Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Að beiðni norskra yfirvalda hefur
Alþjóða lögreglan, Interpol, lýst
eftir skipinu Snake, sem talið er að
hafi stundað ólöglegar veiðar á
tannfiski í Suðurhöfum. Mun þetta
vera í fyrsta skipti sem Interpol
lýsir efir fiskiskipi. Talið er að skip-
ið hafi heitið tólf mismunandi nöfn-
um á tíu árum og verið skráð undir
fána að minnsta kosti átta þjóð-
landa á þessum tíma.
Á norska vefmiðlinum NA24
kemur fram að talið sé að verðmæti
aflans geti verið nálægt fimm millj-
örðum íslenskra króna á þessum
tíma. Skipið er nú talið stunda veið-
ar undan ströndum Mið- og Suður-
Afríku, en hafi einnig verið við
veiðar í Suður-Íshafi. Talið er að
tvö önnur skip tengist sömu útgerð
og er veiðum skipanna lýst sem
skipulagðri glæpastarfsemi í NA24.
Þvegið í skattaskjólum
Snákurinn fékk það nafn í vor,
en hefur borið tólf nöfn að því að
talið er á síðasta áratug, m.a. Al
Nagm Al Sata, Octopus, Pion, The
Bird, Chu Lima, Thor, South Boy
og Piscia.
Skipið var skráð í Líbíu í maí síð-
astliðnum, en flaggi þess hefur oft
verið breytt eins og nafninu. Það
hefur m.a. verið skráð í Hondúras,
Mongólíu, Tógó, Norður-Kóreu,
Úrúgvæ og Japan. Skráður eigandi
á Spáni er ekki talinn hinn raun-
verulegi eigandi að baki útgerðinni.
Ekki kemur fram í greininni hvort
skipið umskipar afla á hafi úti eða
landar einhvers staðar.
Norðmenn hafa í fjölda ára bar-
ist gegn glæpsamlegum fiskveiðum
og er beiðnin til Interpol liður í því,
en aðildarríki Interpol eru 190.
Skipið hefur í allmörg ár verið á
svörtum lista nefndar um verndun
lífrænna auðlinda á suðurskautinu
og samtaka fiskveiðiríkja í Suð-
austur-Atlantshafi.
Fram kemur í norskum fjöl-
miðlum sú staðhæfing norska utan-
ríkisráðuneytisins að á hverju ári
sé mikið af fiski veitt ólöglega af
vel skipulögðum glæpasamtökum.
Peningarnir sem fáist með þessum
veiðum séu þvegnir í skatta-
skjólum. Fátækar þjóðir eigi ekki
möguleika gegn slíkum samtökum
og það að stela mat frá fátækum
þjóðum sé siðlaust og alvarlegur
glæpur.
Ljósmynd/Interpol
Snákurinn Skipið sem Interpol lýsir eftir hefur borið ýmis heiti, en er nú talið bera nafnið Snake.
Interpol lýsir eftir skipi
með 12 nöfn á 10 árum
Við ólöglegar veiðar í Suðurhöfum að mati Norðmanna
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Óleyfilegar íbúðir í atvinnuhús-
næði eru á um 150 til 190 stöðum í
Reykjavík og nágrenni, að sögn
Jóns Viðars Matthíassonar,
slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæð-
isins. Hann tekur fram að fjöldinn
sé misjafn eftir sveitarfélögum og
óleyfilegar íbúðir séu nær óþekkt-
ar á Seltjarnarnesi, Álftanesi og í
Garðabæ.
Stjórn Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins hefur fjallað um málið
og í minnisblaði
frá 20. septem-
ber sl. kemur
meðal annars
fram hvernig
þessi mál hafa
þróast undanfar-
in áratug en
lagaleg óvissa sé
um til hvaða úr-
ræða slökkviliðs-
stjóri geti gripið.
Hún hefur falið honum að ræða við
forsvarsmenn skipulagsmála á
svæðinu um málið.
Óleyfileg íbúð er íbúð í atvinnu-
húsnæði á þannig skipulögðu
svæði að þar er ekki heimilt að
vera með íbúðarhúsnæði.
Jón Viðar Matthíasson segir að
víða sé pottur brotinn hvað þetta
varðar. Brot á reglunum byrji
gjarnan smátt en ástandið sé fljótt
að vinda upp á sig. Ástandið sé nú
þannig að það mætti vera umtals-
vert betra til þess að það uppfyllti
þær reglugerðir sem vinna beri
eftir. Hann segir að nú sé verið að
kortleggja betur hvert sveitarfélag
fyrir sig og taka myndir af um-
ræddu húsnæði. Í kjölfarið verði
rætt við fulltrúa sveitarfélaganna,
farið yfir stöðuna og fengið á
hreint hvar sveitarfélögin vilji alls
ekki hafa íbúðir. Í framhaldinu
verði gerðar kröfur um endurbæt-
ur.
Gert er ráð fyrir því að und-
irbúningsvinnan taki um tvær
vikur. Jón Viðar segir að sveit-
arfélögin sex þurfi sinn tíma til
þess að fara yfir málið en stefnt
sé að því að hægt verði að taka
ákvörðun um aðgerðir í desem-
ber.
Óleyfilegar íbúðir þyrnir í augum
Óleyfilegar íbúðir í atvinnuhúsnæði á um 150 til 190 stöðum í Reykjavík og nágrenni Stefnt er að
því að slökkviliðsstjóri geti að höfðu samráði við sveitarfélög tekið ákvörðun um aðgerðir í desember
Ekki alvarlegir brunar
» Ekki hafa orðið alvarlegir
brunar í óleyfilegum íbúðum á
höfuðborgarsvæðinu und-
anfarin 10 ár en Jón Viðar
þakkar það frekar heppni en
brunavörnum.
» Þegar slökkvilið kemur að
bruna í atvinnuhúsnæði er oft
ekki vitað hvort fólk býr þar
eða ekki.
Jón Viðar
Matthíasson
Sigurður Sigmunds-
son, bóndi og fréttarit-
ari Morgunblaðsins, er
látinn, 75 ára að aldri.
Hann lést í gær á
heimili sínu að Vest-
urbrún á Flúðum.
Sigurður fæddist að
Syðra-Langholti í
Hrunamannahreppi
16. mars árið 1938 og
ólst þar upp. Foreldrar
hans voru Sigmundur
Sigurðsson, bóndi og
fyrrverandi oddviti, og
Anna Jóhannesdóttir
húsfreyja. Systkin Sig-
urðar eru Alda, f. 10.4. 1930, d.
18.11. 1931, Jóhannes, f. 18.11. 1931,
Alda Kristjana, f. 17.6. 1933 og Sig-
urgeir Óskar, f. 16.3. 1938, d. 9.2.
1997.
Sigurður útskrifaðist sem bú-
fræðingur frá Bændaskólanum á
Hvanneyri 1959. Hann var við nám
og störf í Bandaríkjunum 1962-
1963. Hann vann meðal annars sem
bóndi, tamningamaður og
ritstjórnarfulltrúi hjá tímaritinu
Eiðfaxa 1980 til 1997.
Sigurður var afkasta-
mikill ljósmyndari.
Hann sótti ljós-
myndanámskeið hjá
Námsflokkum
Reykjavíkur 1984 og
tók margar myndir af
hestum sem vöktu at-
hygli og skilur eftir
sig mikið safn af ljós-
myndum. Þá hlaut
hann meðal annars
ljósmyndaverðlaun
Morgunblaðsins sex
sinnum á árunum
1994 til 1998.
Sigurður starfaði sem fréttaritari
Morgunblaðsins frá árinu 1972. Sig-
urður sinnti einnig ýmsum félags-
störfum og sat meðal annars í stjórn
hestamannafélagsins Smára 1963-
1973. Sigurður var ókvæntur og
barnlaus.
Á kveðjustund færir Morgun-
blaðið Sigurði bestu þakkir fyrir
ánægjulegt samstarf og vel unnin
störf og sendir fjölskyldunni jafn-
framt innilegar samúðarkveðjur.
Andlát
Sigurður Sigmundsson
Þór Kristjánsson, sem starfar m.a. við hafnaríkjaeftirlit á Samgöngustofu
(Port State Control), segist ekki þekkja til þessa tiltekna máls. Hann seg-
ir að vitað sé að töluvert sé af skipum á heimshöfunum, sem standist
ekki kröfur og reglugerðir. Hins vegar hafi orðið gjörbreyting á norðlæg-
ari slóðum í þessum efnum á síðustu árum.
„Landhelgisgæslan vaktar siglingar í íslenskri lögsögu mjög vel en við
höfum eftirlit með því að t.d. flutningskip og farþegaskip sem koma hing-
að séu með haffærnisskírteini, tryggingar og alla pappíra í lagi,“ segir
Þór. „Þegar ég byrjaði í þessu starfi fyrir 13 árum var talsvert af undir-
málsskipum í kringum landið, en þau sjást ekki lengur. Með tilkomu
öryggisreglugerðar og síðan reglna um siglingavernd hurfu þessi skip af
Norður-Atlantshafi. Norrænir kollegar mínir segja yfirleitt sömu sögu,
það er að skip sem þeir skoða séu flest í lagi og athugasemdum hafi stór-
lega fækkað.
Við erum í samvinnu við 28 önnur Evrópuríki í gegnum hafnaríkis-
eftirlit í Evrópu og EMSA sem er siglingastofnun Evrópu og erum með að-
gang að sameiginlegum tölvubanka. Þetta er mjög virkt samstarf og
reglugerðir strangar þannig að þessi undirmálsskip sjást varla lengur á
norðurslóðum, en vandinn er hins vegar fyrir hendi víða annars staðar,“
segir Þór.
Gjörbreyting í norðrinu
VÍÐA POTTUR BROTINN Á HEIMSHÖFUNUM
Hollvinasamtök
varðskipsins Óðins
Aðalfundur Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins verður
haldinn miðvikudaginn 9. október næstkomandi.
Fundurinn verður í Víkinni - sjóminjasafni
Reykjavíkur, Grandagarði 8 og hefst klukkan 17.00.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Hollvinir varðskipsins Óðins hafa með samstilltu átaki
bjargað þessu merkilega skipi, gert það að lifandi safni
um baráttu okkar í þorskastríðunum og helsta djásni
sjóminjasafnsins.
Hollvinir, fjölmennið á fundinn. Nýir félagar velkomnir.
Stjórn Hollvinasamtaka Óðins
Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Hann dró alls tæplega 200 skip til
lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig
dró hann flutninga- og fiskiskip 14 sinnum af strandstað.
Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar
bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa.
K
O
M
A
lm
an
na
te
ng
sl
/s
va
rt
hv
ítt
eh
f.