án þess að ráðist verði af full- um krafti í uppbygg- ingu atvinnuveganna á Eyjafjarðarsvæðinu og í sveitunum austan Vaðlaheiðar. Í stað þess að taka veggöng- in undir Vaðlaheiði í beinu framhaldi af Leiruveginum hefur tekist að afskræma allar for- sendur fyrir sameiningu sveitarfé- laganna í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði með því að ákveða gröft ganganna nálægt Hallandsnesi gegnt Akureyri og sunnan við Skóga í Fnjóskadal. Þarna breytir 15 km stytting milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals engu þegar veg- irnir í Ljósavatnsskarði og Vík- urskarði lokast vegna illviðris- og snjóþyngsla. Á sama tíma geta borist fréttir af því að Dalsmynni lokist vegna snjóflóðahættu. Margir heimamenn á Akureyri, í sveitunum við Eyjafjörð og austan Vaðlaheiðar hafa áhyggjur af því að alltof fáir bílar séu í umferð á þessu svæði til þess að hægt sé að fjármagna svona rándýrt sam- göngumannvirki með 1000 króna vegtolli á hvern bíl þegar með- alumferðin í Víkurskarði er borin saman við þann heildarfjölda öku- tækja sem fer daglega í gegnum Hvalfjarðargöngin, um Suður- landsveg og höfuðborgarsvæðið. Norðan heiða hafa of margir heimamenn líka áhyggjur af því að fyrirtæki í fámennum sveit- arfélögum ráði aldrei ein og sér við fjármögnun samgöngu- mannvirkja í formi vegtolla verði þau 10 sinnum dýrari en Hval- fjarðargöngin. Engin skynsemi er í því að réttlæta rándýrar fram- kvæmdir á landsbyggðinni þótt Akureyri sé nú orðin segull norð- urslóðavísinda. Eftir Guðmund Karl Jónsson » Á undanförnum árum hafa Vaðla- heiðargöng tengst áformum um atvinnu- uppbyggingu á Eyja- fjarðarsvæðinu. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Áhættusöm fjármögnun Vaðlaheiðarganga Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Gildir mánudaga og þriðjudaga til 12. nóvember. Fordrykkur 5 rétta óvissuferð úr sushi- og sambaeldhúsi Eftirréttur MOGGAKLÚBBUR 2 fyrir 1 af Sushisamba-matseðli – blanda af suður-amerískri og japanskri matargerð KORTIÐ GI LDIR TIL 30. septemb er 2013 RA FYRIR Á SKRIFENDU R – MEIMOGGAKLÚ BBURINN Sushisamba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík sími 568 6600 • sushisamba.is Vinsamlega framvísið Moggaklúbbskortinu við komu á Sushisamba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.