Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 BAKSVIÐ Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Ekki voru allir á einu máli um það hvort eitthvað hefði komið fram eða ekki í munnlegri skýrslu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stöðu boðaðra aðgerða vegna skuldavanda heimilanna, á Alþingi í gær. Forsætisráðherra fór yfir hvernig gengur að framkvæma 10 skrefa áætlun um nauðsynlegar aðgerðir, sem samþykktar voru með þings- ályktunartillögu í júní. „Þrátt fyrir að það sé rétt, að fyrirheitin sem gef- in voru í kosningunum hafi verið mjög stór, þá liggur nú fyrir að allt er samkvæmt áætlun við fram- kvæmd þessara heita,“ sagði hann. Niðurstöður um mánaðamótin Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að sérfræðingahópur, sem vinnur að því að útfæra leiðir til að ná fram lækkun lána, muni skila nið- urstöðum í lok nóvember, í samræmi við fyrsta lið aðgerðaáætlunarinnar. Þá sé vinna að hefjast í forsætisráðu- neytinu við gerð frumvarps um höf- uðstólsleiðréttingar. Sigmundur Davíð greindi einnig frá því að hugmyndir um að leggja gjald á fjármálafyrirtæki vegna tafa á endurútreikningi lána væru ekki framkvæmanlegar, samkvæmt nið- urstöðum starfshóps um málið. Hinsvegar sagði Sigmundur að útlit væri fyrir að endurútreikningum gengistryggðra lána hjá viðskipta- bönkunum þremur yrði lokið um áramótin. Meiri óvissa væri um áætl- anir Dróma og Lýsingar. Aðrir liðir aðgerðaáætlunarinnar eru í vinnslu og margítrekaði forsætisráðherra að allt væri samkvæmt áætlun. Hvorki þing né þjóð upplýst Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki upplýstir um það fyrirfram hvað koma myndi fram í skýrslu for- sætisráðherra og fjölmenntu því í salinn til að hlusta. Að henni lokinni kvörtuðu þeir undan því að tíma þeirra hefði verið eytt til einskis þar sem ekkert nýtt hefði komið fram. „Hér hefur ekkert verið upplýst um umfang aðgerða, tímasetningar, fjárhæðir eða nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Helgi Hjörvar þing- maður Samfylkingarinnar. „Í munnlegri skýrslu for- sætisráðherra kom ekki neitt fram nema að allt gengi sam- kvæmt áætlun. Að verið sé að skrifa frumvarp sem ráð- herra upplýsir þingið ekki um hvað inniheldur, né þjóðina.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Skuldamál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur Alþingi skýrslu sína í gær. Fyrirheitin stór en staðið verður við þau  Vinna að hefjast við frumvarp um höfuðstólsleiðréttingar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Evrópumót landsliða í skák fer fram dagana 8.-17. nóvember í Varsjá í Póllandi. Skáksamband Ís- lands sendir að þessu sinni lið til keppni bæði í opnum flokki og í kvennaflokki. Þess má geta að EM landsliða verður haldið í Laugardalshöllinni í nóvember 2015 og verður stærsta verkefni sem skákhreyfingin hefur tekist á við síðan einvígi ald- arinnar var haldið hér 1972, að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands. Íslandi raðað í 27. sæti Lið Íslands í opnum flokki er þannig skipað: Héðinn Stein- grímsson (2543 Elo-stig), Hannes Hlífar Stefánsson (2539), Hjörvar Steinn Grétarsson (2511), Henrik Danielsen (2502) og Guðmundur Kjartansson (2455). Liðsstjóri er Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák og skólastjóri Skákskóla Íslands. EM landsliða er afar sterkt mót og hlutfallslega mun sterkara mót en Ólympíuskákmótið því nú taka þátt mun færri veikari þjóðir, að sögn Gunnars. Íslenska liðinu er raðað í 27. sæti af 37 á styrk- leikalista keppendaþjóðanna með 2524 meðalskákstig. Sveit Rússlands er sterkust á pappírnum (meðalstig 2747) en í næstum sætum eru ólympíu- meistarar Armena (2715), Frakkar (2695), Úkraínumenn (2694) og Aserar (2693). Lið Íslands í kvennaflokki er þannig skipað: Lenka Ptácníková (2238), Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir (1951), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1901), Tinna Kristín Finnbogadóttir (1882) og Elsa María Kristínardóttir (1819). Íslenska liðinu, sem hefur með- alstigin 1993, er raðað nr. 31 af 31 liði svo búast má við erfiðri keppni í ár að sögn Gunnars. Úkra- ínukonur eru efstar (2498 stig) en Rússar og Georgíukonur eru skammt undan (2491). Rússar hafa titil að verja. Tveir íslenskir skákstjórar verða á mótinu, þ.e. Omar Salama og Ró- bert Lagerman. Ísland sendir tvær sveitir  Evrópumót landsliða í skák hefst í Varsjá í dag  Mótið haldið hér 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að fresta beri sektarákvæðum vegna gild- istöku nýrra laga um endurnýjanlegt eldsneyti. Eftir sem áður munu lögin taka gildi um næstu áramót en í þeim er lögð sú skylda á söluaðila eldsneytis hér á landi að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna frá og með árinu 2014. Ári síðar hækkar þessi hlut- ur í 5%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Þar segir meðal annars að með þessu sé verið að taka mið af beiðni um lengri aðlögunartíma til að sigrast á tæknilegum vanda- málum sem af íblönduninni kunna að hljótast. Eins að reynt sé að tryggja að einstakir söluaðilar eldsneytis lendi ekki í vandræðum við að uppfylla skil- yrði laganna á réttum tíma. Í Morgunblaðinu á þriðjudag kom fram í máli Guðrúnar Rögnu Garð- arsdóttur, framkvæmdastjóra Atl- antsolíu, að hún teldi of skamman fyr- irvara á gildistöku laganna. Gagnrýndi hún að taka ætti upp háar sektir á þá sem ekki uppfylltu skilyrði. Hefur ráð- herra nú ákveðið að sektarákvæðum verði ekki beitt fyrr en árið 2015. Morgunblaðið/Rósa Braga Lífrænt Eftir 1. janúar taka gildi ný lög um endurnýjanlegt eldsneyti. Ráðherra frestaði gild- istöku sektarákvæðis „Forsætisráðherra hefur ítrekað talað um að framundan sé heimsmet í vinnu við að lækka skuldir heimila og hann hefur ekki þreyst á því að kynda undir væntingum í þeim efnum,“ sagði Árni Páll Árnason, for- maður Samfylkingar, á Alþingi í gær. „Þessi fyrirheit voru gefin en hafa enn ekki verið efnd og af hálfu forsætisráðherra ekki skýrt hvernig þau verða efnd [...] Við bíðum enn eftir að sjá hvað raunverulega felst í þess- um fyrirheitum og með hvaða hætti ríkisstjórnin hyggst efna þau,“ sagði Árni Páll, sem taldi óvíst hvort nokk- uð yrði í hendi fyrir Alþingi að fjalla um fyrir áramót. Enn óvissa um efndir NEFNDIR EN EKKI EFNDIR Árni Páll Árnason Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur, að m.a. megi rekja orsakir flugslyss, sem varð í apríl árið 2010 þegar lítil Cessna 177-flugvél skall til jarðar í hlíðum Langholtsfjalls í Árnessýslu, til þess að undirbún- ingur fyrir flugið var takmarkaður, flugvélin yfir hámarksþyngd og flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessari tegund flugvéla. Slysið varð þegar flugmaður vél- arinnar flaug yfir sumarbústað- arlandi í leit að sumarbústað ætt- ingja sinna. Í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar segir, að flugmaðurinn hafi komið auga á bústaðinn og flog- ið lágt á fullu afli í áttina að honum. Flugmaðurinn hafi svo hækkað flug- ið og tekið krappa 180 gráðu hægri beygju. Við það hafi vélin misst afl, lækkað flug ört og ofrisið áður en hún skall í jörðinni. Þaðan rann hún um 70 metra eftir mosahrygg og yfir veg sem lá með honum og hafnaði á grasbala. Í vélinni voru flugmaður og þrír farþegar. Fram kemur að flugmað- urinn og farþegi í framsæti hafi slas- ast alvarlega og verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar, en far- þegar í aftursæti hafi slasast lít- illega. Rannsóknarnefndin segir ekkert benda til þess að bilun hafi orðið í vélinni. Flugmaðurinn var með at- vinnuflugmannsréttindi en hafði ekki reynslu á þessa tegund flug- véla. Farþegi í framsæti var einnig með flugréttindi og hafði reynslu af flugi smærri flugvéla en þeir voru að prófa flugvélina með það í huga að gera samninga um notkun á henni. Segir í skýrslu nefndarinnar, að við rannsóknina hafi komið fram, að farþeganum hafi ekki líkað flugið en hikað við að koma með athugasemd- ir sökum munar á reynslu þeirra. vidar@mbl.is Hafði ekki reynslu af vélinni Á slysstað Flak flugvélarinnar á slysstað. Tveir slösuðust alvarlega. Rakavarnar- og byggingaplast Rakaþolplast, verð aðeins 9.990 kr. pr. 100m2 rúlla. Vottuð vara! Sími 412 2500 www.murbudin.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.