Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á stjórnarfundi SORPU á mánudag voru rædd drög að rekstraráætlun fyrir gas- og jarðgerðar- stöð þar sem unninn yrði heimilisúrgangur. Áætl- unin hefur einnig verið kynnt fjármálastjórum sveitarfélaga, sem eiga aðild að SORPU. Ákvörðun liggur hins vegar hvorki fyrir um hvar stöðin verð- ur reist, né hvenær verður ráðist í þessa rúmlega tveggja milljarða króna framkvæmd. Að sögn Björns H. Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra SORPU, er beðið eftir ákvörðun eigenda um staðsetningu. Í áætlunum er gert ráð fyrir að stöðin verði í Álfsnesi og segist Björn telja að sú staðsetning einfaldi skipulagsvinnu og minnst rask verði með því að velja stöðinni stað þar. Íbúar í Leirvogstungu hafa kvartað vegna lyktar frá sorpurðun fyrirtækisins og segist Björn telja að gas- og jarðgerðarstöð sé lausnin á því vandamáli. Lagaskylda á sveitarfélögunum Í rekstraráætlun SORPU fyrir árin 2014-2018 er gert ráð fyrir að byrjað verði á framkvæmdum við stöðina á næsta ári og þeim ljúki á þremur ár- um. Fyrirvari er í áætluninni um samþykki eig- enda og verkefninu hefur margsinnis verið frestað, fyrst vegna efnahagskreppu og síðan vegna þess að ákvörðun um staðarval liggur ekki fyrir. Að mati Björns er brýnt að framkvæmdir dragist ekki úr hömlu þar sem lagaskylda hvílir á sveitarfélög- unum að draga úr urðun á lífrænum úrgangi auk þess sem vinna þurfi á lyktarkvörtunum. Gas á 3.500-4.000 smábíla Miðað er við að gas- og jarðgerðarstöðin geti annað framleiðslu á metangasi fyrir ígildi 3.500- 4.000 smábíla. Núna er sorpið urðað og framleiðir SORPA metangas fyrir ígildi um tvö þúsund smá- bíla úr þeim lífræna úrgangi sem er urðaður. Eins og staðan er núna fer allt óflokkað heim- ilissorp á höfuðborgarsvæðinu, og þar með talinn lífrænn úrgangur, til urðunar í Álfsnesi, alls um 30 þúsund tonn á ári. Beðið ákvarðana um stað og hvenær hafist verður handa  Áætlað að kostnaður við gas- og jarðgerðarstöð verði rúmlega tveir milljarðar Morgunblaðið/Styrmir Kári Álfsnes Íbúar í Leirvogstungu hafa kvartað yfri lykt frá sorpurðun. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íbúar á Álftanesi hafa beðið lengi eftir úrbótum á Álftanesvegi sem þykir hættulegur á veturna. „Fyrir mitt leyti snýst þetta um öryggi veg- farenda. Á veginum er blindhæð og sveigjur sem gera hann hættulegan í hálku og snjó,“ segir Margrét S Ólafsdóttir, íbúi á Álftanesi. Miklar deilur hafa verið um lagn- ingu Álftanesvegar og vilja náttúru- verndarsinnar ekki að vegurinn verði færður í norður og liggi við mörk Garðahrauns og Gálgahrauns. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að færsla vegarins hafi verið samþykkt í aðalskipulagi bæjarins, m.a. með umferðaröryggi að leiðarljósi og væntingar íbúa á svæðinu um veginn. Framkvæmdir haldi því áfram þangað til dómstólar segi annað. „Aðalskipulagið hefur farið í gegnum alla ferla og verið er að starfa miðað við þá úrskurði sem hafa verið felldir fram að þessu. Dómstólar verða að dæma um það hvort hætt verði við verkið eða ekki og við munum virða niðurstöðuna, hver sem hún verður,“ segir Gunnar. Opið bréf til ráðherra Skúli Bjarnason hæstaréttarlög- maður sendi Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innanríkisráðherra í gær opið bréf fyrir hönd Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvestur- lands og Hraunavina vegna vega- framkvæmda sem standa yfir í Gálgahrauni. „Það var leitað stíft eftir því í gær að fá fund með ráðherra sem því miður sá ekki ástæðu til að hitta okkur en vísaði á vegamálastjóra sem hafnaði því líka að hitta okkur,“ segir Skúli og bendir á að bréfið hafi verið nauðvörn til að ná eyrum ráða- manna. „Við höfum engan áhuga á öðru en að leysa þetta mál í sátt og samlyndi.“ Vilja stöðva framkvæmdir meðan dómsmál er rekið „Ég tel óeðlilegt að verið sé að vinna að lagningu vegarins á meðan verið er að reka mál fyrir dómstólum í tengslum við veginn,“ segir Skúli en höfðuð hafa verið tvö dómsmál sem beðið er niðurstöðu í. Annars vegar hefur verið höfðað mál um við- urkenningu á lögvörðum hagsmun- um Hraunavina til að óska eftir lög- banni og hins vegar hefur Vegagerðinni verið stefnt á þeirri forsendu að framkvæmdin sé ólög- leg. „Málflutningur hefst á morgun í málinu um lögvarða hagsmuni og þetta er auðvitað stór spurning fyrir náttúruverndarsamtök að fá leyst úr en á sama tíma er ótækt að vinna undir þeirri pressu að þarna séu hafnar framkvæmdir. Um leið og búið er að eyðileggja hraunið eru engir hagsmunir lengur í málinu.“ Tilgang bréfsins til ráðherra segir Skúli ekki vera að fá ráðherrann til að blása alla framkvæmdina af held- ur virða dómstólaleiðina í málinu. „Ríkisvaldið á ekki að standa fyrir óafturkræfum spjöllum á náttúrunni meðan verið er að láta reyna á rétt- lætið.“ Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær niðurstaða í dómsmálunum liggur fyrir. Vegagerðin vill funda Í tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var út í gærkvöldi segir að mótmælendur í Garðahrauni hafi verið boðnir velkomnir á fund hjá Vegagerðinni á mánudaginn. Það sé ekki rétt að beiðnir mót- mælenda um fund hafi verið hunsaðar, líkt og fram kemur í opnu bréfi umhverfissamtaka til innanríkisráðherra. „Síðastliðinn miðvikudag var haldinn fundur með stórum hópi mótmælenda í húsakynnum Vega- gerðarinnar. Ekki þekktust mót- mælendur boð um fund í dag, þriðju- dag, en á fundinum á miðvikudaginn í síðustu viku var farið yfir mismun- andi sjónarmið. Ólíklegt er að ný yf- irferð breyti miklu þar sem afstaða aðila hefur ekki breyst á þessum fáu dögum,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Óttast átök milli aðila Í bréfinu sem Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður skrifar fyrir hönd náttúruverndarsamtaka til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra er beðið um að ráð- herrann hafi hemil á Vegagerðinni áður en illa fari. Þá segir einnig að allt hafi stefnt í alvarleg átök milli umhverfis- og náttúruverndarsinna annars vegar og starfsmanna verktakafyrirtækis- ins ÍAV hins vegar á mánudag og verktakinn hafi ítrekað kallað til lög- reglu ásamt því að girða mótmæl- endur af. Engin sátt er í sjónmáli  Nauðsynleg framkvæmd til að auka umferðaröryggi á veginum  Ráðherra beðinn um að hafa hemil á Vegagerðinni  Náttúruverndarsamtök vilja stöðva framkvæmdir meðan leitað er dómsniðurstöðu Morgunblaðið/Kristinn Mótmæli Náttúruverndarsinnar komu saman við Gálgahraun til að mótmæla og stöðva framkvæmdir verktaka við Álftanesveg sem á að liggja við hraunið. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra telur eðlilegast að fulltrú- ar Hraunavina fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar um lagningu Álfta- nesvegar og framkvæmdir við hann. „Ítrekaðir fundir mínir með þessum aðilum í sumar staðfestu að of langt er á milli sjónarmiða til að sátt náist. Það þekkja Hraunavinir og um það var rætt á þessum fundum, auk þess sem þeir vita að ráðherra getur ekki, þegar fyrir liggur framkvæmdaleyfi í framhaldi af löngu lögbundnu ferli, frestað eða stöðvað slíkar framkvæmdir án þess að eiga á hættu að kalla yfir ríkið stórkostlegar bótakröfur,“ segir Hanna Birna. Í opnu bréfi Skúla Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns til innanríkisráðherra er fullyrt að Vegagerðin hafi hafnað fundabeiðnum Hraunavinum. Hanna Birna segir sjálfsagt að koma á fundi milli aðila aftur og hún mun boða til fund- ar um málið fyrir helgi. „Það er ekki nema sjálfsagt að leiða þessa aðila saman aftur og þar sem ekkert hefur orðið af fundi þeirra með Vegagerðinni, mun ég boða til fundar með fulltrúum þeirra og Garðabæjar fyrir helgi.“ Of langt á milli sjónarmiða til að sátt náist um málið RÁÐHERRA LEITAÐI SÁTTA Í SUMAR Hanna Birna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.