Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það gerist ekkert nema þú berir þig eftir hlutunum. Reyndu að sigla milli skers og báru. Notaðu tímann til gönguferða og hollr- ar útivistar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að mæta samkeppni og notar tækifærið til þess að auka staðfestu þína og skuldbindingu. Umbætur eru það sem þú ert að leita eftir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er aldrei til góðs að eyða fé fyr- irhyggjulaust, jafnvel þótt góðir tímar séu. Það er alltof mikið að gera hjá þér. Reyndu að hægja á og njóta betur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sumum finnst skemmtilegra að fá hugmyndir og gera áætlanir en að fram- kvæma þær. Sýndu þeim tillitssemi sem trufla þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekkert ganga fyrir fjölskyldu þinni því hún er grundvöllur lífs þíns og án hennar værir þú ekki það sem þú ert. Misstu ekki móðinn, bíddu bara þar til lánið leikur við þig á ný. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Skráðu þig í keppni – þú gætir unnið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Notaðu hæfileika þína til að tala við þá sem hafa það á valdi sínu að geta gert breyt- ingar í þína þágu og annarra. Kannski þú ættir að punta þig í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að finna þér tíma til þess að sinna þér betur. Gættu þess bara að skaða ekki aðra í leiðinni. Þú þarft á hvíld að halda. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þemað hjá þér er að eiga við sterka karaktera. Fjölskyldumeðlimur leggur þér lið í dag. Einhver kergja er í ungviðinu en hún líður hjá. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig siðsamt og hamingjusamt líf eigi að vera. Þú ert lukkunnar pamfíll bara ef þú opnar augun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegar hliðar tilverunnar. Ekki ýta hugmyndum út af borð- inu, ræddu þær við þína nánustu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki búast við kraftaverkum, en erfiði ástvinurinn virðist svo sannarlega vera á batavegi. Láttu ekkert byrgja þér sýn svo þú verðir ekki fyrir vonbrigðum. Guðmundur Arnfinnsson sendirVísnahorninu limrukorn í til- efni þess að þingið er að byrja að nýju: Á þinginu rausið og rexið, röflið og karpið og pexið upphefst á ný, ég hef yndi af því og ekki vantar það sexið. Helgi Seljan sendir Vísnahorninu kveðju: „Í umfjöllun Moggans um Guðmund frænda minn Árnason í gær slæddist sú villa að undirrit- aður væri fyrrverandi ráðherra sem hann aldrei var. En þetta varð tilefni vísukorns: Svo ótalmargt gleðilegt öðlast maður: Ég átti við Moggann svo góðan fund. Og mikið varð þessi gamli glaður að geta ráðherra orðið um stund.“ Pétur Stefánsson yrkir heilræða- vísur: Það að eiga gæsku góða er gjöf sem flestir óska sér. Hafa ást og yl að bjóða öllum þeim sem lifa hér. Hjúkra veikum, sorgir sefa, sæl og glöð við yrðum þá. Svo er ætíð sælla að gefa en sjálfur þiggja öðrum frá. Sérhvern dag skal góðverk gera, gleðja þá sem eiga bágt. Hreinn og beinn er best að vera með bros á vör, og lifa í sátt. Besta borgin er yfirskrift vísu eftir Ármann Þorgrímsson: Alltaf gleði, aldrei sorg enginn vandi á höndum er í stærstu álfaborg á öllum Vesturlöndum. Jón Gissurarson skrifar á Leir- inn, póstlista hagyrðinga: „Það var hér norðan hríð dagana 15.-17. september sem setti niður mikinn snjó. Ég var á vélsleða að smala kindum bæði í gær og fyrradag. Snjórinn er þó að minnka og sinu- stráin farin að gægjast upp með bleikum lit að sjálfsögðu. Bleik við sjáum sinustrá sveipast hér um grundir. Meðan felast fjöllin há fannaslæðu undir.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af þinginu, ráðherra og stærstu álfaborginni Í klípu „ÞETTA ER VISSULEGA FÍN EINKAFLAUG, EN ÉG BAÐ ÞIG AÐ HANNA EINKALAUG!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VIL GETA ANDAÐ ÞÓ ÉG SÖKKVI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... í blóma. JÓN GAF MÉR GJÖF. HANN VEIT ÞAÐ BARA EKKI. ÞAÐ ER EKKI SVO SLÆMT AÐ VERA VÍKINGUR, ÞÓ AÐ ALLIR SEM ÞÚ HITTIR HATI ÞIG. ÞÚ VEIST ÞÁ ALLAVEGA HVERJIR ÓVINIR ÞÍNIR ERU. HEITIR POTTAR OG LAUGAR Hvítá rennur fram hjá breið oglygn undir fölgulri haustsól, hólmar standa upp úr mjólkurlitu straumvatninu, gulnuð strá bærast í svalri golunni og loftið er svo tært að fjallahringurinn blasir við, Ing- ólfsfjall, Langjökull, Hekla, Tind- fjallajökull og Eyjafjallajökull. Vík- verji drakk í sig náttúruna í flatneskjunni í Flóanum um helgina og velti fyrir sér hvort hann ætti að prísa sig sælan að rigningasumarið mikla væri loks á enda og komið haust. x x x Víkverji hefur reyndar oft leitthugann að því hvernig einn góðviðrisdagur getur bætt upp fyrir rysjótta tíð og þurrkað hana út og um leið reynst veganesti inn í kom- andi ótíð. x x x Víkverji hefur oft velt fyrir sérhvernig á því standi að Íslend- ingar séu svona sólgnir í ís. Í Ísbúð Vesturbæjar við Hagamel er nánast alltaf biðröð út úr dyrum og gildir þá einu hvernig viðrar, hvort það er blíðskaparveður um hásumar eða rok og nístingskuldi í svartasta skammdeginu. Í sumar var ísbúðin Valdís opnuð úti á Granda og þar er það sama upp á teningnum; tugir manna standa og bíða eftir að komi að þeim. Kannski er réttnefni að kalla Íslendinga ísþjóðina þegar öllu er á botninn hvolft. x x x Lýsingar á íþróttakappleikjumgeta verið furðulegar. Um helgina var fullyrt að lið hefði sigr- að vegna þess að það vann varn- arvinnuna sína vel. Öllu áhrifaríkara hefði verið að segja að liðið hefði varist vel. Íþróttaþulir tala einnig iðulega um miðsvæði vallar í staðinn fyrir miðju. Svona orðalag virðist komið í vana, en auðvelt væri að losna úr þessum viðjum vanans og einfalda mál sitt. Víkverji hefur þó ákveðna samúð með íþróttaþulum. Þeir þurfa að vera fljótir að hugsa og greina það sem fyrir augu ber og koma því út úr sér jafnharðan. Þeir búa ekki við þann munað að geta lesið yfir og prófarkalesið, heldur verða einfaldlega að láta gamminn geisa. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI www.falkinn.is Það borgar sig að nota það besta! th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.