Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjórar leiðir eru helst taldar koma til greina til að koma í veg fyrir síld- ardauða og umhverfisslys í Kol- grafafirði. Leiðirnar fjórar eru í fyrsta lagi lokun fjarðarins, í öðru lagi opnun hans með því að bæta við brú, í þriðja lagi 1100 metra girðing með veif- um utan við brúna og loks búnaður til að dæla súrefni í sjó- inn í innri hluta fjarðarsins verði vart við skort á súr- efni. Sigurður Ingi Jóhannsson, um- hverfisráðherra, kynnti þessar hug- myndir á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega og greindi frá því af hvaða stærðargráðu kostnaður gæti verið í hverju tilviki. Kostnaður 60-800 milljónir Samkvæmt grófu mati er kostn- aður við þessar leiðir frá 60-80 millj- ónum við girðingu til að fæla síldina frá og upp í um 800 milljónir við að opna fjörðinn enn frekar og gera nýja brú á fyllingunni í firðinum. Ef farið verður í aðgerðir í vetur er girðing líklega raunhæfasti kost- urinn tímans vegna, samkvæmt upp- lýsingum frá Huga Ólafssyni, skrif- stofustjóra í umhverfisráðuneytinu. Auk minni kostnaðar við girðing- una myndi hún ekki krefjast jafn umfangsmikils ferlis umhverfismats, öryggisþátta og verkfræðivinnu. Hins vegar er mikil óvissa um árang- ur slíkrar girðingar eða annars bún- aðar til að fæla síld frá brúaropinu. Hugi er formaður tengiliðahóps sem fjallar um málið, en sæti í hópn- um eiga fulltrúar umhverfis- og auð- lindaráðuneytis, atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytis, Hafrannsókna- stofnunar, Vegagerðar, Umhverfis- stofnunar, Grundarfjarðarbæjar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Náttúrustofu Vesturlands, auk ábú- enda á Eiði í Kolgrafafirði. Hópurinn hefur ekki stjórnsýslu- legt hlutverk og ákvörðun um dýrar aðgerðir yrði tekin af öðrum, að sögn Huga. Hann segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og mikill fjöldi af tillögum og hugmyndum hafi komið fram. Ýmislegt sé til skoðunar og ekkert hafi verið slegið út af borðinu. Mikil verðmæti og mengun Hugi segir að verkefnið sé risa- vaxið og sennilega einstakt. Hættan sem er fyrir hendi á miklum síldar- dauða samfara mikilli mengun sé hins vegar ekki ásættanleg. Í fyrra- vetur er talið að yfir 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í Kolgrafafirði vegna súrefnisskorts í tveimur áföll- um. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins má áætla að útflutnings- verðmæti hverra tíu þúsund tonna af íslenskri sumargotssíld sé um 1250 milljónir króna. Umhverfisstofnun hefur gert til- lögu að viðbragðsáætlun vegna Kolgrafafjarðar. Hún snýr fyrst og fremst að meðhöndlun á dauðri síld „til að lágmarka tjón á umhverfinu og tryggja heilnæmi fyrir íbúa á staðnum“. Áætlunin nær ekki til vöktunar á staðnum áður en til tjóns kemur né heldur til aðgerða til að koma í veg fyrir að síld drepist í firð- inum. Þverun Kolgrafafjarðar og brúar- gerð lauk formlega síðari hluta árs 2005 og er brúin um 230 metra löng. Einstakt og risavaxið verkefni  Fjórar hugsanlegar leiðir til að koma í veg fyrir síldardauða í Kolgrafafirði kynntar í ríkisstjórn  Ellefu hundruð metra fælingagirðing talin raunhæfasti kosturinn ef fara á í aðgerðir í vetur Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Síld í hrönnum Talið er að yfir 50 þúsund tonn hafi drepist í tveimur um- hverfisslysum í Kolgrafafirði í fyrravetur. Tjónið skipti milljörðum. Hugi Ólafsson Eru kynferðislegir undirtónar og kynjaímyndir notaðar í markaðs- setningu á Íslandi? Þetta er meðal þess sem Hrafnhildur Björnsdóttir kannaði í BS-ritgerð sinni í ferða- málafræði við Háskóla Íslands. Eftir að hafa rýnt í auglýsinga- bæklinga sex ferðamálafyrirtækja komst hún að þeirri niðurstöðu að greina mætti kynjaímyndir og kynferðislega undirtóna í flestum bæklingum, þó í misríkum mæli. Einnig gætti sumstaðar vöruvæð- ingar á kvenmannslíkamanum. „Það er hins vegar alveg ljóst að slíkir undirtónar og ímyndir yf- irgnæfa ekki boðskapinn sem ætl- að er að koma á framfæri. Karl- menn virðast ekki vera ráðandi markhópur heldur er Ísland kynnt sem heillandi og töfrandi land fyr- ir bæði karla og konur,“ segir Hrafnhildur. Hún bendir þó á að sitt sýnist hverjum í þessari umræðu og vís- ar í viðtöl, annars vegar við fem- ínista og hins vegar hags- munaaðila ferðaþjónustunnar sem hún tók. „Mikið bar á milli skoð- ana þeirra. Þegar femínistar nefndu hugtök á borð við arðrán og kvenfyrirlitningu um tilteknar auglýsingar þá vildu flestir hags- munaaðilarnir meina að málið snerist meira um húmor. Þeir tala um að húmor sé mismunandi eftir löndum og hjá sumum þjóðum virki hann mjög vel til að kveikja áhuga fólks á áfangastað,“ segir Hrafnhildur. Þá hafi ímynd hinnar íslensku ofurkonu verið teflt fram í land- kynningu í ríkari mæli síðustu ár. Konunni sem er harðdugleg og er margt til lista lagt. Hrafnhildur segir umhugs- unarvert að sum fyrirtæki viti ekki hvar draga eigi mörkin varð- andi kynferðislega undirtóna í auglýsingum. Þá áréttar hún að þessi lína sé mjó og hægt sé að stilla hlutunum fram á smekk- legan hátt. Dæmið sem hún nefnir er í myndbandinu Inspired by Ice- land frá 2010 þar sem par sést fara ofan í heita laug. „Þó að vissulega séu kynferðislegir und- irtónar þar á ferð eru þeir ekki í forgrunni. Það þarf ekki að vera af hinu verra að nota slíka und- irtóna til að vekja ákveðna dulúð og spennu en hinsvegar þurfa fyr- irtæki að vera meðvituð um hversu langt eigi að ganga í þeim efnum,“ segir Hrafnhildur. thorunn@mbl.is Ofurkona notuð í landkynningu  Ýjað að hinu kynferðislega í auglýsingum Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Önnur tillaga gengur í andstæða átt og felst í því að opna fjörðinn með nýrri brú til að auka streymi inn og út úr firðinum. Slík framkvæmd gæti kostað um 800 milljónir króna samkvæmt fyrsta mati. Vegagerðin og Hafrann- sóknastofnun eru nú að kanna straumakerfi fjarðarins. Með nýrri brú yrði að vera ljóst að breyting yrði á straumum í firðinum og meiri vatnsskipti með sjávarföllum. Hugi segir að eindregnar niðurstöður um bættan súrefn- issbúskap í firðinum með nýrri brú séu forsenda hugsanlegra framkvæmda. Opnun gæti bætt súrefnisbúskap Þriðji kosturinn er að setja girðingu úr keðjum í sjóinn í firðinum aðeins norðan við brúna, en slík girðing er talið að gæti kostað 60-80 milljónir. Á girðinguna yrðu festar ljósar veifur sem fældu síldina í burtu. Frá eyri austan megin fjarðar að landi vestan megin eru um 1100 metrar. Hugs- anlega mætti tengja ljós, loftbólur og hljóð slíkri girðingu til að auka fæl- ingarmáttinn, en þá þyrfti nokkurn tækjabúnað í landi. Ekki eru komnar nákvæmar útfærslur á þessari lausn, frekar en hinum og ítrekað skal að kostnaðarmat er gróflega áætlað. Girðing með veifum til að fæla síldina Fjórði kosturinn er síðan að dæla súrefni í sjóinn í firðinum innan brúar til að auðga sjóinn af súrefni verði vart við skort á því. Slíkar lausnir eru þekktar í fiskeldi og eins í fiskabúrum. „En þetta er ekkert venjulegt fiska- búr og óvíst hvort hægt sé að beita henni í þeim skala sem við erum að fást við, þó svo að menn þekki lausnina.“ Hugsanlegur kostnaður við þessa lausn liggur ekki fyrir og mikil óvissa er um hvort hún sé yfirleitt raunhæf. Vöktun hefur verið aukin í Kolgrafafirði og baujum komið fyrir til að mæla súrefnisinnihald í sjónum. Þær þarf hins vegar að taka upp til að lesa á þær, en nú er beðið eftir bauju sem sendir rafræn boð í land. Ekkert venjulegt fiskabúr Samkvæmt grófu kostnaðarmati er talið að lokun fjarðarins með stálþili eða á annan hátt geti kostað 5-600 milljónir króna. Allar tölur um kostnað við mögulegar fram- kvæmdir byggjast á fyrstu útreikn- ingum. Huga þyrfti að því hvort og hversu mikið verk fælist í því að fjar- lægja slíka lokun ef talin væri ástæða til þess síðar, að sögn Huga. Þverun fjarðarins var ekki hönn- uð með það í huga að sjávarföllin kæmu á vegfyllinguna af fullum þunga. Slíka framkvæmd þyrfti því að skoða gaumgæfilega með tilliti til öryggis, umhverfisþátta og verk- fræðilegra útreikninga. Með lokun á þennan hátt, myndi skapast lón í innsta hluta fjarðarins. Lokun kostar 5-600 milljónir króna Kolgrafafjörður Loftmyndir ehf. Kolgrafa- fjörður Grundar- fjörður Urthvala- fjörðurKlakkur Eyrarfjall Grundarfjörður Kirkjufell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.