Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. S E P T E M B E R 2 0 1 3
223. tölublað 101. árgangur
KREFJANDI
AÐSTÆÐUR
Á VEIÐISLÓÐ FRUMKVÆÐI, SKÖPUN, ÁRÆÐI
VILL GERA
HAGFRÆÐINA
SKEMMTILEGA
ÓLAFSFJÖRÐUR 18 KENNSLUBÓK 10HREINDÝRAVEIÐAR 14
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Landspítalinn á nú inni rúmlega
1.100 milljónir í útistandandi kröfum
og er hluti þeirra gjaldfallinn. Um
270 milljónir eru skuldir einstak-
linga við spítalann, skuldir á erlend-
um kennitölum eru um 190 milljónir
og aðrar skuldir t.d. fyrirtækja og
annarra heilbrigðisstofnana við spít-
alann nema 680 milljónum.
María Heimisdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Land-
spítalans, segir skuldir einstaklinga
við spítalann stundum töluvert
þungar í innheimtu. „Það hefur
stundum þurft að ganga eftir því að
fólk borgi en síðustu ár hefur okkur
fundist það ganga heldur tregar en
áður. Fólk á erfiðara með að greiða
auk þess sem nokkuð er um að fólk
sé í greiðsluaðlögun og þá stoppar
innheimtuferlið.“
Landspítalinn rukkar eins og
reglugerð velferðarráðuneytisins
kveður á um og samkvæmt henni
hefur spítalinn ekki heimild til að
fella niður skuldir eða breyta sjúk-
lingagjöldum.
María segir að það hefði mikið að
segja fyrir spítalann að fá þessar úti-
standandi kröfur greiddar. „Í fjár-
lögum er gert ráð fyrir því að spít-
alinn afli sér ákveðinna tekna með
því að innheimta þessi gjöld og þá
lækkar fjárheimildin frá ríkinu á
móti. Þannig að ef við náum því ekki
þá kemur það niður á afkomu spít-
alans.“
Margir skulda spítalanum
Landspítalinn á inni 1.100 milljónir í útistandandi kröfum hjá einstaklingum og
stofnunum Skuldir einstaklinga við spítalann orðnar erfiðari í innheimtu
Skuldir og innheimta
» Skuldir einstaklinga við
Landspítalann nema um 270
milljónum.
» Spítalinn er með samning
við tvær lögfræðistofur um
innheimtu, önnur sér um inn-
heimtu innanlands en hin um
alþjóðlegar skuldir.
MSpítalinn á inni … »12
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Vísbendingar eru um að fleiri ungir
menn og unglingspiltar noti eða
prófi vaxtaaukandi stera, en notkun
þeirra getur verið mjög skaðleg
heilsunni. Á undanförnum árum hef-
ur tollgæslan lagt hald á sífellt meira
magn af sterum. Í skýrslu greining-
ardeildar ríkislögreglustjóra er ster-
unum líkt við fljótandi kókaín.
Íþróttakennarar í framhalds-
skólum á höfuðborgarsvæðinu sem
rætt var við sögðust hafa orðið varir
við steraneyslu meðal skólapilta. Að-
gengi virtist vera auðvelt.
Íþróttakennararnir tengja stera-
neysluna við þá áherslu sem margir
leggi á útlit og séu tilbúnir til að
neyta alls kyns efna, óháð því hvort
efnin séu heilsusamleg eða ekki.
Á fíknigeðdeild Landspítalans
leita m.a. þeir sem neyta stera sam-
hliða neyslu á fíkniefnum.
„Það fer ekki vel saman þegar
menn nota örvandi efni og stera og
eru kannski með persónuleika-
röskun líka. Það er ekki góður kok-
teill,“ segir Kjartan J. Kjartansson,
yfirlæknir á deildinni.
Yngri
notend-
ur stera
Ljósmynd/Tollgæslan
Sprauta Sterar í fljótandi formi
sem tollgæslan lagði hald á.
Sífellt meira af
sterum tekið í tolli
Ársfundur Alþjóðahafrannsóknaráðsins var settur í Hörpu í fyrradag og
hann sækja um 700 vísindamenn á sviði hafrannsókna. Í gær var sýning á
veggspjöldum ungra háskólanema sem stunda framhaldsnám í fiskifræð-
um við HÍ og vinna að verkefnum sem tengjast haf- og fiskirannsóknum.
Fjölbreytt málefni hafsins rædd í Hörpu
Morgunblaðið/Golli
Óleyfileg-
ar búðir í
atvinnu-
húsnæði eru
á um 150 til
190 stöðum
í Reykjavík
og ná-
grenni, að
sögn Jóns
Viðars
Matthíassonar, slökkviliðsstjóra
höfuðborgarsvæðisins. Stjórn
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
hefur falið honum að ræða við for-
svarsmenn skipulagsmála viðkom-
andi sveitarfélaga um stöðuna og
úrbætur. »6
Óleyfilegar íbúðir
á 150-190 stöðum
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Umhverfis- og auðlindaráðherra
hefur ákveðið að afturkalla lög um
náttúruvernd nr. 60/2013 sem voru
samþykkt á Alþingi rétt fyrir þing-
lok í vor. Lögum þessum var ætlað
að taka gildi 1. apríl 2014. Ráðherra
hefur ákveðið að leggja fram frum-
varp á Alþingi þegar þing kemur
saman í haust með tillögu um að fella
úr gildi hin nýju náttúruverndarlög
nr. 60/2013, sem
annars tækju
gildi 1. apríl 2014.
Verði það frum-
varp samþykkt á
Alþingi verður í
raun engin breyt-
ing heldur munu
núgildandi nátt-
úruverndarlög
nr. 44/1999 halda
áfram gildi sínu.
„Það ríkti mikill ágreiningur um
þessi lög og margir skrifuðu undir á
ferðafrelsi.is þar sem menn gagn-
rýndu harðlega mörg ákvæði lag-
anna sem þóttu vera takmarkandi og
ganga of langt,“ segir Sigurður Ingi
Jóhannsson, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra.
Ný lög í undirbúningi
„Til þess að fá ráðrúm til þess að
fara yfir athugasemdir sem bárust
þá fannst mér mikilvægt að lögin
yrðu afturkölluð og sett af stað innan
ráðuneytisins vinna við að undirbúa
ný náttúruverndarlög og endurskoð-
un náttúruverndaráætlunar. Hug-
myndin er sú að leggja fram nýtt
frumvarp á vorþingi þar sem meira
tillit verður tekið til þeirra athuga-
semda sem bárust og í meiri sátt.
Þessi lög voru samþykkt í vor með
gildistöku langt fram í tímann vegna
þess að það var mikill ágreiningur í
þinginu um málið og þetta var því
leið fyrrverandi ríkisstjórnar til þess
að klára málið,“ segir Sigurður.
Náttúruverndarlög afturkölluð
Lagt verður til að ný náttúruverndarlög sem samþykkt voru í vor verði felld úr
gildi Núgildandi lög halda gildi sínu Meira tillit tekið til athugasemda
Sigurður Ingi
Jóhannsson