Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 AÐGENGI ALLA LEIÐ Málþing: Aðgengi og algild hönnun Mannréttindi hversdagsins 27. september kl. 13.00 – 16.30 á Grand Hóteli Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald Skráning og allar upplýsingar á www.obi.is Síðasti skráningardagur er 26. september – Alexander Harðarson Vertu með í að móta aðgengilegra samfélag „Ég elska að bjóða kærustunni á stefnumót. En ég þarf að velja staðinn vel, því ég vil ekki þurfa að láta bera mig inn í stólnum. Það drepur niður alla rómantíkina.“ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 2 6 6 Að málþinginu standa auk Öryrkjabandalags Íslands, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og Félag um fötlunarrannsóknir. Hringbrautir og breiðgötur og áhrif þeirra á þróun borgar- umhverfis eru viðfangsefni ráð- stefnu, sem hönnunar- og arkitekt- úrdeild Listaháskólans, ásamt sagnfræðideild Háskóla Íslands og hugvísindadeild og arkitektúrdeild Université Libre de Bruxelles, boða til 26. og 27. september. Viðfangsefnið verður meðal ann- ars skoðað út frá þróun Hring- brautar í Reykjavík frá 1927. „Auk þess að vera umferðar- mannvirki og stuðla að tengingum borgarhluta á milli skapa hring- brautir jaðra og borgarmörk með aðgreiningu innra og ytra ástands, og marka þar með skil milli mið- bæja og úthverfa,“ segir í kynningu á ráðstefnunni. Ráðstefnan er öllum opin. Opn- unarfyrirlestur hennar verður klukkan 20 annað kvöld og hefst dagskrá á föstudag klukkan níu og stendur til 16.30 í fyrirlestrarsal A í Þverholti 11 Skoða áhrif Hring- brautar  Ráðstefna um hlut breiðgatna í borgum Morgunblaðið/Styrmir Kári Breiðgata Hlutur Hringbrautar í borginni brotinn til mergjar. Svo virðist sem svikahrappar sem segjast vera frá Microsoft séu enn á ferð á Íslandi þar sem fjölmargir fengu upphringingu frá þeim í gær og í fyrradag. Í vor varaði lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu við þessum gylliboð- um en viðkomandi segjast vera frá Microsoft og þeir séu að hringja vegna víruss í tölvu viðtakanda. Á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er enn varað við gylliboðum sem fjársvikarar hafa boðið fólki að undanförnu. „Að gefnu tilefni viljum við ítreka að lögreglu berast reglulega tilkynn- ingar frá fólki þar sem fram kemur að verið sé að reyna að hafa af því fé með svikum og prettum. Flestir átta sig fljótt á að þarna er um svindl að ræða en því miður eru enn of margir sem láta tilleiðast og falla í þá gryfju að láta upplýsingar, kortanúmer eða peninga af hendi,“ segir á Facebook- síðu lögreglunnar. Lögreglan varar við svikahröppum Í framkvæmd Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, undirrituðu samning um virkjunina. Bæjarstjórinn á Akureyri og fram- kvæmdastjóri Fallorku ehf. undir- rituðu í gær samning um að Fall- orka reisi og reki 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan bæj- arins. Meginmarkmið með fram- kvæmdinni er að nýta endurnýj- anlega náttúruauðlind til að framleiða raforku á hagstæðu verði fyrir viðskiptavini Fallorku sem eru að stórum hluta Akureyringar. Um 5-6 metra há stífla og um 10.000 m² lón verða í rúmlega 300 m hæð yfir sjávarmáli skammt innan við vatnslindir Norðurorku á Gler- árdal. Frá stíflunni verður um 5.800 metra löng fallpípa grafin niður norðan við ána í Réttarhvamm. Þar verður um 50 m² stöðvarhús. Raf- orka verður send inn á dreifikerfi Norðurorku um jarðstreng. Í fréttatilkynningu segir að Ak- ureyrarbær breyti aðalskipulagi og deiliskipulagi eins og þörf krefur vegna framkvæmdarinnar. Sá fyr- irvari er settur að samþykki Skipu- lagsstofnunar fáist fyrir skipulags- breytingum og að mögulega þurfi að laga áætlanir um fyrirkomulag og frágang að kröfum Skipulags- stofnunar. Akureyrarbær stefnir að því að ljúka breytingum á aðal- skipulagi og deiliskipulagi vegna virkjunarinnar í maí 2014. Fallorka stefnir að því að virkjun verði gang- sett í desember 2015. Ný virkjun reist í Glerá  Um 5-6 metra stífla og um 10.000 m² lón verða í um 300 m hæð yfir sjávarmáli  Stefnt að gangsetningu í des. 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.