Morgunblaðið - 08.11.2013, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
✝ Jón GunnarHannesson
fæddist í Reykja-
vík 29. september
1943. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 30. október
2013.
Foreldrar hans
voru Ragnhildur
Fanney Halldórs-
dóttir hattagerð-
arkona, f. 3. júní 1906, d. 3.
september 1980 og Hannes Er-
lendsson klæðskerameistari, f.
9. júlí 1903, d. 2. september
1970. Systur hans eru Erla
Hannesdóttir, f. 30. apríl 1932
og Sigrún Hannesdóttir, f. 22.
mars 1936, d. 5. ágúst 1983.
Jón Gunnar kvæntist 6. júlí
1975 Guðnýju Rósu Ósk-
arsdóttur, f. 26. október 1951.
Foreldrar hennar eru Elsa
við enskuskóla í Brighton á
Englandi. Auk þess sótti hann
ýmis námskeið. Frá unga aldri
vann hann fjölbreytt störf svo
sem brúarvinnu í Borgarfirði,
hjá trésmíðaverkstæðinu Völ-
undi og hjá tengdaföður sínum
í Sunnubúðinni. Hann var
gjaldkeri í Verzlunarbankanum
í rúman áratug og árið 1977
hóf hann störf hjá Ágústi Ár-
mann ehf. og vann þar fyrst
sem sölumaður og síðar sem
skrifstofustjóri. Hann vann nær
samfleytt í húsnæði Sunda-
borgar frá árinu 1977 til 2013,
fyrst hjá Ágústi Ármann ehf.,
síðan hjá Ármann Reykjavík
ehf. og að lokum var hann um-
sjónarmaður Sundaborgar. Jón
Gunnar var vandvirkur hag-
leiksmaður sem naut sín við
iðju og af eljusemi bjó hann
fjölskyldu sinni fagurt og gott
heimili. Hann naut náttúru og
útivistar af ýmsu tagi með fjöl-
skyldu og vinum og gekk
reglulega á fjöll í nágrenni
Reykjvíkur.
Útför Jóns Gunnars fer fram
frá Áskirkju í dag, 8. nóvember
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Friðriksdóttir, f.
23. júlí 1929 og
Guðmundur Óskar
Jóhannsson, f. 25.
maí 1928. Dætur
Jóns Gunnars og
Rósu eru Elsa
Jónsdóttir, f. 12.
ágúst 1977 og
Andrea Fanney
Jónsdóttir, f. 27.
september 1982.
Eiginmaður Elsu
er Fjalar Jóhannsson, f. 30.
desember 1975, dætur þeirra
eru Eva Rós og Brynja. Eig-
inmaður Andreu er Kjartan
Friðrik Ólafsson.
Jón Gunnar fæddist í húsi
foreldra sinna að Laug-
arnesvegi 65 í Reykjavík og bjó
þar alla ævi. Hann gekk í
Laugarnesskóla, síðan í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og
veturinn 1961-1962 nam hann
Þegar ég kynntist Jóni Gunn-
ari tengdaföður mínum var hann
nýbyrjaður í mótorsporti, 57 ára
að aldri. Bílskúrinn hafði á
stuttum tíma fyllst af torfæru-
hjólum og um helgar brunaði
hann á vit ævintýra upp um fjöll
og firnindi. Það var ungæðisleg-
ur glampi í augunum á þessum
tæplega sextuga manni. Glettni,
góðlátlegur húmor og létt skap
gerðu það að verkum að fólki
leið alltaf vel í návist hans, enda
átti Jón Gunnar alla tíð auðvelt
með að mynda ný vináttubönd
við hið fjölbreytilegasta fólks.
Það var þó ekki síður viska hans
og traust sem laðaði fólk að hon-
um og gerði Jón Gunnar að fyr-
irmynd flestra í kringum hann.
Hann var einkar skynsamur og
gat ávallt gefið öðrum ráð án af-
dráttar eða hiks. Lífstíll hans,
heilbrigt líferni og fjölskyldu-
rækni voru öðrum til eftir-
breytni. Jón Gunnar hafði unun
af útivist og stundaði margvís-
legar íþróttir svo sem seglbretti,
sportveiði og fjallgöngur, auk
þess að vera afbragðs skíðamað-
ur. Það var honum líka ánægja
að hvetja aðra til íþróttaiðkunar
og útivistar, nokkuð sem ég
kynntist fljótlega eftir að ég
fluttist inn á Laugarnesveginn
til tengdaforeldra minna. Oftar
en ekki var vaknað snemma á
morgnana um helgar, heimils-
fólk ræst og brunað upp að hlíð-
um Esju, en á hana gekk Jón
Gunnar vikulega allt fram í júní
sl. þegar veikindi tóku að aftra
honum för. Fram að því var
sprettharka Jóns Gunnars í
fjallinu eins og hjá keppnisfólki.
Sú eljusemi sem hann sýndi þar
var honum í blóð borin og kom
fram í flestu sem hann tók sér
fyrir hendur. Nefna má hve vel
hann sinnti allri vinnu og hve
gott heimili hann bjó fjölskyldu
sinni enda var Jón Gunnar hag-
leiksmaður sem smíðaði flest,
stórt sem smátt og hafði unun
af.
Það er mikill söknuður sem
fylgir fráfalli míns góða tengda-
föður og vinar. Mannkostir og
breytni hans gáfu fordæmi sem
vara mun með minningu hans
og víst er að þeir sem því fylgja
munu njóta farsældar.
Kjartan Friðrik Ólafsson.
Í dag kveðjum við Nonna
mág okkar. Hann varð hluti af
okkar fjölskyldu þegar Rósa
systir og hann felldu hugi sam-
an fyrir um 40 árum. Það er
margs að minnast á svo löngum
tíma. Nonni var hress og
skemmtilegur maður sem bar
umhyggju fyrir öðrum. Honum
var umhugað um að hafa hlutina
á hreinu, var nákvæmur með
allt sem hann gerði og sérstak-
lega vandvirkur. Hann var hag-
ur smiður og það sem hann tók
sér fyrir hendur lék í höndunum
á honum. Það var alltaf gaman
að hitta hann. Áhugamálin voru
mörg og fjölbreytt og það var
skemmtilegt að fylgjast með því
sem átti hug hans hverju sinni.
Þegar hann var yngri fór hann
stundum á veiðar en sagði sjálf-
ur að með aldrinum hefði hann
frekar viljað taka myndir af
bráðinni en að veiða hana. Ef
eitthvert okkar kvartaði undan
verkjum eða var eitthvað
óhresst var Nonni með ráð við
því, það var einfaldlega að fara
út og hreyfa sig. Nota tímann
og fara út að ganga, hjóla, á
skauta eða í fjallgöngu. Áður en
hann veiktist fór hann sjálfur
yfir hundrað ferðir upp Esjuna
á ári. Við hin fórum stundum
líka. Hann hljóp upp eins og
fjallageit en við fórum hægar yf-
ir, settumst niður og fengum
okkur jafnvel nesti á leiðinni.
Eitt sinn kom hann hlaupandi
að okkur í nestistímanum og
þegar hann sá að við vorum með
súkkulaðirúsínur var komin ný
nafngift, eftir það kallaði hann
okkur súkkulaðirúsínugengið.
Hann var ástríkur og góður fjöl-
skyldufaðir. Eins var hann
systrabörnum sínum og fjöl-
skyldum þeirra góður frændi.
Til hans gátu þau alltaf leitað
því hann var áhugasamur um
þeirra líf og var þeim góður vin-
ur.
Nonni greindist með krabba-
mein fyrir tveimur árum. Hann
tókst á við veikindin af miklu
æðruleysi, stappaði stálinu í ást-
vini sína og vildi hlífa þeim eins
og unnt var. Hann gerði það
sem hann gat til að Rósa þyrfti
ekki að hafa áhyggjur. Hann
hringdi sjálfur í pípara daginn
áður en hann lést og bað hann
að gera við heima hjá þeim.
Nonna líkaði vel að samskipti
væru hrein og bein og var
ánægður með Eirík krabba-
meinslækni sem sagði hlutina
beint út.
Hann sætti sig við orðinn hlut
og sagði að hann hefði átt mjög
góða ævi, hann væri þakklátur
og sáttur og að hann skuldaði
engum neitt. Við systkinin þökk-
um Nonna fyrir allt sem hann
var okkur. Aldrei bar skugga á
okkar samskipti og það er ómet-
anlegt. Það var yndislegt að sjá
hversu mikla ást og kærleika
Rósa og dæturnar, Elsa og
Andrea, og tengdasynirnir
sýndu Nonna og að ástúðin var
gagnkvæm. Foreldrar okkar
þakka Nonna fyrir allt sem
hann var þeim. Hann var alla tíð
boðinn og búinn við að aðstoða
og hjálpa þeim, hann hjálpaði
þeim mikið í sumarbústað þeirra
öll árin og síðast í sumar þegar
hann tók til hendinni þar.
Elsku Nonni, hvíldu í friði.
Sigrún, Helga, Friðrik
(Fiffó) og Óskar (Deddi).
Það er erfitt að trúa því að
hann Nonni frændi sé fallinn
frá. Nonni sem alltaf bar sig svo
vel, alltaf var svo kátur og
skemmtilegur. Alltaf var manna
sprækastur og alltaf jafn ungur
í anda. Það voru ekki árin sem
töldu hjá Nonna heldur var það
hugarfar hins lífsglaða manns
sem réð því hvað hann tók sér
fyrir hendur.
Það eru svo ótal margar
skemmtilegar minningar sem
tengjast honum Nonna. Alltaf
var verið að brasa eitthvað
skemmtilegt, alltaf einhver
„leikaraskapur“ í gangi. Nonni
var mikið á skíðum og það voru
ófáar skíðaferðirnar sem hann
fór með okkur systkinin upp í
Eldborg. Hann var frábær
skíðamaður sem dansaði í
brekkunni ef sá var gállinn á
honum. Það var ýmislegt fleira
sem hann tók sér fyrir hendur í
gegnum tíðina, skíðagöngur,
skautar, seglbretti, sjóskíði,
skotveiðar, stangveiðar og síðast
en ekki síst mótókross. Já, þetta
er svolítið sérstök upptalning
enda var Nonni enginn venju-
legur maður.
Nonni var mikill sögumaður.
Það var gaman að hlusta á sög-
urnar af Pétri Sím, Palla, tíkinni
Terru og öllum hinum. Jafnvel
þótt sama sagan hefði verið
sögð áður þá var frásagnargleð-
in, taktarnir og hláturinn alltaf
á sínum stað.
Nonni var fastagestur í Esj-
unni. Það var hans helsta lík-
amsrækt að ganga upp að
Steini. Þegar Nonni byrjaði sín-
ar Esjugöngur fyrir um tuttugu
árum var þar fátt fólk á ferð-
inni. Jafnan var tíminn tekinn
og svo keppti Nonni við sjálfan
sig um að fara upp að Steini á
sem stystum tíma. Kappið var
mikið og alltaf var gengið á
fullri ferð. Hver einasta ferð var
skráð í bókhald með dagsetn-
ingu og tíma. Færslurnar í bók-
haldinu hans Nonna voru um
sex hundruð talsins. Sína bestu
ferð fór Nonni 56 ára að aldri á
tíma sem margir góðir hlaup-
arar gætu verið stoltir af.
Hann Nonni frændi var alveg
einstakur maður. Hann var mik-
ið góðmenni og hafði þann eig-
inleika að fólki leið vel í návist
hans. Hafði góða nærveru eins
og það er kallað. Hann var ein-
staklega hæglátur og lét lítið
fyrir sér fara. Hins vegar var
Nonni ákveðinn og lét engan
vaða yfir sig. Hann leysti málin
með sínum hætti og var stað-
fastur í sínum ákvörðunum.
Nonni var lánsamur maður
og flest féll með honum í lífinu.
Hann var hamingjusamlega gift-
ur og voru þau Rósa einstaklega
samrýmd. Í veikindum Nonna
stóð Rósa eins og klettur við
hlið hans og hugsaði eins vel um
hann og mögulegt var. Nonni
tók veikindum sínum af æðru-
leysi. Hann bar sig ávallt vel og
kvartaði ekki, hvað sem á gekk.
Það er ekki auðvelt að kveðja
sinn allra besta vin. Um hugann
fara ýmsar tilfinningar, sam-
bland af sorg og söknuði en
einnig þakklæti fyrir allar góðu
stundirnar. Nonni var mér mikil
fyrirmynd og ég verð honum ei-
líflega þakklátur fyrir allt það
góða sem hann gerði fyrir mig
og mína í gegnum tíðina.
Hannes Þór Bjarnason.
Elskulegur móðurbróðir minn
er látinn eftir erfið veikindi.
Hans er sárt saknað enda gekk
hann okkur systkinabörnunum
nánast í föður stað, þar sem
móðir mín og móðursystir
misstu maka sína með stuttu
millibili þegar við vorum á aldr-
inum þriggja til fjórtán ára.
Nonni frændi var þá innan við
þrítugt en tók alvarlega sitt
nýja hlutverk og rækti það á
þann veg að í dag erum við
harmi slegin en á sama tíma
innilega þakklát fyrir hvað hann
var alla tíð natinn við okkur og
umhugað um velferð okkar.
Útivist í sinni víðustu merk-
ingu var áhugamál frænda míns.
Hvort sem það voru fjallgöngur,
fjöruferðir, skíði, skautar, veiði-
túrar eða ferðir á torfærumót-
orhjólum. Hann nýtti hverja
lausa stund til að vera úti í nátt-
úrunni og fékk ég oft að vera
með honum í för, sérstaklega á
mínum yngri árum. Enginn var
flottari í skíðabrekkunum en
Nonni frændi. Þá var hann
fæddur völundarsmiður eins og
heimili hans ber vott um. Nonni
var því einstök fyrirmynd fyrir
okkur börnin. Þegar hann festi
ráð sitt varð ég smeyk um að ég
myndi missa sambandið við
hann, en það var öðru nær,
Rós,a konan hans, tók mér og
hinum systkinabörnunum af
miklu ástríki og alltaf vorum við
velkomin á heimili þeirra. Nonni
og Rósa bjuggu í sama húsi og
móðuramma mín og sóttist ég
eftir því að dvelja hjá þeim sem
ung stúlka. Þar var öryggi og
hlýja sem var engri lík. Margir í
fjölskyldunni hafa látist fyrir
aldur fram en ég var sannfærð
um að ekkert myndi bíta á
frænda minn og að hann myndi
sigrast á sjúkdómnum sem
hrjáði hann, enda var hann
hreystin uppmáluð og gekk á
Esjuna jafnvel oft í viku. Og þá
var aldrei um að ræða neinar
rólegar sunnudagsgöngur, held-
ur skyldi setja nýtt met í hverri
ferð, slíkt var keppnisskap hans.
Ég vil þakka Rósu fyrir hvað
hún reyndist frænda mínum frá-
bær eiginkona, sem kom ekki
síst fram í veikindunum, en síð-
ustu mánuðina þurfti hann sól-
arhringsumönnun. Henni og
dætrunum, Elsu og Andreu,
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ragnhildur Erla
Bjarnadóttir.
Í dag verður borinn til grafar
frændi minn, vinur og fyrir-
mynd, Jón Gunnar Hannesson.
Þó nærri fimmtíu ár hafi verið á
milli okkar fann ég aldrei fyrir
neinum aldursmun í okkar sam-
skiptum. Hann var alltaf svo já-
kvæður og áhugasamur um þá
sömu hluti og okkur frænd-
systkinum hans fannst spenn-
andi. Þegar frændi minn var
kominn á sjötugsaldur kynnti
hann mér torfærumótor-
hjólaíþróttina sem hann var þá
farinn að stunda af sama eld-
móði og allt annað sem hann tók
sér fyrir hendur. Á stuttum
tíma náði Nonni ótrúlegum tök-
um á íþróttinni og átti ég 16 ára
unglingurinn fullt í fangi með að
fylgja honum eftir, svo vel var
hann á sig kominn. Þessar
stundir okkar eru mér ógleym-
anlegar og þá ekki bara þvæl-
ingurinn á hjólunum heldur ekki
síður þau góðu samtöl sem við
áttum í þessum ferðum. Nonni
var sérstaklega skemmtilegur
og í raun ærslafullur maður, en
um leið umhyggjusamur og
ábyrgðarfullur, alltaf á varð-
bergi að ég færi mér ekki að
voða. Nonni var einstakt góð-
menni sem sóttist eftir fé-
lagsskap við okkur krakkana í
fjölskyldunni á okkar forsend-
um. Hann dreif okkur á skíði,
skauta og í fjallgöngur en á
skíðum var hann hreinn snill-
ingur. Á sumrin fórum við svo
oft tveir saman á línuskauta.
Það var ótrúlegt að sjá hvað all-
ar hans hreyfingar voru eins og
hjá ungum manni. Það gat eng-
um dottið annað í hug að þar
væri ungur maður á ferð. Þó 70
ár sé ekki hár aldur þá var nú
samt nærri hálf öld á milli okk-
ar. Mér ætti því að líða eins og
ég sé að kveðja gamlan frænda
en svo er alls ekki. Í staðinn er
ég að kveðja einstakan vin og
félaga sem ávallt mun eiga sér-
stakan stað í hjarta mínu og
vera mér fyrirmynd í leik og
starfi. Mér þykir óskaplega sárt
að geta ekki verið við jarðarför
frænda míns þar sem ég er
staddur í námi erlendis og á
ekki heimangengt. En ég mun
hugsa hlýtt til hans og ykkar –
Rósa, Elsa og Andrea, sem ég
sendi mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Magnús Már Pétursson.
Það er sárt til þess að vita að
heiðursmaðurinn Jón Gunnar er
ekki lengur hér á meðal okkar.
Sjúkrasaga hans stóð ekki lengi
yfir, var skörp og sýndi hann
mikið æðruleysi til hinstu stund-
ar.
Jón Gunnar var einstaklega
heiðarlegur, réttsýnn og úr-
ræðagóður maður. Það var mikil
gæfa fyrir fjölskyldufyrirtækið
okkar, Ágúst Ármann ehf., þeg-
ar Jón var ráðinn þar til starfa
fyrir tæpum 40 árum. Í byrjun
starfaði hann sem sölumaður við
góðan orðstír en tók síðar að sér
fjármál fyrirtækisins og sinnti
því starfi með miklum sóma. Jón
var með ljúfa nærværu, hafði
góða dómgreind og var dáður af
starfsfólki og viðskiptamönnum
fyrirtækisins.
Fyrir um 10 árum tók Jón við
húsvarðarstöðu Sundaborgar.
Umhyggja hans gagnvart húsa-
kynnum og starfsfólki Sunda-
borgar var einsök. Ef eitthvað
kom upp á var Jón Gunnar
mættur hvort sem var að nóttu
eða degi. Hann var mjög sam-
viskusamur og er Sundaborgin í
afar góðu ásigkomulagi, þökk sé
Jóni.
Hraustur var hann og einhver
mesti útivistarmaður og nátt-
úruunnandi sem ég hef kynnst.
Skíði, skautar, hjólaskautar,
hjól, bretti, veiðistöng og mót-
orhjól voru hluti af áhugamálum
hans. Færari skíðamann hef ég
ekki séð og er það honum að
þakka að við hjónin og börn
okkar fórum að stunda skíði.
Minnisstæðar eru laxveiði-
ferðir okkar en Jón var mjög
lunkinn veiðimaður. Gönguferðir
Jóns voru mörgum þekktar.
Hann fór á flest fjöll í kringum
Reykjavík og Reykjanesskaga
og voru Esjan og Úlfarsfell í
uppáhaldi. Skráði hann allar
ferðir sínar. Hann gekk 67 sinn-
um á Esjuna það heiðursár sem
hann varð 67 ára gamall. Geri
aðrir betur.
Jón Gunnar var öðrum til fyr-
irmyndar og hafði jákvæð áhrif
á samferðarfólk sitt. Fyrir um
20 árum leist Jóni ekkert á
hreyfingarleysi mitt og holdarf-
ar og kom mér í líkamsrækt.
Hann bauð mér jafnframt reglu-
lega með sér á Esjuna. Eitt
skiptið er mér mjög minnis-
stætt.
Ég hélt að við ætluðum að
ganga í rólegheitum og njóta út-
sýnisins en Jón var á annarri
skoðun og dró upp úr vasa sín-
um skeiðklukku. Það má segja
að hvatningarorð Jóns hafi borið
mig upp fjallið, þannig að fínn
tími náðist. Jón var léttur,
skemmtilegur og hláturmildur.
Hann var með einstakt minni og
átti það til að rifja upp skemmti-
leg atvik frá gamalli tíð í Sunda-
borginni. Gátum við oft hlegið
dátt.
Heilladísirnar dönsuðu í
kringum Jón eftir að hann
kynntist Rósu og áttu þau afar
farsælt hjónaband þar sem dæt-
urnar, tengdasynir og barna-
börn voru gullmolar þeirra.
Kærleikurinn, umhyggjan og
væntumþykjan komu vel fram
hjá Rósu í veikindum Jóns.
Það hefur verið einstakt fyrir
mig að eiga Jón að sem sam-
starfsmann í öll þessi ár. Hjálp-
semi hans til handa okkur fjöl-
skyldunni er ómæld og fyrir það
viljum við þakka af heilum hug.
Ég vil fyrir hönd fyrrverandi
samstarfsfólks Ágústs Ármann
ehf. og fyrir hönd stjórnar Hús-
félags Sundaborgar þakka Jóni
fyrir frábær störf og traust
samstarf.
Við Anna María sendum
Rósu, Elsu, Andreu og fjöskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Ágúst Már Ármann.
Jón Gunnar, æskufélagi minn
og vinur, er fallinn frá eftir
harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm, sem hann tókst á við af
miklu æðruleysi og dugnaði.
Leiðir okkar Jóns Gunnars
lágu snemma saman. Við ólumst
upp frá barnæsku í húsum sem
stóðu sitt hvorum megin við
Laugarnesveginn í Reykjavík,
hann árinu eldri en ég. Við urð-
um strax mjög góðir vinir, nán-
ast saman öllum stundum, enda
vart hægt að hugsa sér betri fé-
laga og vin en Jón Gunnar. Allt-
af hjálpsamur, glaðlyndur og
hress.
Í minningunni finnst mér
reyndar alltaf hafa verið sól og
blíða þessi fyrstu sumur okkar
félaganna. Við úti í bílaleik eða
eitthvað að brasa, léttklæddir og
á stuttbuxum. Þegar við urðum
aðeins eldri varð fjaran við
Kirkjusand að spennandi leik-
svæði. Þar veiddum við gjarnan
marhnúta og kola á færi og nut-
um vel þess frjálsræðis sem við
höfðum.
Síðar þróaðist þessi útgerð
okkar þannig, að við smíðuðum
lítinn hraðbát í bílskúrnum
heima hjá Jóni Gunnari eftir
teikningu úr erlendu blaði. Bar
hann veg og vanda af þeirri
smíð, enda einkar handlaginn.
Þessi bátur var síðan mikið not-
aður á sundunum utan við
Reykjavík, þar sem við könn-
uðum eyjarnar og lékum okkur
á sjóskíðum.
Við sautján, átján ára ald-
urinn vorum við Jón Gunnar tvö
sumur saman í brúarvinnu víða
um Borgarfjörð, Mýrar og Snæ-
fellsnes og deildum þá tjaldi.
Þetta var mjög skemmtilegur og
eftirminnilegur tími, þar sem við
vorum í stórum hópi af hressum
strákum undir styrkri stjórn
Kristleifs brúarsmiðs frá Sturlu-
reykjum í Reykholtsdal. Rifjuð-
um við oft upp ýmis skemmtileg
atvik frá þessum tíma.
Jón Gunnar bjó alla tíð með
fjölskyldu sinni á æskuheimilinu
Laugarnesvegi 65, sem hann
keypti, endurnýjaði og endur-
bætti að foreldrum sínum látn-
um. Smíðaði hann t.d. og skar út
ýmis húsgögn af miklum hagleik
og dugnaði.
Jón Gunnar var mikill útivist-
armaður og hélt sér alltaf í góðu
formi. Hann fór mikið í fjall-
göngur, stundaði skotveiðar,
hjólreiðar og var einnig mjög
góður skíðamaður. Auk þess átti
hann torfærumótorhjól, sem
hann hafði gaman af að leika sér
á meðan heilsa hans leyfði.
Um leið og ég þakka sam-
fylgdina og ævilanga vináttu við
góðan dreng viljum við Hanna
votta Rósu eiginkonu hans,
dætrum þeirra hjóna og fjöl-
Jón Gunnar
Hannesson