Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 6
Fyrir nokkru var ákveðið að Sig- urður Ingi færi til fundar í Ósló í næstu viku og myndi þá hitta Aspa- ker. Ráðgert er að Sigurður Ingi hitti Damanaki í næstu viku og einnig er fyrirhugaður fundur Damanki og Aspaker. Írar háværir Innan Evrópusambandsins hafa Írar haft sig talsvert í frammi og eindregið mótmælt því samnings- tilboði sem liggur fyrir. Þótt ríki Evrópusambandsins séu ekki ein- huga er talið að Maria Damanaki hafi tryggt sér meirihluta meðal ríkja ESB til að ganga frá samn- ingum skv. því tilboði sem verið hefur í umræðunni síðustu vikur. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Næsti samningafundur í makríldeil- unni hefst 18. nóvember, en þessa dagana ræða ráðamenn lausn deil- unnar á formlegum og óformlegum fundum. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra mun í síðari hluta næstu viku hitta Elisabet Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, á fundi í Ósló og fyrir- hugað er að hann eigi einnig í næstu viku fund með Mariu Dam- anaki, sjávarútvegsstjóra Evrópu- sambandsins. Á viðræðufundi í London síðari hluta október kom í ljós að talsvert verk er óunnið áður en hægt verður að ganga frá samningum. Á þeim fundi var ekkert rætt um skiptingu kvóta á milli ríkjanna, en þess í stað farið yfir vísindalegt mat á stærð stofnsins og ráðgjöf um veið- ar. Skiptast á skoðunum Jacob Vestergaard, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, og Elisabet Aspaker ræddu makríldeiluna fyrir síðustu helgi, en Færeyingar hafa látið í ljós óánægju með þau 12% sem þeim munu hafa verið boðin í samningstilboði frá Evrópusam- bandinu. Færeyingar eiga á sama tíma í deilum við Evrópusambandið vegna viðskiptaþvingana vegna aukinna síldveiða Færeyinga í ár. Þær þvinganir hafa haft ýmislegt óhagræði og tekjutap í för með sér fyrir Færeyinga, sem síðsumars og í haust hafa ekki getað flutt makríl- og síldarafurðir í gegnum Evrópu. Damanaki og Vestergaard hafa ekki rætt málin, samkvæmt heim- ildum blaðsins, en fulltrúar þeirra skipst á skoðunum. Formlega mun ekki hafa verið rætt um síld sam- hliða tilraunum til að leysa makríl- deiluna. Pólitískar þreifingar í makríldeilunni  Næsti samningafundur hefst 18. nóvember  Sigurður Ingi hittir Aspaker og Damanaki Sigurður Ingi Jóhannsson Jacob Vestergaard Maria Damanaki Elisabeth Aspaker 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hvað dettur ungmennum í Grinda- vík helst í hug að gera þegar þeim er boðið að skapa skúlptúra sem tengj- ast eldi? Vitaskuld sækja þau í hina lifandi náttúru í umhverfi bæjarins og gera gjósandi eldfjall og hraun og svo regnboga. Svo verður kveikt í listaverkunum í kvöld til að búa bæj- arbúa undir vetur og myrkasta skammdegið. Mikil ljósahátíð er haldin á þess- um tíma í Rovaniemi, vinabæ Grindavíkur í Finnlandi. Þá eru brenndir skúlptúrar sem bæjarbúar hafa gert. „Það er löng hefð hjá þeim að tak- ast á við skammdegið með því að tendra eld,“ segir Þóranna Björns- dóttir listakona sem fór á hátíðina í fyrra ásamt Guðnýju Rúnarsdóttur en þær voru þá í meistaranámi í list- kennslu við Listaháskóla Íslands. Þær komu þeirri hugmynd á fram- færi við bæjaryfirvöld í Grindavík að halda eldskúlptúrahátíð, eins og í vinabænum. Vinna að eigin hugmyndum Grunnskólinn og frístunda- og menningarsvið Grindavíkur standa saman að vikulöngu námskeiði fyrir sautján nemendur úr 9. og 10. bekk grunnskólans. „Þetta er mjög skemmtilegt tækifæri til að brjóta upp kennsluna og styrkja þau í verk- og listgreinum,“ segir Rósa Signý Baldursdóttir myndmenntakennari í Grunnskóla Grindavíkur. Afrakstur námskeiðsins er fjórir skúlptúrar, samkvæmt hugmyndum nemendanna sjálfra. Þau fengu æf- ingu í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. „Þau segjast hafa lært að vinna saman að verkefni og ljúka því á stuttum tíma,“ segir Rósa og bætir við: „Ég held að það þurfi meira af slíkum sköpunarkrafti í ís- lensku samfélagi.“ Ljósið kemur aftur Nemendurnir voru að ljúka við frágang skúlptúranna fjögurra í gær. Meðal annars þurfti að finna gott eldsneyti til að láta þá brenna glatt og þar kemur þurrt hey að góð- um notum. Námskeiðinu lýkur í dag og verð- ur eldskúlptúrahátíðin klukkan 18. „Við erum búin að bíða spenntar eft- ir þessum degi frá því í vor að við komum hugmynd okkar á framfæri. Þessi gjörningur á að minna okkur á að ljósið kemur alltaf aftur,“ segir Þóranna. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Listasmíði Sautján nemendur úr 9. og 10. bekk grunnskólans völdu að sækja námskeið í tréskúlptúragerð í áhalda- húsi bæjarins. Þeir gerðu skúlptúrana sem brenndir verða á hátíðinni í fjörunni í Grindavík í kvöld, kl. 18. Skammdegið stytt  Nemendur grunnskólans í Grindavík gera skúlptúra og brenna þá í kvöld til að búa sig undir svartasta skammdegið Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þættirnir Sönn íslensk sakamál hafa verið sóttir 90 þúsund sinnum á vef- svæðinu deildu.net en fimmta þátta- röð sjónvarpsþáttanna er nú í sýn- ingu á Skjá einum. Sævar Guð- mundsson, leikstjóri þáttanna, segir niðurhalið hafa eyðilagt möguleika aðstandenda þeirra til að fá upp í kostnað með dvd-sölu og þá hafi Skjárinn vart lengur tilefni til að koma að gerð annarrar þáttaraðar þegar stöðin hefur ekki lengur áskriftatekjur af sýningu þáttanna. „Um leið og það var gefið skotleyfi á íslenska efnið á deildu.net þá fóru allir þættirnir þar inn nánast sam- dægurs,“ segir Sævar en Sönn ís- lensk sakamál og kvikmyndin Djúp- ið hafi í kjölfarið orðið mest sótta íslenska efnið á síðunni. Spurður að því hvað hann meinar með skotleyfi segir Sævar að þegj- andi samkomulag hafi ríkt um að ís- lensku efni væri ekki deilt á deild- u.net þar til nýr stjórnandi tók við síðunni fyrir um tveimur mánuðum og lýsti yfir að notendur mættu setja inn allt efni, nema barnaklám. Sævar segir að aðstandendur þáttanna hafi sett sig í samband við stjórnanda síðunnar, sem kallar sig Afghan Guru, en hann hafi neitað að fjarlægja efnið af síðunni. „Hann tekur þarna við fyrir um tveimur mánuðum og setur þessar reglur. En það eru mjög margir not- endur sem eru á móti því að það sé íslenskt efni þarna og þetta þegjandi samkomulag um að það væri ekkert íslenskt efni þarna inni var bara virt af notendum og það var í raun bara ótrúlegt að um leið og það kom ís- lenskt efni inn þá var því bara hent út,“ segir Sævar. „Ég hef sjálfur skrifað þeim sem rekur síðuna og beðið hann vinsam- lega að fjarlægja þessa þætti en hann ber alla ábyrgð af sér og segir að hann geti ekkert gert í þessu og að ég verði að hafa samband við þá sem eru að setja þetta inn og biðja þá að taka þetta út. En þeir eru oft- ast undir nafnleynd og ég get ómögulega haft samband við þá.“ Sævar segir að enn sem komið er sé tapið stærst fyrir Skjáinn, fólk þurfi ekki lengur að kaupa áskrift til að sjá þættina, þar sem þeir séu komnir á netið og aðgengilegir þar frítt. Hann segist skilja þankagang þeirra sem réttlæta niðurhal með því að vísa til breyttrar tækni og annarra sjónarmiða en hann sé þeim algjörlega ósammála. „Það þarf að fjármagna þessa þætti okkar og við fjármögnum þá ekki með því að gefa þá,“ segir hann. „Jú, við gætum gert það með pepsi- eða kókflöskum og ýmsum vöru- merkjum út um allt, það væri séns að gera þetta svoleiðis, en ég held að enginn vilji það.“ Þættirnir sóttir 90 þúsund sinnum  „Skotleyfi“ gefið á íslenskt efni Sakamál Sævar segir þau rök að niðurhal auki vinsældir þáttanna duga skammt, þar sem vinsældir einar borgi ekki reikningana. Þáttaraðirnar af Sönnum íslensk- um sakamálum eru orðnar fimm en fyrstu þrjár voru sýndar á RÚV árin 1999-2002 og þáttaraðir fjögur og fimm á Skjá Einum. Fjórða þáttaröðin lauk göngu sinni í desember síðastliðnum. „Strax í janúar settum við hana á VOD-ið og leiguna og hún gengur ágætlega þar, menn ná í þættina og allt í góðu. Svo þegar deildu.net gefur þetta leyfi á ís- lenska efnið, þá bara hrynur þetta,“ segir Sævar. Hann segir erfitt fyrir að- standendur þáttanna að grípa til að- gerða, stjórn- andi deildu.net sé óþekktur og geti í raun ver- ið hvar sem er í heiminum. Þá hafi símafyrirtækin neitað að koma að baráttu rétt- hafa með því að loka á skráa- skiptasíður. Sjónvarpsleigan hrundi ERFITT VIÐUREIGNAR Sævar Guðmundsson Það er skemmtilegt að geta staðið upp úr sætunum og gert eitthvað nýtt,“ segir Gyða Dögg Heið- arsdóttir nemandi sem var að leggja síðustu hönd á eld- fjallaskúlptúr ásamt Birgi Erni Harðarsyni og fleiri félögum. Frið- finnur Sigurður Sigurðsson vann hins vegar í öðrum hópi við að gera hraunskúlptúr. „Það ætluðu allir að gera eldfjöll svo við ákváðum að sýna það sem verður eftir, hraunið.“ Öll segjast þau hafa hugsað mest um umhverfi Grindavíkur þegar þau voru að leita að hug- myndum. Þau segjast ekki sjá eftir því að afrakstur vinnunnar verði eldi að bráð. Friðfinnur segir að það sé kannski pínu fyndið. Skemmtilegt að breyta til LEITAÐ AÐ HUGMYNDUM Í UMHVERFINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.