Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 35
situr í stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík frá 2009. Hún sat í stjórn Alfa- deildar Delta-Kappa-Gamma, fé- lags kvenna í mennta- og fræðslu- störfum frá 1999, var formaður deildarinnar frá 2001-2005 og var forseti Delta-Kappa-Gamma á Ís- landi 2011-2013. Sigríður Ragna hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar: „Nær væri að spyrja hverju ég hef ekki áhuga á. Ég hef t.d. ekki áhuga á bílategundum og horfi nánast ekk- ert á sjónvarp.“ Fjölskylda Sigríður Ragna giftist 8.2. 1969 Hákoni Ólafssyni, f. 21.9. 1941, verkfræðingi og fyrrv. forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins. Hann er sonur Ólafs Þor- steins Þorsteinssonar, yfirlæknis á Siglufirði, og k.h., Kristine, dóttur Haakons Glatved Prahl, verk- smiðjueiganda í Alversund í Nor- egi. Börn Sigríðar Rögnu og Há- konar eru Kristín Martha Há- konardóttir, f. 27.4. 1973, verk- fræðingur C.Sc,, M.Sc. í hagnýtri stærðfræði og Ph.D í straumfræði og starfar hjá Verkís verk- fræðistofu en maður hennar er Bjarni Páll Ingason, B.Sc. og M.Sc. í lífefnafræði, hjá Actavis. og er dóttir þeirra Ragnhildur Una, f. 4.12. 2012; Sigurður Óli Há- konarson, f. 2.10. 1975, B.Sc. í hag- fræði, M.Sc. í fjármálum fyr- irtækja og verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, en kona hans er Sveinbjörg Jóns- dóttir, félagsfræðinemi við HÍ, og eru börn þeirra Sigríður Ragna, f. 9.11. 1996, Jón Helgi, f. 23.2. 2000, Friðrika, 4.9. 2007, og Ólafur, 21.6. 2011; Hrefna Þorbjörg, f. 21.1. 1984, B.Sc. í sjúkraþjálfun í fram- haldsnámi við The University of Melbourne í Ástralíu en maður hennar er Björn Björnsson, B.Sc. í tölvunarfræði, M.Sc. í vélaverk- fræði og í MBA-námi við Melbo- urne Buisness School. Systur Sigríðar Rögnu: Þor- björg, f. 24.3. 1927, húsfreyja á Selfossi; Ragnheiður, f. 3.5. 1929, d. 22.7. 1929; Sigríður, f. 18.3. 1931, d. 24.7. 1932. Foreldrar Sigríðar Rögnu voru Sigurður Óli Ólafsson, f. 7.10. 1896, d. 15.3. 1992, kaupmaður, fyrsti oddviti Selfosshrepps og alþm., og k.h., Kristín Guðmundsdóttir, f. 8.2. 1904, d. 9.6. 1992, húsfreyja. Úr frændgarði Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur Sigríður Ragna Sigurðardóttir Kristín Ásgeirsdóttir húsfr. á Kornsá, bróðurdóttir Jakobs Finnbogasonar, pr. í Steinnesi, langafa Vigdísar Finnbogadóttur, og systurdóttir Þuríðar Þorvaldsdóttur, langömmuVigdísar Finnbogadóttur. Lárus Blöndal amtmaður á Kornsá Ragnheiður Blöndal húsfr. á Eyrarbakka Guðmundur Guðmundsson kaupfélagsstj. á Eyrarbakka Kristín Guðmundsdóttir húsfr. á Selfossi Ástríður Guðmundsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Guðmundur Guðmundsson bóksali á Eyrarbakka Sigurður Óli Ólafsson alþm., kaupm. og fyrsti oddviti Selfosskaupstaðar Ólafur Sigurðsson söðlasmiður í Naustakoti á Eyrarbakka Gyðríður Ólafsdóttir húsfr. í Syðri-Steinsmýri Sigurður Sigurðsson snikkari í Syðri-Steinsmýri Ólöf Jónsdóttir húsfr. í Naustakoti Sigurður Teitsson form. í Naustakoti af Bergsætt Þorbjörg Sigurðardóttir húsfr. í Naustakoti Herra Sigurgeir Sigurðsson biskup Íslands Herra Pétur Sigurgeirsson biskup Íslands Pétur Pétursson prófessor við HÍ Svanhildur Sigurðardóttir húsfr. á Eyrar- bakka og í Rvík Haraldur Blöndal ljósmyndari Lárus Þ.H. Blöndal bókavörður Alþingis Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra Benedikt Blöndal hæstaréttardómari Haraldur Blöndal lögmaður Sigurður Guðmundsson kaupm. á Eyrarbakka Páll Sigurðsson skrifstofum. í Rvík. Þorsteinn Pálsson fyrrv. forsætis- ráðherra Valgeir Pálsson lögmaður Jósefína Antónía Blöndal húsfr. í Rvík Lárus Jóhannesson Blöndal alþm. og hæstaréttardómari Anna Jóhannes- dóttir húsfr. í Rvík. Matthías Johannessen skáld og fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Guðmundur Magnússonlæknaprófessor fæddist íHolti í Ásum í Torfalækjar- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu 25.9. 1863. Hann var sonur Magn- úsar Péturssonar, bónda í Holti, og Ingibjargar Guðmundsdóttur hús- freyju. Systir Guðmundar var Margrét á Gilsstöðum, móðir Friðriks Björns- sonar, háls-, nef- og eyrnalæknis. Eiginkona Guðmundar var Katrín Sigríður, dóttir Skúla Sigurðar Þor- valdssonar Sívertsen, óðalsbónda í Hrappsey á Breiðafirði, og Hlífar Jónsdóttur Sívertsen húsfreyju. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1883, lækn- isfræðiprófi við Hafnarháskóla 1890, var kandídat í Kaupmannahöfn og í framhaldsnámi í Berlín og Edin- borg. Guðmundur var fyrst héraðs- læknir með aðsetur á Sauðárkróki, var skipaður kennari við Lækna- skólann 1894, var skipaður prófessor við læknadeild Háskóla Íslands við stofnun hans 1911 og kenndi þar alla tíð handlæknisfræði og auk þess lengi almenna sjúkdómsfræði og líf- eðlisfræði. Hann var rektor Háskóla Íslands 1912-13. Fjölgun íslenskra lækna og verk- fræðinga var ein helsta forsenda al- mennra framfara í lok nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu. Á þessum árum fóru þrír Guðmundar, allir Húnvetningar, fyrir hinni ungu en vaxandi læknastétt hér á landi, þeir Guðmundur Björnsson land- læknir, Guðmundur Hannesson, prófessor og háskólarektor, og Guð- mundur Magnússon prófessor. Brautryðjendastarf þeirra í heil- brigðismálum verður seint fullmetið enda voru þeir dáðir af alþýðu manna og nánast settir í dýr- lingatölu. Guðmundur var formaður Lækna- félags Reykjavíkur, sat í stjórn Læknafélags Íslands, sat í nefnd um varnir gegn berklum, sat í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags, var félagi í Vísindafélagi Íslendinga og heiðursfélagi í Dansk Medicinsk Selskab. Guðmundur lést 23.11. 1924. Merkir Íslendingar Guðmundur Magnússon 90 ára Egill Guðmundsson Lilja G. Pálsdóttir 85 ára Guðlaug Pétursdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Magnús Guðmundsson María Rósinkarsdóttir 80 ára Hulda Þorláksdóttir Katrín Gunnarsdóttir Lillian Kristin Andrésson Ólafur Árni Benediktsson 75 ára Bjarni Kristinsson Bragi Óskarsson Guðrún Klara Daníels Gunnhildur Schram Kristín Haraldsdóttir Þórir Jónsson 70 ára Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir Ingibjörg Jónsdóttir Kristjana Ingvarsdóttir Sigurbjörg Kristín Magnúsdóttir 60 ára Einar Haukur Einarsson Elsa Katrín Hermannsdóttir Guðlaugur J.G. Færseth Guðrún Helga Andrésdóttir Hjalti K. Kristófersson Hrefna S. Ingibergsdóttir Hreggviður Bergmann Sigvaldason Jo Ann Hearn Jón Erlendsson Karl Árnason Pálmi Helgason Pétur Jóhannesson Pétur Jónsson Stefán Sigurbjörnsson Valgerður Jana Jensdóttir Þórður Jónsson 50 ára Björn Jónsson Einar Björn Hjelm Guðmundur K. Sigurbjörnsson Guðni Örn Hauksson Holgeir Jónsson Leifur Geirsson Leszek Marian Damrat Oddur Ingi Ingason Ólafur Týr Guðjónsson Snæbjörn Magnússon Þórdís Jónasdóttir 40 ára Einar Freyr Einarsson Gísli Ottó Olsen Hildur Salína Ævarsdóttir Kristófer Jóhannsson Krzysztof Stanislaw Pokojski Ólöf Elín Rafnsdóttir Tomasz Krysztof Sladowski Viðar Bragi Þorsteinsson 30 ára Aðalbjörg Jónsdóttir Daníel Ingi Eggertsson Eiríkur Lárusson Eva Dögg Hafsteinsdóttir Guðrún Eysteinsdóttir Heiða Gehringer Kristín Jóna Kristjónsdóttir Michal Aleksander Dobrzyniecki Sigríður Dóra Halldórsdóttir Valeria Rivina Til hamingju með daginn 30 ára Þorvaldur ólst upp í Reykjavík, er þar búsett- ur og er nú atvinnubíl- stjóri hjá Atlantsolíu ehf. Maki: Zhilin Huang, f. 1984, iðnverkakona hjá Nóa-Síríusi. Sonur: Steinþór Bjarni, f. 2009. Foreldrar: Sigurbjörg Lóa Ármannsdóttir, f. 1961, læknaritari, og Jónas Guðmundsson, f. 1956, starfsmaður við ferða- þjónustu á Húsavík. Þorvaldur Jónasson 40 ára Guðrún er leik- lista- og stærðfræðikenn- ari við Vogaskóla. Maki: Bjarni Hrafnsson, f. 1971, rekstrarstjóri fyr- irtækisins Samhentir. Börn: Alexandra Jóhanna Bjarnadóttir, f. 1992; Sindri Freyr Bjarnason, f. 1997; Guðrún Birna Bjarnadóttir, f. 2012. Foreldrar: Steinþórunn K. Steinþórsd., f. 1953, og Sigurgeir J. Ögmund- arson, f. 1939, d. 1991. Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir 40 ára Þórný ólst upp á Húsavík, er lærður tamn- ingamaður og starfar hjá Rekstrarvörum ehf. Maki: Ólafur Gunnarsson, f. 1974, þjónustufulltr. og tölvumaður hjá Nýherja, Synir: Björn Steinar, f. 2005, og Birgir Örn, f. 2009. Foreldrar: Steinunn Ás- kelsdóttir, f. 1948, líf- tæknifræðingur og Birgir Steingrímsson, f. 1945, kennari. Þórný Birgisdóttir KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! REKSTRAR- OG ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.