Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 43
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Karl Ísfeld Níelsson Lillien-dahl, rithöfundur og þýð-andi, fæddist á Sandi í Að-
aldal 8. nóvember 1906. Hann var
sonur Niels Lorenz Thorvalds Lilli-
endahls, kaupmanns á Akureyri, og
Áslaugar Friðjónsdóttur, hálfsystur
Guðmundar Friðjónssonar, skálds
frá Sandi, Sigurjóns, skálds, oddvita
og alþingismanns á Litlu-Laugum,
og Erlings, kaupfélagsstjóra og al-
þingismanns.
Karl lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1932
og stundaði nám í íslenskum fræðum
við Háskóla Íslands 1932-35. Karl
var blaðamaður á Alþýðublaðinu
1935-44, ritstjóri Vinnunnar, tíma-
rits Alþýðusambands Íslands, 1944-
50 og blaðamaður hjá Vísi 1954-58.
Karl var skáldmæltur og gaf út
frumsamin og þýdd ljóð. Hans verð-
ur þó lengst minnst sem eins
fremsta þýðanda hér á landi. Hann
þýddi m.a. Kamelíufrúna eftir
Alexandre Dumas yngri, Jóla-
ævintýri eftir Charles Dickens,
Ævintýri góða dátans Svejks í
heimsstyrjöldinn eftir Jaroslav Ha-
sek, Kátir voru Karlar eftir John
Steinbeck og Og sólin rennur upp og
Einn gegn öllum eftir Ernest
Hemingway.
Karl þótti einn ritfærasti maður
landsins og hlaut fyrstu blaða-
mannaverðlaunin fyrir vandað mál
og góðan stíl úr Móðurmálssjóði
Björns Jónssonar á aldarafmæli
hans 1946.
Sumar þýðingar sínar vann hann í
samvinnu við Sigríði Einarsdóttur
frá Munaðarnesi, systur Málfríðar
skáldkonu. Á það ekki síst við um
bundið mál, s.s. þýðingar á finnsku
goðsagnakvæðunum Kalevala. Þau
áttu einn son, Einar, fyrrverandi
skrifstofumann í Reykjavík, f. 1935.
Karl var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Guðný Sigurðardóttir. Þau
skildu en eignuðust einn son, Sigurð
Ísfeld bakara, f. 1941. Seinni kona
Karls var Hildur Helgadóttir Zoëga.
Sonur Karls með Þórheiði Sigur-
þórsdóttur var Birgir Ísfeld, f. 1937,
lektor í Árósum.
Karl Ísfeld lést á Landakots-
spítala 28.9. 1960.
Merkir Íslendingar
Karl Ísfeld
90 ára
Hulda Ragnarsdóttir
85 ára
Harriet Margareta Otter-
stedt
80 ára
Eyjólfur Þorsteinsson
Inga Erna Þórarinsdóttir
Þórunn Héðinsdóttir
75 ára
Ásta Marteinsdóttir
Birgir Guðjónsson
Reynir Þorsteinsson
70 ára
Elísabet Kolbrún Hans-
dóttir
Kristján Björnsson
Ólafur Eggertsson
Rútur Jónsson
60 ára
Dísa Pálsdóttir
Fjóla Grímsdóttir
Guðmundur Birgir
Salómonsson
Guðvarður Gíslason
Herdís Snæbjörnsdóttir
Ragna Rut Garðarsdóttir
Torfhildur Stefánsdóttir
Þorsteinn Jóhannsson
50 ára
Ásta Guðríður Björnsdóttir
Daiga Jirjena
Helga Kristín Kolbeins
Hildur Björk Betúelsdóttir
Kenný A Hentze
Hallbjörnsdóttir
Mai Thi Tran
Margrét Einarsdóttir
Rögnvaldur S Hilmarsson
Steinunn Ósk
Konráðsdóttir
Þorsteinn Ólafur
Þorsteinsson
40 ára
Aðalheiður María
Þráinsdóttir
Biljana Ilievska
Björk Ína Gísladóttir
Daniela Irene Poggi
Freyr Hákonarson
Gunnar Örn Stefánsson
Hreinn Ómar Smárason
Karen Hrönn Óskarsdóttir
Kristinn Jens Kristinsson
Sigrún Heiða Hilmarsdóttir
Sigurbjörg H
Kristjánsdóttir
Stefán Ólafsson
Sunna Ósk Logadóttir
Þórhallur Baldursson
30 ára
Adolf Örn Adolfsson
Gauti Þórarinsson
Guðbjörg Ólafsdóttir
Hrönn Baldvinsdóttir
Jóhannes Geir K
ristjánsson
Magnús Þór Guðmundsson
Mariya Mayburd
María Markovic
Sigríður Magnea
Albertsdóttir
Stefanía Reynisdóttir
Thelma Baldursdóttir
Örvar Fanngeirsson
Til hamingju með daginn
40 ára Ómar er Vest-
mannaeyingur, en býr í
Hafnarfirði og er leyfis-
og markaðsstjóri hjá KSÍ.
Maki: Hafrún Jónsdóttir,
f. 1979, vinnur á leikskóla.
Börn: Arnar Frank, f.
2007, Ásgeir Bent, f.
2008, og Esther Jara, f.
2011.
Foreldrar: Smári Guð-
steinsson, f. 1939, v. í
Húsasmiðjunni, og Eygló
Einarsdóttir, f. 1944. v. á
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Hreinn Ómar
Smárason
30 ára Thelma er Mos-
fellingur og starfar sem
sjúkraliði á Grund í
Reykjavík, bús. í
Mosfellsbæ.
Maki: Valur Örnólfsson,
f. 1981, húsasmíðameist-
ari.
Börn: Lena Líf, f. 2002,
og Diljá Dögg, f. 2003.
Foreldrar: Baldur Jóns-
son, f. 1963, smiður, og
Hugrún Svavarsdóttir, f.
1965, Davis-ráðgjafi. Þau
eru bús. í Mosfellsbæ.
Thelma
Baldursdóttir
30 ára Hrönn er Reykvík-
ingur, hárgreiðslumeistari
og rekur hárgreiðslu-
stofuna Skugga á
Hverfisgötu.
Maki: Bjarni Þórður Hall-
dórsson, f. 1983, kennari.
Sonur: Baldvin, f. 2011.
Foreldrar: Baldvin Bald-
vinsson, f. 1943, d. 1989,
knattspyrnumaður hjá KR
og ferðamálafræðingur,
og Monika Helgadóttir, f.
1956, leikskólaliði í
Reykjavík.
Hrönn
Baldvinsdóttir
ingastaðnum Rauða húsinu á Eyr-
arbakka.
Á Rauða húsinu verða viskíkynn-
ingar og sérmatseðill er á staðnum
þar sem viskí er notað í réttina og
eru réttirnir útbúnir þannig að þeir
henti með ákveðnum viskítegundum.
Stefán hefur hlotið ýmis verðlaun
og viðurkenningar fyrir störf sín,
meðal annars náði hann 4. sæti fyrir
kokteil ársins 2003 í Þýskalandi, og
náði 3. sæti sem viskí-þekkjari
(Kenner) ársins í Þýskalandi 2004.
Með fjölbreytileg áhugamál
„Ég hef afskaplega gaman af því
að vera á skíðum þótt lítill tími hafi
gefist til þess að undanförnu, hef oft
farið í skíðaferðir erlendis og þá til
Austurríkis aðallega. Einnig finnst
mér gaman að ferðast og prófa nýja
og öðruvísi veitingastaði. Ég fór t.d. í
haust til Tenerife og á afskaplega
skemmtilegt steikhús þar sem maður
velur sér sjálfur steikurnar úr
stórum kæli og valdi ég mér „rib-cut“
(framhrygg) af uxa. Einnig prófaði
ég skelfisk sem lítið hefur verið í boði
hér á landi einhverra hluta vegna.
Viskí er gífurlegt áhugamál hjá
mér. Ef maður ætlar að fara að bera
þetta saman við annað sterkt áfengi
þá er svo miklu meira í boði í viski-
ínu, bragðmöguleikarnir eru svo
miklu meiri. Þegar fólk segir að því
finnist viskí vont þá segi ég að það
hafi ekki fundið sitt viskí. Þetta er
eins og að segja að bílar eða málverk
séu ljót. Í viskíi eru um 1.600 mis-
munandi bragðtegundir, enginn ann-
ar drykkur er jafnflókinn. Rauðvín
og kaffi, sem talin eru flóknir drykk-
ir, ná upp í 800 bragðtegundir. Óvan-
ir ná ekki að greina á milli bragðteg-
unda og heilinn svavar með því að
segja að þetta sé vont.“
Stefán hefur einnig mikinn áhuga
á eðlisfræði, stjörnufræði og vís-
indum almennt og er mikill bíla-
áhugamaður.
Fjölskylda
Kona Stefáns er Stefanía Björg-
vinsdóttir, f. 27.1. 1987. Hún rekur
grillvagn á Hellu sem heitir Sveita-
grill Míu. Foreldrar hennar eru
Björgvin Pálsson, f. 22.1. 1955, veit-
ingamaður og fyrrv. ljósmyndari á
Morgunblaðinu, og Sigrún Stella
Karlsdóttir, f. 1.2. 1954, en hún sér
um matseld á Skógasafni.
Dóttir Stefáns og Stefaníu er
Sunna Stella Stefánsdóttir, f. 19.5.
2011.
Systkini Stefáns eru Þór Ólafsson,
f. 26.6 1970, sölumaður; Anna Hulda
Ólafsdóttir, f. 16.1. 1985, dokt-
orsnemi í verkfræði; Friðrik Boði
Ólafsson, f. 1.3. 1990, tölvunarfræði-
nemi við HÍ.
Foreldrar Stefáns eru Ólafur Jón
Stefánsson, 19.7. 1949, fyrrverandi
aðstoðarútibússtjóri og yfirmaður
faktoring-deildarinnar hjá Glitni, er
núna húsumsjónarmaður í Hóla-
brekkuskóla í Reykjavík, og
Guðrún Þórsdóttir, f. 28.6. 1951, d.
25.5. 2010, kennari í Hólabrekku-
skóla, vann hjá Námsflokkunum og
var skólastjóri Vinnuskólans í
Reykjavík. Hún átti þátt í að koma
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á
laggirnar og var aðaldriffjöðrin að
baki henni. Guðrúnarbikarinn, sem
er veittur fyrir aukaverðlaun í
keppninni, er til minningar um hana.
Úr frændgarði Stefáns Ólafssonar
Stefán
Ólafsson
Kristrún Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sveinn Jóhannesson
trésmíðameistari í Rvík.
Anna Hulda Sveinsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þór Þorsteinsson
verslunarmaður í Reykjavík
Guðrún Þórsdóttir
skólastjóri í Reykjavík
Ólafía Einarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þorsteinn Jóhannes Finnsson
vélstjóri í Rvík
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Atlastöðum, síðar á Ísafirði
Júlíus Geirmundsson
bóndi á Atlastöðum í Sléttuhr.
Júdith Júlíusdóttir
iðnrekandi í Reykjavík
Stefán Ólafsson
iðnrekandi í Reykjavík
Ólafur Jón Stefánsson
fyrrv. bankamaður í Reykjavík
Þóra Jóhannsdóttir
saumakona á Ísafirði
Ólafur Stefánsson
skósmiður á Ísafirði
Jóhann Júlíusson
útgerðarmaður á Ísafirði
Guðmundur Júlíusson
útgerðarmaður á Ísafirði
Fjölskyldan Stefanía og Sunna
Stella að klappa lambi í sveitinni.
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
Síðumúla 35
www.jens.is
Kringlunni og
Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg jólagjöf
Vatnajökull
7.900.- Eyjafjallajökull
5.900.-
Jöklaskálar
Norðurljós
12.800.-
6.900.-
6.900.-
13.900.-