Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 1
Unnið er að því að þróa nýjar aðferðir til að
greina örsmáar ryk- og öskuagnir í andrúms-
loftinu. Hér á landi starfa að verkefninu Pavla
Dagsson Waldhauserová doktorsnemi og Har-
aldur Ólafsson, veðurfræðingur og prófessor.
Loftbelgur ber á loft lítið tæki. Það dregur í
sig andrúmsloft, lýsir á það með leysigeisla og
mælir endurkast frá ögnunum. Loftmælitæki
var sent á loft í gær og var reiknað með að það
færi í 30-35 km hæð. Ísing olli því að belgurinn
fór ekki nema í 22 km hæð og féll svo í miðjan
Hvalfjörðinn. Tækið sýndi dálítið af ryki upp í
um 200 metra hæð en fyrir ofan 1.000 metra var
mjög tært loft. Búnaðinn má nota til að mæla
ösku frá eldgosum og aðrar agnir í loftinu.
Loftið mjög tært þegar komið var í 1.000 metra hæð
Morgunblaðið/RAX
Loftbelgur ber tæki sem mælir agnir í andrúmsloftinu á leið hans upp í háloftin
F Ö S T U D A G U R 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 3
260. tölublað 101. árgangur
VILL DRAGA ÚR
SYKURNEYSLU
UNGS FÓLKS
ARNAR KVEÐUR
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
FORMLEGA
BESTI SÖNGVARINN Í
MÚSÍKTILRAUNUM
FRÁ STOKKSEYRI
NÆR SÁRSAUKAMÖRKUM 46 100 DAGA HRINGFERÐ 21HOLLARI SMÁKÖKUR 10
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Per-
fect Money í Hong Kong er eitt af
þúsundum erlendra aðila sem hafa
kosið að skrá vefsíðu sína undir höf-
uðléninu .is.
Að sögn Jens Péturs Jensen,
framkvæmdastjóra Internets á Ís-
landi (ISNIC), völdu forsvarsmenn
Perfect Money .is-lén fyrir greiðslu-
gættina vegna traustsins sem það
nýtur. Síðan mun nýta DNSSEC-
öryggiskerfið sem ISNIC er nýbyrj-
að að bjóða upp á fyrir .is-lén.
Aðilar með aðsetur erlendis eru
rétthafar um fjórðungs allra .is-
léna. Tekjur af útflutningi á lénum
hafa komið íslenskum rétthöfum til
góða en unnt hefur verið að lækka
gjöld fyrir lénin vegna þeirra. »26
Fyrirtæki í Hong
Kong með .is-lén
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Mér fannst þetta vera ágætur
fundur,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, eftir fund samninga-
nefndar ASÍ með þremur ráðherr-
um í gær. Samninganefndin óskaði
eftir fundinum til að fá svör um vilja
stjórnvalda til aðgerða varðandi
komandi kjarasamninga. Gylfi taldi
svör hafa fengist um vilja stjórn-
valda til að koma að málinu. Hann
sagði að samninganefndin hefði ósk-
að eftir fundinum til að fá skýrari
svör um vilja stjórnvalda til aðgerða
vegna komandi kjarasamninga.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, sagði að atriði
sem nefnd voru hefðu flest snúið að
því að auka stöðugleika, ná niður
verðbólgu og renna þannig stoðum
undir það sem hann vildi kalla kaup-
máttarkjarasamninga, þ.e. með
áherslu á aukinn kaupmátt en ekki
eingöngu nafnlaunahækkanir. „Öll
atriði sem geta stuðlað að slíku eru
um leið atriði sem við höfum áhuga
á,“ sagði Bjarni. Sumt af því sem
nefnt var á fundinum kosti ekki auk-
in útgjöld heldur t.d. aðra nálgun á
lækkun tekjuskatts. „Ég lýsi mig
reiðubúinn að ræða slíka hluti enda
er til mikils að vinna að stuðla að
friði á vinnumarkaði og auknum
stöðugleika í samfélaginu,“ sagði
Bjarni.
Ráðherranefndin mun hittast í
dag. Stefnt er að því að koma með
hugmyndir um hvernig búa megi um
samstarfið á gildistíma slíks kjara-
samnings og í aðdraganda hans.
MKallað eftir viðbrögðum... » 2
Vilja fá skýrari svör
Samninganefnd ASÍ fundaði með ráðherrum vegna komandi kjarasamninga
Fjármálaráðherra segir stjórnvöld vilja stuðla að friði á vinnumarkaðnum
Kjaramálin
» Í samninganefnd ASÍ sitja
formenn aðildarsambanda og
verkalýðsfélaga í ASÍ.
» Forsætis-, fjármála-, félags-
mála- og iðnaðarráðherra
skipa ráðherranefndina.
Morgunblaðið/Golli
Kjaramál Ráðherrar funduðu með
samninganefnd ASÍ í gær.
Morgunblaðið/Gunnar
Kolgrafafjörður Dauð síld í hrönnum.
Kynntar hafa verið í ríkisstjórn
hugmyndir um aðgerðir í Kolgrafa-
firði til að koma í veg fyrir síldar-
dauða þar. Fjórar leiðir eru helst
taldar koma til greina, en eftir er
að útfæra þær allar.
Samkvæmt grófu mati er talið að
kostnaður við að opna fjörðinn og
gera nýja brú á vegfyllingu myndi
kosta um 800 milljónir. Lokun
fjarðarins er talin geta kostað 5-600
milljónir, en báðar þessar fram-
kvæmdir tækju nokkurn tíma.
Þriðja leiðin er um 1100 metra girð-
ing utan brúar með veifum til að
fæla síldina frá. Slík lausn er talin
kosta 60-80 milljónir. Fjórða leiðin
er að dæla súrefni í fjörðinn þegar
vart verður við súrefnisskort. »18
Mismunandi að-
gerðir gætu kostað
60-800 milljónir
„Okkur blöskra yfirlýsingar
þungavigtarmanna í þjóðfélag-
inu,“ segir Aðalsteinn Á. Bald-
ursson, formaður Framsýnar
stéttarfélags á Húsavík, en
stjórn félagsins sendi frá sér
harðyrta ályktun í gærkvöldi um
kjaramál. Þar eru gerðar alvar-
legar athugasemdir við mál-
flutning Samtaka atvinnulífsins
og seðlabankastjóra varðandi
kröfur verkafólks um hækkun
lægstu launa.
Aðalsteinn sagði að þeir væru
fylgjandi skammtímasamningi
til allt að 12 mánaða. Á meðan
yrði unnið að gerð langtíma
kjarasamnings.
Blöskra yfir-
lýsingarnar
FRAMSÝN ÁLYKTAR