Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Fiskisúpur í Fylgifiskum
Verð 1.790 kr/ltr
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Svartar dragtir
Stærðir 36-52
Innigallar
fyrir konur á öllum aldri
Stærðir S-XXXXL
Bómullarbolir
í mörgum litum, stutterma,
langerma og rúllukragabolir
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Velúrgallar
Ný sending - margir litir
TÍSKU
MARKAÐUR
POP-UP
MC PLANET
VÖRUMERKIÐ HÆTTIR!
OPNUNARTÍMI:
MÁN.-FÖS: 13-18 - LAU.12-16
50-80% afsláttur!
MÖRKINNI 6 -108 REYKJAVÍK
Allt á að seljast!
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Haraldur Magnússon, bóndi í Belgs-
holti í Melasveit, setti upp fyrsta
vindorkuver landsins árið 2011 þeg-
ar hann gangsetti vindmyllu á jörð
sinni. Hún skemmdist þó fjórum
mánuðum eftir gagnsetningu en hef-
ur nú verið gerð upp og verið gang-
sett að nýju. „Núna bíð ég bara eftir
því að það komi vindur og myllan
fari að framleiða rafmagn fyrir mig,“
segir Haraldur en það hefur tekið
hann nærri tvö ár að gera upp gömlu
vindmylluna sem skemmdist tölu-
vert. „Framleiðandi vindmyllunnar
er farinn á hausinn og ég gat því
ekki leitað til hans við endur-
bygginguna. Þá var ég ekki tryggð-
ur og þurfti að bera allan kostnað
sjálfur en hann hleypur á sjö millj-
ónum í dag.“
Hálfíslensk vindmylla
„Endurbyggingin á vindmyllunni
var að mestu unnin hér heima þar
sem framleiðandinn er gjaldþrota.
Seigla skipasmíðastöðin á Akureyri
tók t.d. mót af gömlu spöðunum og
smíðaði nýja fyrir mig. Þá var skipt
um allan tölvubúnað og stjórnbúnað
hér heima,“ segir Haraldur og því ís-
lenskt hugvit sem stýrir vindmyll-
unni í rétta átt eftir vindi.
Ýmsar aðrar endurbætur voru
gerðar á vindmyllunni að sögn Har-
alds sem segir hana vera orðna hálf-
íslenska eftir endurbygginguna.
Nú vaknar hins vegar sú spurning
hvort íslenska hugvitið sjái við rok-
inu og haldi vindmyllunni gangandi í
vetur og á næstu árum. „Við vonum
það besta en ég hef trú á því að hún
muni standa lengur en síðast.“
80-90 þúsund kílóvattstundir
Vindmyllan á að geta framleitt
meira en helminginn af raforkuþörf
búsins en Haraldur segir framleiðsl-
una geta verið 80 til 90 þúsund kíló-
vattstundir á ári. „Þegar við erum
ekki að nota orkuna þá seljum við
hana inn á landsnetið. Þannig spör-
um við okkur kaup á raforku og
fáum tekjur af sölu þegar notkunin
er lítil hjá okkur.“
Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast
með vindmyllunni í Belgsholti geta
farið á heimasíðu bæjarins belgs-
holt.is þar sem finna má upplýsingar
um vindmælingar, raforkufram-
leiðsluna og hægt verður að fylgjast
með vindmyllunni í vefmyndavél.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Endurbygging Gamla vindmyllan í Belgsholti sem hrundi árið 2011 í miklu
roki hefur verið endurbyggð frá grunni og gangsett á nýjan leik.
Gangsetur vind-
myllu á nýjan leik
Raforka
» Gamla vindmyllan hrundi
fjórum mánuðum eftir gang-
setningu.
» Endurbyggði gömlu vind-
mylluna frá grunni með ís-
lensku hugviti.
» Framleiðir allt að 80 til 90
þúsund kílóvattstundir á ári.
Hægt að fylgjast með vind-
myllunni á vefmyndavél á
heimasíðunni belgsholt.is.
Gamla myllan fauk í íslenska rokinu
Neysluskammtar af amfetamíni
fundust við húsleit sem lög-
reglumenn framkvæmdu í gær-
kvöldi ásamt fíkniefnaleitarhundi í
íbúð fjölbýlishúss á Seyðisfirði.
Einn maður var handtekinn í
tengslum við málið en honum var
sleppt að lokinni skýrslutöku.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu var húsleit heima hjá karl-
manni á þrítugsaldri að undan-
genginni rannsókn lögreglu.
Þar fundust nokkur grömm af
amfetamíni. Húsráðandinn við-
urkenndi að hann ætti efnið og að
það væri til eigin neyslu.
Lögregla fann am-
fetamín við húsleit