Morgunblaðið - 08.11.2013, Side 42

Morgunblaðið - 08.11.2013, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Friðgeir Örn fæddist 15. febrúar kl. 15.11. Hann vó 3.176 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Friðgeirs- dóttir og Baldur Hrafn Gunnarsson. Nýir borgarar Við systurnar ætlum að halda saman upp á afmælið okkar umnæstu helgi. Það verður skvísupartí, bara konur, og umkvöldið förum við á ball með Páli Óskari,“ segir Akranesing- urinn Aðalheiður María Þráinsdóttir sem er 40 ára í dag. Þar sem yngri systir hennar Harpa Sif varð 35 ára í október. Þeim þótti því tilefni til að halda s upp á 75 ára afmæli saman. Þær hafa þó aldrei gert slíkt áður og þótti tími til kominn. Eflaust verður mikið fjör í afmælinu því þriðja systirin, Berglind mun halda uppi stuðinu með ýmsum hópeflisleikum. Hún á fyrirtækið Alltaf gaman sem sérhæfir sig í slíkum uppátækjum. Í dag ætlar Aðalheiður þó aðeins að gera sér dagamun með því að bjóða fjölskyldunni í mat eftir vinnudaginn. Hún starfar sem deild- arstjóri á leikskóla og segist hún eflaust fá afmæliskveðjur frá börn- unum sem eru mun uppteknari af þessum dögum en starfsmenn- irnir. Þegar tími gefst til þá reynir hún að fara sem oftast upp í sum- arbústað í Borgafirðinum ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir það mjög gott að eiga slíkt afdrep. Aðalheiður er fædd og uppalin á Akranesi og er búsett þar ásamt eiginmanni sínum, tveimur drengj- um og einni stúlku. Hún segir að sjálfsögðu sé hvergi betra að búa en á Akranesi. thorunn@mbl.is Aðalheiður María er fertug í dag Afmælisbarnið Aðalheiður María heldur upp á afmælið ásamt systur sinni Hörpu Sif, saman fagna þær 75 árum og bjóða í skvísupartí. Skvísupartí og ball með Páli Óskari S tefán Ólafsson fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1973 og voru æskuslóðir hans voru Seljahverfið í Breiðholti. Stefán gekk í Seljaskóla og síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hann varð stúdent. Þá fór Stefán í Háskólann í Hannover í Þýskaland og tók þaðan Vordiplom í efnafræði. Hann er einn- ig með barþjónsgráðu. Verið yfirbarþjónn víða Stefán var barþjónn í Hannover 1997-2005. Hann flutti þá heim og var fenginn til að opna barinn á Salti sem var veitingastaðurinn á hótelinu 1919 í Pósthússtræti. Hann var yfir- þjónn þar en var síðan yfirþjónn og vaktstjóri á Hereford steikhúsi 2006- 2008 og barþjónn á Vox Hilton Reykjavík 2008-2010. Hann sá um barinn þar ásamt Guðmundi Sig- tryggssyni. Síðan flutti hann ásamt konu sinni á Hellu og gerðist yfir- þjónn á Hótel Rangá þar til í sumar. Þá tók hann við rekstrinum á veit- Stefán Ólafsson, veitingastjóri og viskísérfræðingur– 40 ára Uppáhaldsiðjan Stefáni finnst gaman að fara á frumlega veitingastaði og prófa nýstárlega rétti. Enginn drykkur er jafnflókinn og viskí Rauða húsið á Eyrarbakka Viskí-kynningar og viskí-matseðill eru í boði í Rauða húsinu. Gamall draumur hjá Stefáni er að rætast. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.