Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is Þ egar Inga Lára var lítil stelpa lét faðir hennar þau orð oft falla að „peningarnir yxu ekki á trjánum,“ og könnumst við mörg við að hafa heyrt þetta hjá vinnulúnum foreldrum í brauð- stritinu. Þegar Inga Lára keypti sína fyrstu íbúð tók hún að efast um orð föður síns því íbúðin gerði ekkert annað en að hækka í verði og á tímabili leit virkilega út fyrir að eignarhluturinn færi sífellt vax- andi án þess að nokkuð þyrfti að gera. „Þetta var einmitt þegar allt fór af stað þannig að maður sjálfur og fleiri lentu í því að upplifa að maður væri ansi klókur á mark- aðnum. Svo kom bara í ljós að þetta voru engin klókindi heldur var markaðurinn á þessari leið,“ segir Inga Lára. Framhaldið þekkjum við: Endurfjármögnun varð vinsælt orð og sumir farnir að telja óeðli- legt að eiga of mikið í húsnæðinu sínu. Árið 2006 hóf Inga Lára hag- fræðinámið og fljótlega, á árunum milli gríðarlegrar uppsveiflu í hag- vexti og mikils falls, varð hug- myndin að þessari bók til. Bókin er í raun útfært BS-verkefni Ingu Láru og er hún sniðin að þeim sem hafa áhuga á að vita hvernig gang- verkið er í hagkerfinu. „Það sem skiptir máli er að fólk skilji heiminn sem það býr í. Hann er gjörólíkur heiminum eins og hann var fyrir fimmtíu árum. Við erum öll þátttakendur í svo stóru gangverki,“ segir Inga Lára. Nú þegar hafa nokkrir framhalds- skólar óskað eftir bókinni til að nota við kennslu. Af hverju var enginn búinn að segja mér þetta? Bókin er sett fram á einfaldan hátt og er mjög aðgengileg fyrir ólærða leikmenn. Í fyrstu eru ein- föld hagkerfi frá fyrri öldum höfð til hliðsjónar, þar sem hvert heimili framleiddi fyrst og fremst til eigin neyslu, ólíkt því sem við þekkjum í dag. „Mig langaði að skrifa bók um það sem ég vildi að mér hefði verið sagt á einhverjum tímapunkti. Reyndar hugsaði ég fyrst: Af hverju var enginn búinn að segja mér þetta? En svo þegar ég byrj- aði að skrifa bókina hafði ég það sem útgangspunkt að skrifa ná- kvæmlega um það sem ég vildi að mér hefði verið sagt.“ Að mati Ingu Láru er skiln- ingur á hagkerfinu mikilvægur fyr- ir einstaklinga þegar þeir taka ákvarðanir um eigin fjármál enda Flugmaðurinn sem skrifaði hagfræðibók Hún er ein þeirra kvenna sem gegna flugmannsstarfi hjá Icelandair og segir það sérréttindi að fá að vinna við það sem henni þykir skemmtilegt. Inga Lára Gylfa- dóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og lauk BS-gráðu í hagfræði samhliða starfinu. Nú er komin út kennslubók í hagfræði á mannamáli eftir Ingu Láru og stendur til að kenna hana við framhaldsskóla hér á landi. Ljósmynd/Stefán Hörður Biard Alþingi Allir þingmenn fengu gefins eintak af bókinni þegar hún kom út. Hugtök Halla Kristín Einarsdóttir á heiðurinn af myndunum í bókinni. Hér má sjá hina dularfullu verðbólgudrauga á sveimi við sjálfan Seðlabankann. Bíó Paradís stendur fyrir kvikmynda- fræðslu fyrir börn og unglinga sex vikur í senn á hvorri önn skólaársins. Haustönn fer af stað nú í október. Verkefnisstjóri er Oddný Sen kvik- myndafræðingur. Börnum og ung- lingum gefst möguleiki á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru ýmist klassískar perlur frá öllum skeiðum kvikmynda- sögunnar eða eru lykilkvikmyndir. Sýndar verða myndir frá Bandaríkj- unum, Evrópu, Norðurlöndum, Aust- urlöndum, Íslandi og öllum heims- hornum. Á undan hverri sýningu er haldinn fyrirlestur til að auðvelda áhorfendum að greina kvikmyndina ásamt hugmyndum að ritgerðum og umsögnum barnanna um kvikmynd- irnar. Leitast verður við að skoða margvísleg temu eins og unglings- árin, tengsl nútímakvikmynda við kvikmyndasöguna, úrvinnslu tilfinn- inga, félagsleg tengsl, samfélagsleg tengsl, einelti, listsköpun, sjón- arhorn og uppsetningu svo fátt eitt sé nefnt. Þessar skólasýningar hóf- ust 2011 í samvinnu við fræðslu- yfirvöld og skóla. Dagskrá haust- annar má sjá á vefsíðunni www.bioparadis.is. Vefsíðan www.bioparadis.is/skolasyningar Pönkarabæn Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer, verður m.a. sýnd. Kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga „Þuríður ást mín og angur“ er yfir- skrift bókakaffis í Menningarmið- stöðinni í Gerðubergi, sem verður í kvöld kl. 20. Þar verður fjallað um sögu Þuríðar á Fróðá og Björns Breið- víkingakappa sem er fléttuð í Eyr- byggju í þremur þáttum, dreifðum í tíma og rúmi. Magnús Jónsson ætlar að fjalla um þessa einstöku frásögn af ástarsambandi í meinum, sem spannar 40-45 ár og gerist um árið 1000 á dögum landafundanna í vestri. Næsta víst er að það verður skemmtilegt að njóta þessa kvölds, en Borgarbókasafnið í Gerðubergi býður upp á bókakaffi í kaffihúsinu fjórða miðvikudag hvers mánaðar og hefur það mælst afar vel fyrir. Þar er spjallað um bækur á léttum nótum á meðan gestir kaffihússins njóta veit- inga í notalegu andrúmslofti. Mark- miðið með bókakaffinu er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bók- mennta og sagnamennsku. Endilega … … farið á bóka- kaffi í kvöld Magnús Jónsson Fjallar um Þuríði sem var ást og angur hans Björns. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI ný sending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.