Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Síða 28
*Matur og drykkir Í dýrindis kökuboði í Hafnarfirði voru bæði klassískar og framandi kökur á boðstólum »32 M atreiðslumaðurinn Matthías Emanúel Pétursson hefur mikla ástríðu fyrir matargerð. Einnig fót- bolta en hann er mikill KR-ingur enda fæddur og uppalinn að mestu í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann starfar á veitingastaðnum Vegamótum og leggur sam- hliða því lokahönd á meistaranám sitt í matreiðslu en grunn- námið kláraði hann á veitingastaðnum Sjávarkjallaranum sem þá var og hét. Matthías segist geta borðað fisk í öll mál og er fiskur án efa hans uppáhaldshráefni. Alla tíð hefur hann haft dálæti á því að elda og byrjaði ungur. „Ég var alltaf rosalega mikið með mömmu í eldhúsinu þegar ég var yngri og fékk mikinn áhuga á eldamennskunni á þeim tíma,“ segir Matthías. „Ég elska að elda og er líka duglegur að elda heima hjá mér.“ Konurnar í lífi hans fá því að njóta góðs af hæfileikum Matt- híasar en hann á dótturina Gunnhildi með kærustu sinni Helgu Einarsdóttur, margmiðlunarhönnuði. „Það sem mér þykir mikilvægast að huga að í eldhúsinu er hreinlæti, skipulag og nýting á hráefni.“ Hér gefur Matthías uppskrift að girnilegum þorskhnakka með ýmsu blómkálsmeðlæti, hollt og gott. Að loknu meistaranámi er draumurinn að fara erlendis og prófa að starfa á flottum veitingastað. „Helga stefnir á að fara í meira nám og þá væntanlega utan landsteina. Þá væri nú gaman að fá reynslu hjá einhverjum flottum veit- ingastað,“ segir KR-ingurinn að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg GIRNILEGUR ÞORSKHNAKKI Fiskur í öll mál MATTHÍAS EMANÚEL LÝKUR SENN MEISTARANÁMI Í MATREIÐSLU. HANN STARFAR VIÐ FAGIÐ Á VEGAMÓTUM OG ER EINNIG DUGLEGUR AÐ ELDA HEIMA HJÁ SÉR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Matthías Emanúel byrjaði ungur að læra matreiðslu af móður sinni og varð því snemma forfallinn matgæðingur. UPPSKRIFT FYRIR FJÓRA 1 kg þorskhnakki 2 blómkálshausar 10 perlulaukar Hér skiptir miklu máli að skipuleggja sig vel og deila blómkálinu upp í þrjá hluta. Takið fallegustu stykkin af blómkálinu fyrir gratíneraða hlutann. Skerið einungis toppinn af blómkálinu til að nota í kús- kúsið, allir afgangar fara svo í maukið. Blómkálsmauk: 1⁄3 af blómkálinu settur í pott og brúnaður vel, svo þakinn með helming rjóma og helming mjólk. Soðið vel og sigtað. Þá er það unnið vel í matvinnsluvél. Smakk- að til með salti og eplaediki. Gratínerað blómkál: Fallegir blómkálsbitar eru steiktir á sjóðandi heitri pönnu í olíu. Smjöri er bætt á pönnuna og blómkálið saltað. Setjið blómkál- ið á bakka og þekið með íslensk- um osti (má vera hvaða ostur sem er). Þá er það gratínerað í ofni á 180°C í 5-10 mínútur. Blómkáls-kúskús: Toppnum af blómkálinu er bland- að saman við einn smátt skorinn skalottulauk, ferskar jurtir, olíu, salt og eplaedik. Pikklaður perlulaukur: 1 bolli vatn 1 bolli sykur 1 bolli edik Allt soðið saman og hellt yfir laukinn. Látið standa í um 30 mín. Þorskur: Þorskhnakkinn steiktur á rjúk- andi heitri pönnu, saltaður og smjörborinn. Þorskhnakki og blómkál og meira blómkál!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.