Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Að koma í Gunn- arshús, hús Rithöf- undasambands Ís- lands, getur á stundum verið svolítið óþægi- legt. Þegar komið er inn í forstofuna rekur maður fyrst augun í stórt olíumálverk af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi. Svo þegar gengið er inn í stofuna eða upp á efri hæðina blasa hvar- vetna við minnismerki um jarðvist GG. Það var ísmeygileg tilhögun af aðstandendum skáldsins löngu liðna að ánafna Rithöfundasambandinu þetta fjárans hús. Með því var tryggt að nafn hans yrði munað um ókomna framtíð. En semsagt, RSÍ gleypti við húsinu og þótti gjöfin góð. En æ sér gjöf til gjalda, því þeir sem í húsið koma eru stöðugt minntir með frem- ur óþægilegum hætti á löngu látinn rithöfund, sem deilur risu útaf á ár- um áður þegar Nóbelsnefnd sænsku akademíunnar gerði það að tillögu sinni að hann deildi Nóbels- verðlaunum með H. Laxness. En á þeim tímum voru á kreiki bók- menntapostular (eins og reyndar á öllum tímum) sem stjórnuðu öllu sem sneri að íslenskum bókmenntum. (Klíka sem á sínum tíma gekk undir nafninu Bókmenntastofnun Íslands.) Þeir komu í veg fyrir að Gunnar Gunnarsson yrði heiðursins aðnjót- andi, með þeirri skírskotun að hann væri í raun danskur rithöfundur sem hefði ekki í áratugi hafti nokkur tengsl við land og þjóð, hvað þá að honum bæri nokkurt tilkall til tengsla við þjóðararfinn, sem væru, að sögn, sterkustu rökin fyrir því að Íslendingur fengi Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955. En það er fleira sem er gruggugt við Gunnarshús. Þegar gengið er inn í stofuna er á hægri hönd veggur með ljósmyndum af heiðursfélögum RSÍ. En heiðursfélagar geta höfundar orðið, hafi þeir afrekað eitt- hvað á ævinni án þess að verða sér til skamm- ar, sjötugir að aldri. Það getur verið spaugilegt, ef maður er í þannig skapi, að sjá þessa hálf- guði tróna á veggnum. En í raun og veru er andrúmsloftið í húsinu fremur dapurlegt þar sem hinir dauðu skipa æðstan sess. Innaf stof- unni er önnur stofa niðurgrafin. Það rými hef ég kosið að kalla Orm- agryfjuna, vegna þess að þar fara fram hinir alræmdu aðalfundir RSÍ og einnig minniháttar fundir þegar skerpa þarf á ójöfnuði innan sam- bandsins. Það má spyrja þeirrar spurningar hví ekki er tekin upp deildaskipting í Rithöfundasambandinu eins og tíðk- ast í knattspyrnunni. Þá yrði RSÍ skipt í A deild, B deild, C deild og D deild. Aðeins þeir sem tilheyrðu A og B deildinni ættu rétt á launum úr launasjóði rithöfunda eða kæmu til álita þegar Fjölísverðlaunin eru veitt. En Fjölísverðlaunin eru pen- ingaverðlaun sem veitt eru árlega þremur rithöfundum, 200 þús kr. hverjum þeirra. Þessir peningar koma úr svokölluðum Bókasafns- sjóði og skilgreindir sem viðurkenn- ing fyrir þá titla sem höfundar eiga á bókasöfnum landsins. Það hefur ver- ið venjan fram til þessa að veita tveimur viðurkenndum rithöfundum og einum minna þekktum höfundi úr þessum sjóði. Ég hef stundum nefnt, upp á grín, að þessi „minniháttar“ höfundur sem fær Fjölísverðlaunin hafi fengið „Outsider verðlaunin“ – og þykist viss um að fara nokkuð nærri sannleikanum. Vel má ímynda sér hverslag nið- urlæging það væri fyrir höfund að tilheyra D-deildinni, sá höfundur væri hreint úrhrak. (Mér detta í hug margir eiginútgáfuhöfundar og hin svokölluðu utangarðsskáld.) Svo væri hægt að hugsa sér, ef miðlungs- höfundur sem tilheyrði B-deild tæki upp á því að skrifa vondar bækur mynd falla um deild, úr B-deildinni í C-deild og myndi þar með missa rétt sinn til ritlauna. En þá væri líka allt hreint og klárt innan Rithöfunda- sambandsins og stjórnarmenn þyrftu ekki að beita vélabrögðum til að koma áformum sínum í fram- kvæmd, þyrftu heldur ekki að standa í skítkasti úti í bæ á félagsmenn. En ef til vill er ekki þörf á að hrinda deildaskiptingu innan RSÍ í fram- kvæmd því í raun sé hún til staðar, í þá veru hvað mannvirðingu félag- anna varðar og rétt þeirra til veg- tyllu sem íslenskir rithöfundar. Mér hefur alltaf fundist kuldalegt í Gunnarshúsi, ekki aðeins fyrir það hve minningu Gunnars Gunn- arssonar er haldið þar hátt á lofti, heldur líka fyrir það hve húsráð- endur, stjórnin, framkvæmdastjór- inn og formaðurinn, virðast samtaka um að rífa niður innviði RSÍ, gera sambandið að ópersónulegri af- greiðslustofnun. Það gerist ekki í dag, eins og gjarnan tíðkaðist meðan RSÍ hafði aðsetur í miðbænum, að höfundur leggi leið sína í hús stétt- arfélags síns til að taka upp létt spjall við aðra félaga eða stjórn- endur. Áreiðanlega líða dagar og vikur án þess að nokkur hræða komi í húsið. Það eina sem eyru framkvæmda- stjórans og formannsins nema er þá vindurinn sem gnauðar á glugg- um … og fótatak hins horfna skáld- jöfurs Gunnars Gunnarssonar, þegar andi hans stikar um gólfin, glað- hlakkandi yfir örlögum Rithöfunda- sambands Íslands, að hafa orðið inn- lyksa í húsi hans að Dyngjuvegi 8. Eftir Bjarna Bernharð Bjarni Bernharður »Mér hefur alltaf fundist kuldalegt í Gunnarshúsi... Höfundur er skáld og málari. Í húsi skáldsins Þessi hugtök í fyr- irsögninni hafa ólíka en tengda merkingu. Skilningur ætti að vera endanlegt markmið mannlegrar hugsunar, en þangað til honum er náð þarf þekkingin að duga. Að þekkja er raunar nánast það sama og að vita, en vitneskja getur reynst röng eða ósönn, þegar nánar er að gáð. Getur ekki skilningur líka reynst misskilningur? Strangt tekið ekki. Misskilningur er þekking sem við töldum vera komna á stig skiln- ings. Þessar hugleiðingar mínar eru lík- lega tilkomnar vegna spurninga barnabarnanna um „hvers vegna?“. Það stendur stundum á svörum og ég hef spurt mig, gamlan manninn, hvort ég hafi ekki verið neitt betri í uppeldi eigin barna. Hitt er svo verra að börnin breyta gjarnan um spurningar þegar málfarið þroskast og spyrja þá t.d. frekar „hvað er (þetta)?“. Þekking verður aðgengi- legri og einfaldari en skilningur. Hvers vegna fer ungt fólk í há- skóla? Er ekki til nóg af bókum um hvers konar mál og þar með vísindi? Skýringin er, og skiptir þá ekki máli hvort lesið er á bók eða tölvu, að fólk sem reynir þetta nær ekki að skilja textann. Fyrirlestrar í háskóla eru til að kenna nemendum að hugsa, vel að merkja um efni námsgrein- arinnar. Ætlun mín er að fjalla um skilning og þekkingu í vísindum. Það er af- markað efni, en því miður erfitt að gera sig þar skiljanlegan almennt. Í íslensku þykir nákvæm merking orða ekki eft- irsóknarverð og frekar hindra skáldlegan texta og glæsilegan stíl. Það eru ekki marg- ir sem vita það, en stærðfræðin byggist á þar tilbúinni merkingu (sem þar er búin til) og rökræðu um merking- artengsl. Þannig hefur það verið í meira en heila öld, allt frá því stærðfræðin og eðl- isfræðin skildu að borði og sæng. Upphaflega var það lyftistöng fyrir báðar greinar, en nú má spyrja hvort stærðfræðingar viti hvert sé skynsamlegt að stefna og hvort eðl- isfræðingar þurfi ekki að huga betur að merkingu hugtaka sinna. Í stærð- fræðinni eru margar reiknireglur, en þær eiga ekki að vera leikfimi- tæki. Ein verstu mistök menntamála- ráðuneytisins voru að heimta að ein- ungis séu til þrjú skólastig hér á landi. Þetta fór sérstaklega illa með tækninámið og það gleymdist að á hinu svokallaða háskólastigi þarf að reikna með fleiri áherslum en á vís- indalega menntun. Einnig að mik- ilvægt sé að geta einbeitt sér að vís- indalegri menntun þar sem hún á að vera. Vissulega skiptir máli að op- inber stjórnsýsla í svona litlu sam- félagi sé einföld, skilvirk og ódýr. Hins vegar er ódýrast að sleppa því sem mest að stjórna. Í skólakerfinu starfar jú fólk sem er menntað til starfanna. Næstversu mistökin voru að miða framlög til háskólastigsins mest við fjölda nemenda. Vitað var að kennsla á ólíkum sviðum er ákaf- lega misdýr og því betri sem nem- endur eru færri og betri. Það var vissulega freistandi að fjölga nem- endum með minni kröfum og hærri einkunnagjöf. Fyrir aldamótin höfðu stjórnvöld í Evrópu reynt að efla breiða mennt- un með því að stofna nýja háskóla og krefjast samþættingar námsgreina. Þetta reyndust mistök. Nemendur frá þessum skólum reyndust ekki eftirsóttir. Enda er dýpt í hugsun forsenda skilnings og getu til ný- sköpunar. Vissulega er nokkuð til í því, að það er ekki hlaupið að því að fá menn með ólíka undirstöðu til að vinna saman. Það mál leysist þó ekki með grynnri undirstöðumenntun. ESB hefur lengi lagt mikla áherslu á félagsleg tengsl milli landa sinna og þá ekki síst í vísindum. Að gera þetta að megináherslu við úthlutun vísindastyrkja er þó dálítið skrítið. Ég varð var við það skömmu fyrir aldamótin, áður en íslenska Vís- indaráðið var lagt niður, að vísinda- menn í Evrópu höfðu verulegar áhyggjur af ásælni ráðamanna í Brussel í framlög aðildarríkjanna til eigin vísindasjóða. Þessar áhyggjur voru ekki ástæðulausar. Í norræna samstarfinu um þetta leyti var áherslum líka breytt, áhersla færð frá vísindum yfir á menningu. Líklega áttu vísindin að vera hluti menningar. Einföldun er freistandi, en hvort hún leiðir til betri skilnings er annað mál. Eftir Halldór I. Elíasson » Vitað var að kennsla á ólíkum sviðum er ákaflega misdýr og því betri sem nemendur eru færri og betri. Halldór I. Elíasson Höfundur er stærðfræðingur. Skilningur og þekking Framundan er ný samningalota um kjör verkafólks. Fyrirkomulag kjara- samninga hefur mér alltaf fundist með þeim hætti að þeir byrjuðu á þeim tíma er þeir ættu að enda. Þetta hefur leitt til þess að verkafólk hefur þurft að vinna á ógildum kjarasamningum allt upp í hálft ár og með því gefið atvinnurekendum hálfs árs launahækkanir. Þetta er svo sem ekki það eina sem verkafólki er andstætt í launakjörum. Laun eru hækkuð með sömu prósentu upp úr, þannig að maður með 400 þús. kr. á mánuði fær helmingi hærri upphæð í launahækkun en sá sem hefur 200 þús. kr. Þó er verið að bæta verð- hækkanir sem kosta báða aðila jafn- mikið. Með þessum hætti geta sumir hálaunamenn fengið allt upp í mán- aðarlaun verkamanns í launahækkun, telst slík hækkun eðlileg á móti 8-10 þús. kr. launahækkun verkamanns. Kjarasamningar með þessu fyr- irkomulagi byggjast á því að sífellt er verið að semja um meira launamis- rétti og búa til hálaunahópa sem farn- ir eru að stofna efnahagslífi þjóð- arinnar í hættu. Vilji menn breyta launabili milli launastétta á að gera það með sérstöku starfsmati allra starfsgreina, óháð hefðbundnum kjarasamningum. Það versta við þetta fyrirkomulag er að laun lægst launaða fólksins færast sífellt lengra niður fyr- ir framfærslulaun því meðallaunin, sem allt miðast við, fjarlægjast lægstu launin kerfisbundið. Þetta veldur því að nú er svo komið að verkafólk getur hvorki leigt né keypt húsnæði og barnmargar fjölskyldur verða að leita eftir mataraðstoð þótt unninn sé full- ur vinnudagur og margir eru hættir að leita til læknis fyrir sig eða börnin. Þetta eru mannréttindin á Íslandi sem menn eru alltaf að hæla sér af. Sumir hálaunamenn bera því við að þeir beri ábyrgð á svo miklum fjár- munum eða verðmæti, þess vegna þurfi að borga þeim laun sem sam- ræmist þeirri ábyrgð. Hvað skyldi fiskvinnslukonan höndla með mikil verðmæti yfir árið fyrir sultarlaun? Hvenær hefur einhver borið ábyrgð á einhverju? Byggist þessi ábyrgð kannski á því að krefjast þess að ís- lenska ríkið borgi laun samkvæmt þjóðartekjum Noregs en ekki Íslands. Noregur þarf að draga úr olíu- gróðanum, en Íslendingar á botni skuldafens. Afkoma fólks byggist ekki á því hversu há launin eru heldur hvers virði þau eru í viðskiptalífi þjóð- arinnar, ekki Noregs. Það sem okkur vantar sérstaklega er heiðarlegri við- skiptahættir og að við Íslendingar leggjum meiri áherslu á það að byggja upp eigin atvinnurekstur. Rétt er að hugleiða þá þróun að sjúklingar séu notaðir sem skiptimynt í kjarabar- áttu. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Valshólum 2. Samningar Frá Guðvarði Jónssyni Guðvarður Jónsson Bréf til blaðsins Við tökum á móti netum Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 559 2220 www.efnamottakan.is Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e:  netaafskurði  hlutum úr f lottrolli  nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.