Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 22
Að minnsta kosti 67 látnir, 63 saknað
Umsátrinu í West-
gate loksins lokið
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Kenískir hermenn fóru búð úr búð í
Westgate-verslunarmiðstöðinni í
Naíróbí í gær til að tryggja að eng-
inn árásarmannanna sem réðust inn
í miðstöðina á laugardag hefðist þar
enn við. Einhverjar sprengingar og
stöku skothvellir bárust frá bygging-
unni fyrripart dags í gær en undir
kvöld var hljótt yfir, að sögn frétta-
manns AFP á staðnum.
Skotbardagar milli Shebab-liða,
sem hafa lýst hryðjuverkinu á hend-
ur sér, og kenískra og ísraelskra her-
manna héldu áfram mun lengur en
yfirlýsingar kenískra stjórnvalda
gáfu til kynna en þau sögðu á sunnu-
dag að flestum gísla árásarmann-
anna hefði verið bjargað og að
stærstur hluti byggingarinnar væri
á valdi kenískra öryggissveita. Á
mánudag sagði talsmaður innanrík-
isráðherrans að herinn hefði full-
komna stjórn á ástandinu en í gær
sögðu heimildarmenn að kenískar
sérsveitir ættu enn í bardaga við
einn eða tvo hryðjuverkamenn. Þá
sögðust Shebab-liðar enn hafa gísla í
haldi.
Utanríkisráðherra Kenía, Amina
Mohamed, sagði að tveir eða þrír
Bandaríkjamenn væru meðal árás-
armanna og einnig bresk kona.
Hótaði svörtum dögum
Í gær höfðu a.m.k. 67 viðskiptavin-
ir, starfsmenn og hermenn látið lífið
í og við verslunarmiðstöðina en 63
var enn saknað. Talsmaður Shebab,
Ali Mohamud Rage, sagði að blóð-
baðið væri hefnd fyrir þátttöku ken-
ískra hersveita í baráttunni gegn
samtökunum í suðurhluta Sómalíu
og ef stjórnvöld í Kenía kölluðu
sveitir sínar ekki til baka mættu þau
eiga von á „svörtum dögum“.
Forsætisráðherra Sómalíu, Abdi
Farah Shirdon, sagði í gær að árás-
armennirnir yrðu látnir sæta ábyrgð
og þá hétu Afríkubandalagið og
Sameinuðu þjóðirnar að herða bar-
áttuna gegn Shebab-samtökunum.
AFP
Bardagi Segja má að vopnin hafi snúist í höndum árásarmanna, sem hafa uppskorið hertar aðgerðir gegn Shebab.
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Í ræðu sinni á fundi allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna í gær sagði
Barack Obama Bandaríkjaforseti að
Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að
beita öllum ráðum, þ. á m. hern-
aðarvaldi, til að verja hagsmuni á
borð við „frjálst flæði orku“ og bann
við gereyðingarvopnum í Mið-
Austurlöndum. Hann sagði trúverð-
ugleika alþjóðasamfélagsins undir í
málefnum Sýrlands.
Forsetinn sagði mikilvægt að ör-
yggisráð SÞ næði saman um álykt-
un um refsiaðgerðir ef Sýrlands-
stjórn uppfyllti ekki skilyrði
áætlunar Rússa og Bandaríkja-
manna um eyðingu efnavopnabirgða
landsins. „Ef við getum ekki náð
samkomulagi um þetta atriði, þá
mun það sýna að Sameinuðu þjóð-
irnar eru þess ekki megnugar að
framfylgja grundvallaralþjóðalög-
um,“ sagði Obama.
Forsetinn sagðist reiðubúinn til
að láta reyna á viðræður við Írani en
ítrekaði að þeir þyrftu að grípa til
gagnsærra og sannanlegra aðgerða
til að útrýma alþjóðlegum efasemd-
um vegna kjarnorkuáætlunar
þeirra.
Ráðherrar funda á fimmtudag
Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, John Kerry, mun funda með
Mohammad Javad Zarif, kollega
sínum í Íran, auk utanríkisráðherra
Bretlands, Kína, Frakklands,
Þýskalands og Rússlands, á fimmtu-
dag. Til umræðu verður kjarn-
orkuáætlun Írana en þetta mun vera
í fyrsta sinn sem ráðherrarnir funda
síðan viðræður um áætlunina hófust
fyrir áratug.
François Hollande, forseti Frakk-
lands, hvatti til þess í ræðu sinni á
þinginu í gær að Íranir gæfu af-
dráttarlausa bendingu um að þeir
væru tilbúnir til að leggja kjarn-
orkuáætlun sína fyrir róða. Hann
tók undir með Obama um að örygg-
isráð SÞ þyrfti að grípa til þvingandi
aðgerða gegn Sýrlandsstjórn ef hún
afhenti ekki efnavopn sín.
Fyrirhugað var að Hollande
fundaði með nýkjörnum forseta Ír-
ans, Hassan Rowhani, í gær en hátt-
settur bandarískur embættismaður
sagði að það hefði reynst of flókið
fyrir Írani að skipuleggja stund fyr-
ir Rowhani og Barack Obama, þó að
Bandaríkjamenn hefðu boðist til
þess að greiða fyrir því að þeir hitt-
ust.
Fyrirhugað var að Rowhani, sem
hefur átt í bréfaskiptum við Obama,
myndi taka til máls á fundi allsherj-
arþingsins seint í gær.
Íran og Sýr-
land í brenni-
depli á fundi SÞ
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna kemur saman í New York
AFP
Skál Obama skálaði í hádegisverð-
arboði fyrir þjóðarleiðtogana í gær.
Allsherjarþing SÞ
» Skrifstofa forsætisráðherra
Ísraels tilkynnti í gær að sendi-
nefnd Ísraela við SÞ myndi
sniðganga ræðu Íransforseta.
» Barack Obama hvatti al-
þjóðasamfélagið til að taka
nauðsynlega áhættu til að
koma á friði milli Ísraela og
Palestínumanna.
» John Kerry mun í dag skrifa
undir alþjóðlegan sáttmála um
sölu hefðbundinna vopna.
» Forseti Brasilíu, Dilma Rous-
seff, gagnrýndi netnjósnir
Bandaríkjamanna í ræðu sinni
á fundi allsherjarþingsins.
Kenískum ráðamönnum ber ekki
saman um hvort kona hafi verið
meðal árásarmannanna í West-
gate en vangaveltur hafa verið
uppi um að Samantha Lewt-
hwaite, ekkja eins af fjórum
sjálfsmorðsárásarmönnum sem
urðu 52 að bana í sprengjuárás-
um á neðanjarðarlestakerfi
Lundúna í júlí 2005, hafi átt þátt
í árásinni í verslunarmiðstöðinni.
Kenísk lögregluyfirvöld hafa lýst
eftir Lewthwaite, þar sem hún er
grunuð um að ferðast um á föls-
uðu suðurafrísku vegabréfi, með
börnin sín þrjú, sem eru á aldr-
inum 7-12 ára. Lewthwaite tók
íslamstrú 15 ára gömul en lítið er
vitað um afdrif hennar eftir árás-
irnar í Lundúnum.
Kona meðal
árásarmanna?
„HVÍTA EKKJAN“
Rússnesk fang-
elsisyfirvöld til-
kynntu í gær að
Nadezhda Tolo-
konnikova, einn
fangelsaðra með-
lima Pussy Riot,
hefði verið færð í
einangrun.
Í bréfi sem
fjölmiðlar birtu á
mánudag sagðist
Tolokonnikova í hungurverkfalli
vegna lélegs aðbúnaðar og hótana
frá stjórnendum vinnubúðanna í
Mordóvíu, þar sem henni er haldið.
Yfirvöld segja að rannsókn sé hafin
á ásökunum Tolokonnikovu en hún
hafi verið færð í einangrunarklefa
öryggis síns vegna. Hún hafi haft
persónulega muni með sér, s.s.
bækur og bréfsefni.
Eiginmaður Tolokonnikovu stað-
festi að hún hefði verið flutt og að
hún væri örugg en sagði lítið um
þægindi í klefanum.
RÚSSLAND
Meðlimur Pussy
Riot í einangrun
Nadezhda
Tolokonnikova
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Heyrir þú illa í
margmenni?
Heyrðu umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu.
Komdu í
greiningu hjá
faglærðum
heyrnar-
fræðingi
Erum með allar gerðir
af heyrnartækjum
Finndu okkur á facebook
Veglegur kaupaukifylgir öllum seldumheyrnartækjumí september