Morgunblaðið - 08.11.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 08.11.2013, Síða 11
aftur til fyrri tíma og baka sínar eigin smákökur og hugsa út í hvort hægt sé að skipta út miður góðum hrá- efnum fyrir hollari hráefni. Til dæmis með því að nota hunang í staðinn fyrir hvítan sykur. Auk þess sem upp- gefið sykurmagn í uppskrift getur verið helmingi meira en þarf. Því getur verið ágætisbyrjun að minnka syk- urinn um allt að helming þegar farið er eftir upp- skriftum. „Svo er hægt að setja heil- hveiti, spelt eða möndlumjöl í staðinn fyrir hvítt hveiti. Svo má nota þurrkaða ávexti og 70% súkkulaði,“ segir Berglind. Það er ljóst að taka má mörg skref til að gera mataræðið og baksturinn hollari og alls ekki nauðsynlegt að taka öll skrefin í einu. Það er ekki úr vegi að huga að breyttu mataræði skömmu fyrir jólin þegar smákökur og konfekt er á hverj- um stað. Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir Glúteinlaust Ekkert hveiti er í þessum piparkökum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Ég er bölvaður klaufi íeldhúsinu. Það hefurverið hlegið að þvíhvernig ég sker papriku og fussað yfir agúrkusneiðunum mínum. Þetta helgast af æfing- arleysi. En ég er samt sem áður mjög fær í því að skola af diskum og setja í uppþvottavél. Þess vegna er uppþvottavél eitt mik- ilvægasta tækið á heimilinu í mín- um huga. Til að varpa sem skýrustu ljósi á málavexti, hef ég birt hér pistil þar sem ég óskaði eftir því að heimsækja tengdamæður vina minna reglulega á matmálstíma í von um að eitthvert góðgæti yrði á boðstólnum. Ég kalla það nútíma veiðimennsku. Stundum jafnvel nútíma eldamennsku. Ég hef sem sagt afar sjaldan eldað um ævina. Frá því að sá pistill birtist ákvað stúlka að taka mig upp á sína arma. Hennar helsti draum- ur er ég að verði mynd- arlegur í eldhúsinu. En þar hefur henni lítið orðið ágengt þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir, þannig ég hlýt að gagnálykta, að ég sé að minnsta kosti ekki drauma- prinsinn. Jæja, ég get svo sem búið við það. Líkt og fram hefur komið er ég einkar laginn þegar kemur að því að raða í upp- þvottavélina. En Adam var ekki lengi í paradís. Uppþvottavélin okkar var að gefa upp öndina. Við frúin erum að leita að stærra heimili og því þótti okk- ur misráðið að fjárfesta í upp- þvottavél, sem má ekki vera í fullri stærð vegna plássleysis, fyrir meira en hundrað þúsund krónur og myndi þjóna okkur stutta stund. En þetta þýddi að staða mín á heimilinu hafði veikst til muna. Mín heimilisverk miðuðust mikið til við að raða í þessa góðu vél. En ég dó ekki ráðalaus. Um leið og ég hafði keyrt uppþvottavélina í Sorpu setti ég mig í samband við góða fjölskyldu sem tekur að sér að þrífa heimili og samdi um að hún myndi taka okkar að sér. Þar með tókst mér að bæta örlít- ið stöðu mína á heimilinu, sem er vel. Jafnvel bráð- nauðsynlegt. Ps. Tengdamæður og aðrir velunnarar Morg- unblaðsins: Beta mín verð- ur ekki heima frá og með næsta miðvikudegi fram yfir helgi. Ég bíð við sím- ann og er reiðubúinn að hitta ykkur um kvöld- matarleytið alla þessa daga. »Það hefur verið hlegið að því hvernig ég sker papriku og fussað yfir agúrkusneiðunum mínum. Þetta helgast af gríðarlegu æfingarleysi. HeimurHelga Vífils Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Berglind hvetur fólk til að búa til sína eigin hollu útgáfu af uppáhaldssmákökunni eða búa til nýjar uppskriftir. Tekið verður á móti smá- kökum og uppskriftunum í húsnæði Bóka- félagsins í Fákafeni 11 þann 28. og 29. nóv- ember. Skilafrestur er til hádegis þann 29. Þátttakendur mega skila inn 8-10 smákökum og útprentaðri uppskrift. Í dómnefnd sitja hjón- in Berglind og Sigurður og matreiðslubókahöf- undurinn Rósa Guðbjartsdóttir. Fyrirspurnir má senda á netfangið heilsurettir@gmail.com. Uppskriftasamkeppnin LEITIN AÐ BESTU HOLLU SMÁKÖKUNUM Ljósmynd/Gunnar Konráðsson Möguleikar 70% súkkulaði og þurrkaðaðir ávextir Komdu og skoðaðu úrvalið! Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inná: heklanotadirbilar.is MM Pajero 3,2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 27.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 8.790.000,- MM Pajero 3,2 Intense Árgerð 2012, dísil Ekinn 36.000 km, sjálfskiptur MM Pajero 3,2 Intense Árgerð 2009, dísil Ekinn 102.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 8.190.000,- Ásett verð: 5.690.000,- MM Pajero GLS 33” Árgerð 2005, bensín Ekinn 117.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 2.490.000,- MM Pajero 3.5 GLS Árgerð 2006, bensín Ekinn 100.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 2.990.000,- MM Pajero 3,2 GLS 33” Premium Árgerð 2006, dísil Ekinn 116.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.990.000,- Tilboð 1.990.000,- Tilboð 3.590.000,- Tilboð 2.190.000,- MM Pajero Intense+ Árgerð 2008, dísil Ekinn 120.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.190.000,- ÚRVAL NÝLEGRA GÆÐAJEPPA Á GÓÐU VERÐI NÚ ER ALLRA VEÐRA VON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.