Morgunblaðið - 08.11.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 08.11.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hef- ur frá því í sum- ar heimsótt tæplega 100 vinnustaði í um- dæminu og kannað hvort atvinnuleyfi starfsmanna væru í lagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. „Skemmst er frá því að segja að svo hefur verið í nær öllum til- fellum og ástand mála því almennt mjög gott, en skráðar hafa verið niður upplýsingar um 310 erlenda starfsmenn. Gerðar voru athuga- semdir við fjóra starfsmenn. Þrír þeirra höfðu atvinnuleyfi, en ekki á þeim stöðum þar sem þeir voru við vinnu. Fjórði starfsmaðurinn reyndist ekki hafa atvinnuleyfi hér á landi, en tekið skal fram að fjór- menningarnir voru við störf á jafn- mörgum stöðum,“ segir í tilkynn- ingunni. Í aðgerðunum heimsótti lögregla veitinga- og skemmtistaði, fisk- vinnslur, efnalaugar, þvottahús og bifreiðaverkstæði. Flestir með gild atvinnuréttindi Lögregla heimsótti m.a. veitingastaði. SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Lögregluumdæmum á landsbyggð- inni hefur verið gert að skera mikið niður undanfarin ár, meðal annars akstur lögreglubíla en hver ekinn kílómetri er kostnaðarsamur. Bitnar það helst á sýnileika lögreglunnar og umferðaröryggi. Langt getur verið á milli starfsstöðva lögreglunnar á landsbyggðinni og því eru oft langir vegkaflar, m.a. á þjóðveginum, eftir- litslausir nánast alla daga ársins. Hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum hefur dregið mikið úr heildar- málafjölda síðan 2008. Árið 2008 voru málin sem komu til kasta lögreglu 5.243 en í fyrra voru þau 2.771. Mikið hefur dregið úr umferðarlagabrotum, þau hafa farið úr 1.110 árið 2008 niður í 507 árið 2012, árið áður voru þau að- eins 388. Akstur lögreglu dregist saman Þó dregið hafi úr umferðarlaga- brotunum þýðir það ekki að ökumenn séu orðnir löghlýðnari. Þegar akstur lögreglubifreiða embættisins yfir sama tímabil er skoðaður sést að fækkun umferðarlagabrota helst í hendur við minni akstur lögreglunnar um umdæmið. Akstur lögreglubíla hefur dregist saman um 60% frá árinu 2006 hjá lögreglunni í Borgar- firði og Dölum. Í því umdæmi eru þrír lögreglubílar í dag, þar af einn í Búð- ardal, og hefur fækkað um einn frá 2007. Lögreglumönnum hefur fækk- að um tvo síðan 2011 og yfirvinna dregist saman um tæpan helming síð- ustu fimm ár. Sjö lögreglumenn starfa í umdæminu nú, þar af eru fimm á vöktum. Enginn hefur verið ráðinn í sumarafleysingar síðustu þrjú sumur og oft er aðeins einn lög- reglumaður á vakt og aðeins tveir á laugardagskvöldum í öllu umdæminu sem er 8.045 ferkílómetrar að stærð. Íbúar umdæmisins eru um 5.000 talsins en mikil dulin búseta er á svæðinu vegna háskóla á Bifröst og Hvanneyri og mikillar sumarhúsa- byggðar. Talið er að 15 til 20 þúsund manns séu í umdæminu um helgar yf- ir sumartímann og að jafnaði 8 til 10 þúsund yfir vetrartímann. Þá er ótal- in öll sú bílaumferð sem fer í gegnum umdæmið eftir þjóðvegi eitt en hún hefur aukist mikið síðustu ár. Theodór Þórðarson, yfirlögreglu- þjónn lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum, segir að til margra ára hafi fjármagn verið vanáætlað til embætt- isins, það sé ekki reiknað út frá rétt- um grunni. „Fjármagn til úthlutunar er reiknað út frá íbúum með skráð lögheimili í hverju umdæmi. Við í okkar umdæmi búum við þá sérstöðu að stór hluti þess fólks sem dvelst í umdæminu er ekki lögskráður þar. Við höfum reynt að sýna fram á þetta misræmi og nálgast réttlátari fjár- veitingagrunn. Hingað til hefur geng- ið treglega að fá leiðréttingu okkar mála samanber nýja fjárlagafrum- varpið,“ segir Theodór en í því er gert ráð fyrir að umdæmið fái 4,5 milljóna króna aukningu frá árinu 2013, sú upphæð hrekkur skammt og er mun lægri en hjá mörgum sambærilegum lögregluembættum. Aukið agaleysi í umferðinni Áhyggjur eru uppi um að minni sýnileiki lögreglunnar í stórum um- dæmum auki agaleysi í umferðinni. „Alltaf heyrist af stöku ökumönnum sem aka langt yfir leyfilegum há- markshraða, sem auðvitað skapar ekki aðeins hættu fyrir þá heldur aðra í umferðinni. Sýnilegt eftirlit lögreglu er mikilvægt, minni líkur eru þá á því að lögbrot séu framin á því svæði. Við myndum vilja sjá aukið eftirlit á þess- um lengri vegalengdum hér,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlög- regluþjónn á Vestfjörðum. Aðrir lögregluþjónar á lands- byggðinni, sem blaðamaður ræddi við, eru sammála um að frá efnahags- hruni hafi dregið gríðarlega mikið úr umferðarlöggæslu og það bitni fyrst og fremst á öryggi borgaranna. Mikið hefur dregið úr skráð- um umferðarlagabrotum  Ökumenn ekki orðnir löghlýðnari heldur hefur eftirlit lögreglunnar minnkað Málafjöldi miðað við akstur lögreglubifreiða frá 2008 til 2012 Hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 250 200 150 100 50 0 M ál af jö ld i Ek ni rk m (x 1. 00 0) Heildarmálafjöldi Þar af umferðarlagabrot Akstur lögreglubifreiða LBD 2008 2009 2010 2011 2012 5.243 3.442 3.370 2.491 2.771 1.110 593 622 388 507 Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, þingmenn og fyrrver- andi ráðherrar, kynntu bækur sínar og árituðu á sama tíma síðdegis í gær. Steingrímur var í Eymundsson við Austurstræti og Össur í Eymundsson við Skólavörðustíg. Fjölmenni var á báðum stöðum en í bókum sínum gera þeir upp störf sín í síðustu ríkisstjórn, hvor með sínum hætti. Morgunblaðið/Eggert Útgáfuteiti á sama tíma Morgunblaðið/Golli Steingrímur og Össur kynntu bækur sínar Hæstiréttur hef- ur gert Björgvini Guðmundssyni, ritstjóra Við- skiptablaðsins, að greiða Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi Sögu, 200 þúsund krón- ur í miskabætur og eina milljón króna í málskostnað vegna um- mæla um Pétur í blaðinu og á vef- síðu þess. Ummælin „Þessu og fleiru reiddist Pétur mjög, henti öllu af borðinu hjá sér í beinni út- sendingu og reif í Björn Val“ voru ómerkt og einnig ummælin „Lenti í handalögmálum í útvarpsviðtali“. Hæstiréttur féllst á með héraðs- dómi að hin röngu ummæli hefðu verið til þess fallin að valda Pétri álitshnekki. Björgvini gert að greiða Pétri bætur Björgvin Guðmundsson Í afbrotatölfræði Ríkislög- reglustjóra fyrir árið 2012 má sjá að umferðarlagabrotum fjölgaði það ár frá árinu 2011. „[...]og er það í fyrsta sinn frá árinu 2007 sem brotum í þessum brotaflokki fjölgar milli ára. Umferðarlaga- brotum og sérrefsilagabrotum fjölgaði um 13% frá 2011 til 2012,“ segir í tölfræðiskýrslunni sem má finna á vef Ríkislög- reglustjóra, logreglan.is. Árið 2011 fækkaði umferð- arlagabrotum um 27% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára á undan. En árið 2010 voru um- ferðarlagabrotin 700 færri en ár- ið á undan, 2009. Það ár var fjöldinn sambærilegur og árið áður, 2008, en þá fækkað þeim um 3400 frá árinu 2007. Árið 2007 var niðurskurður ekki hafinn í stórum stíl og það ár fjölgaði umferðarlagabrot- unum frá árunum áður. Hrað- akstursbrotum fjölgaði meðal annars um 47% en það sumar voru tvær hraðamyndavélar tekn- ar í notkun. Mikil fækkun brota frá 2007 AFBROTATÖLFRÆÐIN Eftirlit Umferðareftirlit lögreglunnar. Morgunblaðið/Júlíus Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á árunum 2009-2014 greiða Noregur, Ísland og Liechtenstein 988 milljónir evra í Þróunarsjóð EFTA. Samninga- viðræður um hvaða upphæð eigi að leggja í sjóðinn á næsta fimm ára tímabil munu hefjast innan skamms og það liggur fyrir að Evrópusam- bandið mun krefjast þess að framlög- in hækki. Þetta kom fram í norska dag- blaðinu Aftenposten í gær. Norski ut- anríkisráðherrann, Vidar Helgesen, vildi ekki ræða um yfirvofandi samn- ingaviðræður við ESB við blaðið. Hann tók þó fram að hann teldi ekki eðlilegt að framlag Noregs myndi hækka, enda lægi fyrir að fjárlög ESB myndu lækka á næsta ári, í fyrsta sinn í sögunni. Í Aftenposten kom fram að ESB- ríkin 28 hafa samþykkt samningsum- boð fyrir framkvæmdastjórn ESB í viðræðunum. Þar sé engin upphæð nefnd en á hinn bóginn tekið skýrt fram að framlögin eigi að hækka. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur íslenskum stjórnvöld- um ekki verið greint frá hvað felst í samningsumboðinu, hvorki formlega né óformlega. Í Aftenposten segir að aukin fram- lög verði nýtt til að berjast gegn at- vinnuleysi meðal ungs fólks í ESB en í sumum ríkjum þess er það gríðarlega mikið, t.d. á Spáni þar sem það er talið vera yfir 50%. Fimmtán ríki fá styrki Í EES-samningnum er kveðið á um að EFTA-ríkin leggi sitt af mörkum til að aðstoða þau ríki Evrópusam- bandsins sem höllum fæti standa. Þegar sjóðurinn var settur á lagg- irnar árið 1994 fengu m.a. Írland og N-Írland styrki úr sjóðnum en þegar efnahagur þessara svæða batnaði féllu styrkir þangað niður. Nú fá fimmtán aðildarríki ESB styrki úr sjóðnum þ.e. ríki sem áður voru aust- an við járntjaldið, auk Spánar, Portú- gals, Möltu og Kýpur. Upphaflega átti Þróunarsjóðurinn aðeins að starfa í fimm ár en ítrekað hefur verið samið um framlengingu. Þegar síðast var samið um greiðsl- urnar, árið 2010, var tekið tillit til efnahagslegrar stöðu Íslands og Nor- egur og Liechtenstein tóku á sig meg- inhluta hækkunarinnar. ESB vill hærri framlög í Þróunarsjóð EFTA  Renni til baráttunnar gegn atvinnuleysi ungs fólks í ESB Tveir sjóðir » Noregur leggur til lang- stærsta hluta fjárhæðarinnar í Þróunarsjóð EFTA eða um 96%. Ísland leggur til rúmlega 3% og Liechtenstein um 1%. » Að auki leggur Noregur um 800 milljónir evra í sérstakan þróunarsjóð sem hin ríkin tvö taka ekki þátt í. » Samtals nema framlög Ís- lands á tímabilinu 2009-2014 um 5,5 milljörðum króna, skv. fjárlögum hvers árs, tæplega 34 milljónir evra. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.