Morgunblaðið - 08.11.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 08.11.2013, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Öll börn á Íslandi eiga rétt á því að lifa og þroskast, þau eiga rétt á lífsskilyrðum sem stuðla að líkamlegum, andlegum og fé- lagslegum þroska þeirra. Þau eiga rétt á að rækta hæfileika sína og á umönnun og vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Þessi og önnur réttindi barna voru lögfest á Íslandi með lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 20. febrúar 2013. Í sáttmálanum er kveðið á um að bannað sé að mis- muna börnum hvað varðar þessi réttindi. Öll börn eiga að njóta þess- ara réttinda, óháð stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þegar barn byrjar í leikskóla og seinna í grunnskóla má segja að for- eldrar afhendi börn sín í hendur skólasamfélaginu með von í brjósti um að þarna muni barninu líða vel, eignast vini og fá að rækta hæfileika sína og þroskast. Foreldrar treysta því að barnið búi við öryggi, umönn- un og vernd. Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mis- munandi eiginleika, bakgrunn og áhuga- mál. Mikilvægt er að skólinn líti á þennan fjölbreytileika sem kost og einsetji sér að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum. Í leikskóla sem hefur umburðarlyndi, virð- ingu, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi og ræktar þessi gildi meðal nemendanna, eru minni líkur á að barn verði fyrir aðkasti vegna einhverrar sérstöðu sinnar. Þar er fjölbreytileikinn virtur og þar eru allir jafningjar, þrátt fyrir mismun- andi aðstæður, eiginleika og bak- grunn. Þar njóta öll börn vinsemdar og virðingar óháð eiginleikum eða stöðu og þar hafa allir það að mark- miði að vera góður félagi. Þar er hjálpsemi, umhyggja og samkennd samofin öllu skólastarfi og ein- staklingarnir hafa hugrekki til að setja sér mörk og segja frá ef þeir sjá að aðrir eru beittir órétti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök sem hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Samtökin beita sér sérstaklega fyrir þeim rétti barna að eiga ofbeld- islaust líf. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn van- rækslu. Einelti og útskúfun er ein tegund ofbeldis, sem gjarnan þrífst í skólum. Mjög gott starf hefur verið unnið í mörgum skólum á und- anförnum árum til að koma í veg fyr- ir og vinna gegn einelti. Barnaheill líta svo á að mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einelti þrífst og það sé ekki síst gert með því að byggja upp einstaklinga og samfélag þar sem hugrekki, um- hyggja, umburðarlyndi og virðing eru í hávegum höfð og ræktuð. Dagur gegn einelti 8. nóvember 2013: Hugrekki – Umhyggja – Umburðarlyndi – Virðing Eftir Margréti Júlíu Rafnsdóttur » Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mis- munandi eiginleika, bakgrunn og áhugamál. Margrét Júlía Rafnsdóttir Höfundur er verkefnastjóri Barna- heilla – Save the Children á Íslandi. Dagurinn 8. nóv- ember er árlegur dagur gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra birting- armynda er rafrænt einelti. Þrátt fyrir að á yfirborðinu virðist ríkja sátt um að einelti sé óá- sættanlegt og ólíðandi ofbeldi þá gengur illa að útrýma þessari mein- semd. Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hvert til- felli er einu of mikið. Síðustu misseri hafa fjölmiðlar fjallað um alvarlegustu afleiðingar eineltis þegar ungt fólk í blóma lífsins ákveður að binda enda á líf sitt eftir slíkt ofbeldi. Iðulega er um að ræða einhvers konar rafrænt einelti og slá- andi er að sjá hve mörg þessi tilfelli eru. Við skulum ekki ímynda okkur að þetta sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum. Ekki ratar allt í fréttirnar og margir þjást að óþörfu. Rafrænt einelti getur falið í sér ill- kvittin skilaboð og skeytasendingar, niðrandi ummæli og myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Einnig er til í dæminu að stofnaðir séu falskir próf- ílar í nafni þess sem fyrir eineltinu verður og þar fram eftir götunum. Þeir sem taka þátt í eineltinu eru í raun allir sem dreifa slíku efni og samþykkja það. Það sem gerir raf- rænt einelti enn svæsn- ara er að þú veist ekki alltaf hver stendur á bak við það. Auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi á netinu og þar eru jafnvel gerendur sem væru hugsanlega ekki gerendur augliti til auglitis. En hver er rót vandans? Hvað fær fólk til að halda að svona andstyggileg hegðun sé leyfileg? Grín er oft not- að sem afsökun, einkum hjá börnum og ungmennum. „Þetta var bara djók!“ eða „Við tölum bara svona á netinu, þetta er bara grín“. En hvernig getur þú verið viss um að einhver „fatti djókið“? Eða fylgir gríninu kannski alvara? Rafræn sam- skipti eru vandmeðfarinn tjáningar- máti þar sem þeim fylgja ekki svip- brigði. Þú heyrir sjaldnast tóninn eða raddblæinn og þessi fínni blæbrigði mannlegra samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis eru ekki til staðar. Samskiptin verða því mun beinskeyttari og geta auðveldlega misskilist eða virkað harkalegri en ætlunin var. En því miður er þeim oft ætlað að særa. Ekkert hatur SAFT og Heimili og skóli eru í hópi stofnana og samtaka á Íslandi sem standa á bak við átakið „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð.“ Átakið er unnið út frá verkefni Evrópuráðsins, No Hate Speech Movement, og er ætlað að stuðla að jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kyn- þáttafordómum og mismunun á net- inu. Markmiðin eru m.a. að: stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna mikilvægi miðla- læsis, styðja ungmenni í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Fyrir hönd mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis annast eft- irtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn. Rafrænt einelti flokkast undir hatursáróður þar sem orðræðan sem þar viðgengst hefur það að markmiði að koma höggi á einhvern, særa og beita andlegu of- beldi. Mikilvægt er að vekja ungt fólk til vitundar um að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir því sem við segjum og gerum og við erum líka ábyrg fyrir því sem við samþykkjum. Hverjar eru fyrirmyndirnar? Þegar byggja skal friðelskandi lýð- ræðissamfélag er virðing í sam- skiptum grundvallaratriði. Þrátt fyrir að foreldrum finnist sér oft ofaukið í netsamskiptum barnsins eða ung- lingsins þá skiptir máli að fylgjast með og eiga samtal um rafræn sam- skipti. Foreldrar þurfa að leiðbeina og gæta þess að börnin þeirra komist ekki í tæri við skaðlegt efni. Uppeldi nær yfir alla hegðun, bæði á netinu og utan þess. Einnig er rétt að benda á að fullorðnir eru fyrirmyndir og það skiptir ekki síst máli hvernig þeir haga sér á netinu og í fjölmiðlum. Verum góðar fyrirmyndir, tökum ábyrgð og stuðlum að samfélagi þar sem ekkert hatur þrífst. Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð Eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur » Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. VINNINGASKRÁ A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 1 6 7 0 8 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 15652 26479 42187 72577 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 793 10934 17766 29155 36669 59425 5264 13358 23172 29228 48405 65266 7913 16430 26092 31953 50047 65328 9141 17679 26440 33903 53112 70857 V i n n i n g u r Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) 665 8943 18153 27980 40315 49185 63453 69109 1336 9461 19232 29163 41251 51326 63489 69873 2241 9849 19458 29932 42041 53196 63705 70350 3028 10229 20339 30686 42226 56268 64007 71589 3119 12978 20573 30800 42417 56706 65405 72009 3854 15231 22312 31696 42562 57355 65965 73011 3937 15515 23947 31708 43408 57723 66567 75462 4194 16609 24306 32613 45048 58303 67279 76707 4358 16643 24836 32806 45800 59971 67492 77615 4568 16905 26053 36740 45975 60393 67535 6986 17137 26534 37397 46756 62034 67686 7038 17504 26603 39711 47067 62294 68039 7042 18070 26836 40289 48709 63333 68886 28. útdráttur 7. nóvember 2013 V i n n i n g u r Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 213 9799 18109 28503 40943 50764 59975 71000 698 9837 18422 28858 41221 50829 60358 71864 1024 10064 18901 29337 41348 51414 60415 72170 1317 10424 19167 30594 41575 51621 60425 72538 1359 10482 19257 32002 41771 51724 60555 72557 1550 10812 19262 32078 41858 52020 60557 72854 1560 11563 20123 32084 42513 53358 60587 73056 1666 12070 20252 32374 43146 53389 62717 73414 2133 12365 20579 32476 43284 53517 62806 74059 2390 12681 20937 32500 43551 53980 63035 74772 3383 12685 21269 34657 43907 54181 63366 75550 3827 12727 22161 34695 43975 54514 63624 75586 3910 13148 22350 35208 44022 54743 64115 75821 4259 13314 22454 35768 44026 54983 64307 75914 5125 13524 22600 35879 44345 54984 64464 76128 6044 13525 22634 37165 45134 55122 64796 76863 6090 13911 22740 37207 45194 55276 65182 76879 6206 14156 22917 37371 45601 55610 65362 77137 6380 14414 24153 37388 45656 55654 65751 77583 6414 14562 24870 37855 45991 55750 66059 77869 6617 15969 24964 38218 46299 55789 66214 78891 6626 16123 25132 38233 46934 55892 66288 79025 7435 16537 25160 38418 46956 56057 67137 79068 7439 16665 25460 38488 47448 56189 67235 79713 8118 17074 25649 39370 47764 56598 68188 79896 8619 17112 25936 39394 48406 57035 69083 79899 8957 17393 25977 39487 49069 58894 69188 9118 17406 26007 39701 49191 59030 70341 9239 17607 26470 39948 49468 59055 70353 9456 17767 26849 39963 50557 59126 70593 9477 17991 26897 40364 50659 59584 70685 9708 18034 27353 40899 50741 59603 70813 Næstu útdrættir fara fram 14. nóv, 21. nóv & 28. nóv 2013 Heimasíða á Interneti: www.das.is Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.