Morgunblaðið - 08.11.2013, Side 23

Morgunblaðið - 08.11.2013, Side 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Stefán Hrafn Hagalín hefur verið ráðinn deildarstjóri markaðsmála og mannauðs hjá Odda, en þessar deildir hafa verið sameinaðar hjá fyrirtækinu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Odda að Stef- án Hrafn tekur við af Arnari Árnasyni og Hönnu Þórunni Skúladóttur, sem hafa látið af störfum. Stefán Hrafn mun ann- ars vegar stýra verkefnum á sviði markaðsmála og almannatengsla og „hins vegar mannauðsverkefnum sem til dæmis lúta að innri markaðssetningu, þjálfun, endurmenntun og eflingu liðsheildar,“ segir orðrétt í tilkynn- ingu. Þar kemur einnig fram að Stefán Hrafn var forstöðumaður almanna- tengsla og viðburða hjá Advania um tveggja ára skeið. Fyrir þann tíma gegndi hann starfi markaðs- stjóra Skýrr í áratug, var markaðs- stjóri Opinna kerfa um hríð og starfaði við markaðsmál hjá Oracle á Íslandi. Nýr markaðs- og mannauðs- stjóri Odda Stefán Hrafn Hagalín ● Síminn hefur gert samninga við Ríkiskaup sem fela í sér að Síminn býður ríkisfyrirtækjum og stofnunum upp á fjarskipta- og upplýsinga- tækniþjónustu. „Síminn hefur á síðustu árum styrkt sig verulega í upplýsinga- tækniþjónustu til þess að takast á við öra þróun á síbreytilegum tæknimark- aði,“ er haft eftir Guðmundi Stefáni Björnssyni, framkvæmdastjóra Sölu- og þjónustusviðs Símans, í frétta- tilkynningu. Þar kemur fram að Síminn geti boðið ríkisstofnunum og ríkisfyr- irtækjum hefðbundna hýsingarþjón- ustu, gagnahýsingu, afritunarþjónustu, tækni- og rekstrarþjónustu og kerf- isveitu. Síminn og Ríkiskaup gera með sér samning Vörumerking ehf í Garðabæ er að taka í notkun nýja prentvél sem er stafræn vél af gerðinni WS6600 frá Hewlett-Packard / INDIGO. „Vélin sem er af nýjustu kynslóð stafrænna prentvéla, er með svo- nefndum „in-line-primer“ sem gerir henni kleift að prenta á mismunandi efni af rúllum, þ.e. hefðbundinn pappír, plastefni, ál og fleira,“ segir í tilkynningu frá Vörumerkingu. Þar kemur fram að með vél- arkaupunum hyggst Vörumerking auka fjölbreytni umbúðamerkinga. Vélin henti vel fyrir smá upplög þar sem ekki sé þörf á klisjum við staf- ræna prentun, sem stytti vinnslu og þar með afgreiðslutíma til muna. Tilkoma vélarinnar er sögð loka- hnykkur á endurskipulagningu Vörumerkingar ehf. „Þetta er stórt skref inn í framtíðina,“ er haft eftir Bjarna Hrafnssyni, rekstrarstjóra Vörumerkingar, í tilkynningunni. Hvítlist hf er umboðsaðili HP In- digo á Íslandi. Ný stafræn prentvél hjá Vörumerkingu Afhending Bjarni Hrafnsson tekur við vélinni af Guðjóni Sigurðssyni í Hvítlist. Aðrir á myndinni eru stjórnarmenn fyrirtækjanna: F.v. Jón Árni Jóhannsson og Jóhann J. Ólafsson frá Hvítlist hf. og t.h. eru Ásgeir Þorvarðarson og Jóhann Oddgeirsson frá Vörumerkingu ehf. Ákæruvaldið í Noregi hefur dæmt laxeldisfyrirtækið Grieg Seafood til að greiða háa fjársekt fyrir efna- hagsglæp sem m.a. felst í því að hafa falsað tölur um umfang laxalúsar í laxeldisstöðvum. Fram kom á vef norska sjónvarpsins í fyrrakvöld að sektin næmi 2,3 milljónum norskra króna, sem er jafnvirði um 47 millj- óna íslenskra króna. Um er að ræða hæstu sekt sem nokkurt laxeldisfyr- irtæki í Noregi hefur verið dæmt til þess að greiða. Norskir fjölmiðlar greindu í fyrra- dag frá þessu og jafnframt því að framleiðslustjóri fyrirtækisins væri ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Víða með laxeldi Grieg Seafood er með laxeldi í sjó í Finnmörku og á fleiri stöðum í Nor- egi. Einnig rekur fyrirtækið laxeldi í sjó í Kanada og Skotlandi. Sam- kvæmt norskum fjölmiðlum hefur fyrirtækið hvarvetna lent í útistöð- um við hagsmunaaðila og umhverf- issamtök. Þá greindu norskir fjölmiðlar frá því að Ríkisendurskoðun í Noregi hefði ítrekað bent á hættur viðvíkj- andi laxeldi í sambandi við óheyri- lega mengun, útbreiðslu á laxalús og fleiri annmarka sem valdið hefðu miklum náttúruspjöllum á flestum þeim svæðum sem laxeldi hefur ver- ið reynt. Á fréttavef E24 í fyrradag kom m.a. fram að Grieg Seafood hefði ítrekað látið undir höfuð leggjast að veita upplýsingar um lúsafjölda í löxum sínum, en norska reglugerðin um laxeldi er mjög skýr hvað kröfur um slíkar upplýsingar varðar. Upphæð hinnar háu sektar nú er m.a. sögð hafa ráðist af því að við síð- asta opinbera eftirlitið hjá laxeldis- stöðinni í Finnmörku kom á daginn að lúsafjöldinn var 5,3 sinnum yfir leyfilegu hámarki. Aud Slettemoen, ríkissaksóknari hjá efnahagsbrotadeild norsku lög- reglunnar, sagði m.a. í rökstuðningi sínum fyrir sektinni, að stjórnvöld teldu að röng upplýsingagjöf Grieg Seafood um heilbrigði laxanna og lífsskilyrði græfi undan atvinnu- greininni í heild og einnig væri hún skaðleg fyrir þá sem sinntu eftirliti með laxeldi í Noregi. Hún var einnig í samtali við norska vefinn iLaks.no þar sem hún sagði að brot Grieg Seafood gæti þýtt allt að tveggja ára fangelsi. Þar kom jafnframt fram að Grieg Seafood hefði fallist á að greiða sektina, en talsmaður fyrir- tækisins, Morten Vike, neitaði að öðru leyti að tjá sig um málið. agnes@mbl.is Grálúsugur Við hefðbundið eftirlit með laxeldisstöð Grieg Seafood kom á daginn að meira en fimmfalt leyfilegt magn lúsar var í eldislaxinum. Laxeldisfyrirtæki í Noregi fær háa sekt  Gaf rangar upplýsingar um laxalús Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Hádegistilboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.