Morgunblaðið - 08.11.2013, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Innlent
Skjárinn hefur hleypt af stokkunum
nýrri sjónvarpsþjónustu, Skjár-
Krakkar, þar sem áskrifendur geta
fengið ótakmarkaðan aðgang að tal-
settu barnaefni í gegnum VOD-
þjónustu Símans og Vodafone. Mán-
aðargjald fyrir þjónustuna er 1.490
krónur.
Latibær, Strumparnir,
Skoppa og Skrítla, Bubbi
byggir og Pósturinn Páll
verða meðal þess efnis
sem verður í boði í þjón-
ustunni en lukkudýr
stöðvarinnar er mar-
íubjallan Óskar.
Friðrik Friðriksson,
framkvæmdastjóri Skjás-
ins, segir þjónustuna skref í
átt að sjónvarpsveitum á borð við
NetFlix. Með henni sé verið að mæta
þörfum barnafólks en núverandi
leigufyrirkomulag, að leigja einn og
einn þátt eða kvikmynd í einu, henti
þeim e.t.v. ekki sem best.
„Við vitum hvernig neysla
barna er, þau vilja horfa á hlut-
ina aftur og aftur, og að mörgu
leyti má segja að þetta módel, að
leigja einn hlut í hvert skipti,
henti ekkert sérstaklega
vel fyrir barnafjölskyld-
una,“ segir Friðrik. Hann
segir þjónustu af þessu
tagi ekki munu leysa
gamla leigufyrirkomulagið
af hólmi, heldur sé um við-
bót að ræða. holmfridur@mbl.is
Ótakmarkaður aðgang-
ur að talsettu barnaefni
Þeir knapar sem náðu bestum ár-
angri á síðasta ári eru tilnefndir í val
á knöpum ársins. Fimm eru til-
nefndir í hverjum flokki og verða úr-
slitin tilkynnt á uppskeruhátíð
hestamanna sem fram fer á Broad-
way annað kvöld, laugardag.
Við val á knapa ársins eru til-
nefndir tveir heimsmeistarar frá
Berlínarleikunum og þrír Íslands-
meistarar frá síðasta ári. Þeir eru
Árni Björn Pálsson, Bergþór Egg-
ertsson, Jakob Svavar Sigurðsson,
Jóhann Rúnar Skúlason og Sig-
urbjörn Bárðarson. Jóhann varð
tvöfaldur heimsmeistari á Heims-
leikum íslenska hestsins í Berlín og
Bergþór vann þar það afrek að
verða heimsmeistari í fjórða skipið í
röð í 250 metra skeiði, í öll skiptin á
sama hestinum, og var sæmdur
knapaverðlaunum FEIF í mótslok.
Jakob Svavar varð fjórfaldur Ís-
landsmeistari í Borgarnesi á síðasta
ári og keppti á Heimsleikunum í
Berlín. Árni Björn og Sigurbjörn
unnu einnig Íslandsmeistaratitla og
stóðu sig vel á öðrum mótum.
Þessir menn eru tilnefndir í fleiri
flokkum en flokkarnir eru þessir:
Íþróttaknapi: Árni Björn Pálsson,
Hinrik Bragason, Jakob Svavar Sig-
urðsson, Jóhann Rúnar Skúlason,
Sigurbjörn Bárðarson.
Gæðingaknapi: Eyjólfur Þor-
steinsson, Ísólfur Líndal, Sigurður
Vignir Matthíasson, Sigurður Sig-
urðarson, Steingrímur Sigurðsson.
Skeiðknapi: Bergþór Eggertsson,
Eyjólfur Þorsteinsson, Konráð Val-
ur Sveinsson, Sigurbjörn Bárðarson,
Teitur Árnason.
Efnilegasti knapinn: Anna Krist-
ín Friðriksdóttir, Birgitta Bjarna-
dóttir, Konráð Valur Sveinsson,
Svandís Lilja Stefánsdóttir, Skúli
Þór Jóhannsson.
Kynbótaknapi: Árni Björn Páls-
son, Guðmundur Björgvinsson, Jak-
ob Svavar Sigurðsson, Helga Una
Björnsdóttir, Þórður Þorgeirsson.
Þá verða veitt verðlaun fyrir
ræktun keppnishesta og eru fjögur
bú tilnefnd: Auðholtshjáleiga, Efri-
Rauðalækur, Kvistir, Þóroddsstaðir.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Heimsleikar Knapar íslenska landsliðsins og áhorfendur gátu fagnað góð-
um árangri í nokkrum greinum á Heimsleikunum í Berlín.
Bestu knaparnir
útnefndir á hátíð
Verðlaun og hátíð
» Uppskeruhátíð hestamanna
verður haldin á Broadway laug-
ardagskvöldið 9. nóvember.
Auk annars verða þar veitt
heiðursverðlaun LH, bestu
knaparnir verðlaunaðir sem og
ræktandi keppnishesta.
» Guðmundur Friðrik Björg-
vinsson var útnefndur knapi
ársins í fyrra, Jóhann Skúlason
árið þar á undan og Sigurbjörn
Bárðarson 2010.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kítti og þéttiefni