Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 27
Eftir Sigurð Gunnsteinsson Upphaf íslenska bata-samfélagsins eins og við þekkjum það í dag hófst í október 1977 þegar SÁÁ var formlega stofnað. Fram að þeim tíma áttu alkóhólistar og fjölskyldur þeirra ekki í mörg hús að venda til að fá hjálp. Engan renndi í grun að SÁÁ ætti eftir að verða það stórveldi í meðferð á alkóhólistum sem það er orðið í dag og að það myndi byggj- ast hér upp stórt og öflugt bata- samfélag sem tekur á móti þeim hundruðum einstaklinga sem ljúka meðferð hjá SÁÁ. Eitt af því sem þakka má velgengni og framgang samtak- anna er stórhugur og framsýni þeirra sem hafa starfað hjá sam- tökunum. Enn frekar má þakka velvilja ís- lensku þjóðarinnar og skilningi stjórnvalda á þörf þeirrar þjónustu sem samtökin komu með inn í heil- brigðiskerfið á Íslandi. Starfsemi SÁÁ er yfirgripsmikil og breið fylking fagstétta kemur að með- ferðinni. Læknar, hjúkrunarfræð- ingar, áfengis- og vímuefnaráð- gjafar, sjúkraliðar, félagsfræðingar og sálfræðingar, allt stéttir sem hafa áralanga reynslu og þjálfun í sínu fagi. Allar götur frá fyrstu dögum starfseminnar hefur SÁÁ haldið sjúklingabókhald sem gefur í dag glögga mynd af stöðu mála í gegn- um tíðina. Sjúkrahúsið Vogur, sem verður 30 ára á næstu vikum, er flaggskip samtakanna. Þar fer fram afeitrun og greining á áfengis- og vímuefnavandanum og fjölmörgum fylgikvillum þessa sjúkdóms. Dval- artími á Vogi er að meðaltali 10 dagar, en þó með nokkrum und- antekningum þegar nauðsyn krefur og líkamleg heilsa sjúklinga kallar á það. Að lokinni dvöl á Vogi bjóð- ast breytileg úrræði fyrir sjúklinga til endurhæfingar og ennfremur býður SÁÁ þjónustu fyrir fjöl- skyldur þeirra sem koma til með- ferð. Á Vík á Kjalarnesi er sérstök kvennameðferð. Á Staðarfelli í Dalasýslu er 28 daga meðferð fyrir karla. Á Vík á Kjalarnesi er sér- stök meðferð fyrir karla 55 ára og eldri. Unglingameðferð og fjöl- skyldumeðferð er á Göngudeild SÁÁ í Efstaleiti Um þessar mundir er SÁÁ að ráðast í byggingu álmu við Vog fyr- ir þá sem eru í mestri þörf fyrir mikla umönnun vegna slæmrar heilsu og leitar nú eftir stuðningi landsmanna eins og oft áður. Styðj- um starfsemi SÁÁ. Áfram Vogur. »Enn frekar má þakka velvilja ís- lensku þjóðarinnar og skilningi stjórnvalda á þörf þeirrar þjónustu sem samtökin komu með inn í heilbrigð- iskerfið á Íslandi Sigurður Gunnsteinsson Höfundur er fv. dagskrárstjóri á með- ferðarheimilinu Vík. Að eignast frelsi til að drekka ekki með hjálp SÁÁ 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Á verði Fé er almennt komið í hús um þessar mundir en skammt frá Grindavík er að minnsta kosti ein ær sem fylgist grannt með sólarlaginu og lætur ekkert styggja sig. Ómar Smári Það sem skiptir mestu máli þegar horft er á fjárhagslegan styrk sveitarfélags er skuldahlutfallið, þ.e. hversu hátt hlutfall skuldir eru af heildar- tekjum. Skuldahlutfall Garðabæjar er um 100% sem sýnir vel fjárhagslegan styrk sveitarfélagsins og er í góðum takti við áætlanir sem gerðar voru fyrir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Morgunblaðið sló upp stórri frétt sl. þriðjudag undir fyrirsögninni „Íþyngjandi sameining fyrir Garða- bæ“. Þar var því haldið fram að sam- eining sveitarfélaganna Garðabæjar og Álftaness væri verulega íþyngj- andi fyrir Garðabæ. Þessari fullyrð- ingu hafna ég alfarið. Sterk fjárhagsstaða Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að skuldahlutfall sveitarfélags megi ekki fara yfir 150%. Í Garðabæ er þetta hlutfall langt undir þeim mörkum öll þau ár sem áætlanir ná til og mjög í takti við það fram kem- ur í greinargerð R3-ráðgjafar, sem blaðamaður Morgunblaðsins vitnar í og unnin var fyrir samstarfsnefnd um sameiningu vorið 2012. Þótt töl- urnar breytist í takti við verðbólgu og ákvarðanir um framkvæmdir, helst hlutfall tekna og skulda lítið breytt frá því sem fram kemur í greinargerðinni sem sýnir að heildarmyndin sem þar kemur fram gefur rétta mynd af fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins. Meiri framkvæmdir Það sem skýrir þann mun á skuldum sem lesa má annars vegar í greinargerð R3- ráðgjafar og hins vegar í framlagðri fjögurra ára áætlun sveitarfélagsins skýrist einkum af tvennu. Í fyrsta lagi hefur verið fram- kvæmt umtalsvert meira í bænum á árinu 2013 og verður áfram á árinu 2014 en gert var ráð fyrir í grein- argerðinni. Þetta hefur verið mögu- legt vegna þess að tekjur hafa hækkað frá því sem ráð var fyrir gert. Stærstu framkvæmdirnar eru við hjúkrunarheimilið á Sjálandi og við miðbæ Garðabæjar. Á árinu 2013 var framkvæmt fyrir 1,2 milljarða en í greinargerðinni er gert ráð fyrir að framkvæmt sé fyrir 794 milljónir. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 1,3 milljarða á árinu 2014 en í greinargerðinni er sú tala 674 milljónir. Verðbólguþáttur Í öðru lagi þá skýrist þessi munur af því að greinargerðin er, líkt og þriggja ára áætlanir sveitarfélaga eru almennt, unnin á föstu verðlagi og þar er því ekki reiknað með að skuldir hækki vegna verðbólgu. Áætlaðar verðbætur á árunum 2013 og 2014 eru hins vegar 748 og 466 milljónir og hækka skuldirnar sem því nemur. Rétt er að taka fram að Garðabær hefur alltaf reiknað með meiri verðbólgu í sínum áætlunum en hagspár gera ráð fyrir til að gæta varúðar í áætlanagerðinni. Höldum áfram að byggja upp Þegar rýnt er í þessar tölur sést að skuldaaukning vegna aukinna framkvæmda er mun minni en gera mætti ráð fyrir sem skýrist af því að stærsti hluti framkvæmdanna er fjármagnaður án lántöku, sem er enn eitt merki um styrka fjárhags- stöðu bæjarins og sýnir að samein- ingin er ekki íþyngjandi fyrir rekst- urinn. Garðbæingar geta því áfram glaðst yfir því að búa í sveitarfélagi þar sem vel er haldið utan um fjár- málin, útsvarið er lægra en í flestum stærri sveitarfélögum landsins og þjónustan er góð, samkvæmt því sem fram hefur komið í við- horfakönnunum. Bæjarstjórn Garðabæjar mun ótrauð halda áfram á þeirri braut að byggja upp öflugt samfélag í sameinuðu sveitarfélagi. Eftir Gunnar Einarsson » Í sveitarstjórn- arlögum er kveðið á um að skuldahlutfall sveitarfélags megi ekki fara yfir 150%. Í Garða- bæ er þetta hlutfall langt undir þeim mörkum Gunnar Einarsson Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Sameiningin er ekki íþyngjandi 120% 115% 110% 105% 100% 95% 90% 85% 80% 75% 70% 65% 60% Skuldahlutfall 2013-2017 Skuldahlutfall samkvæmt greiðargerð Skuldahlutfall samkvæmt framlagðri áætlun 2014-2017 2013 2014 2015 2016 2017 Tekjur og skuldir 2013-2017 12.000.000 10.000.000 8.000.000 6.000.000 4.000.000 2.000.000 0 20 13- gre ina rge rð 20 13- áæ tlu n 20 14- gre ina rge rð 20 14- áæ tlu n 20 15- gre ina rge rð 20 15- áæ tlu n 20 16- gre ina rge rð 20 16- áæ tlu n 20 17- gre ina rge rð 20 17- áæ tlu n Heildartekjur Heildarskuldir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.