Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 61
2012/2013 Liverpool 0:0 Everton Everton 2:2 Liverpool 2011/2012 Liverpool 2:1 Everton * Liverpool 3:0 Everton Everton 0:2 Liverpool 2010/2011 Liverpool 2:2 Everton Everton 2:0 Liverpool 2009/2010 Liverpool 1:0 Everton Everton 0:2 Liverpool 2008/2009 Everton 1:0 Liverpool * Liverpool 1:1 Everton * Liverpool 1:1 Everton Everton 0:2 Liverpool 2007/2008 Liverpool 1:0 Everton Everton 1:2 Liverpool 2006/2007 Liverpool 0:0 Everton Everton 3:0 Liverpool 2005/2006 Liverpool 3:1 Everton Everton 1:3 Liverpool 2004/2005 Liverpool 2:1 Everton Everton 1:0 Liverpool 2003/2004 Liverpool 0:0 Everton Everton 0:3 Liverpool 2002/2003 Everton 1:2 Liverpool Liverpool 0:0 Everton * Bikarleikur VIÐUREIGNIR SÍÐUSTU TÍU ÁR LIVERPOOL OG EVERTON HAFA SPILAÐ 199 LEIKI SÍN Á MILLI. LIVERPOOL HEFUR UNNIÐ 76, EVERTON 60. tveggja liða hefur orsakað jafn mörg rauð spjöld. Alls hafa dómarar rifið upp rauða spjaldið 26 sinnum og það töluvert oft undanfarin ár. Stjórar þessara liða eru reyndar ekkert þekktir fyrir að spila grjót- harðan gamlan enskan fótbolta. Þeir vilja frekar spila boltanum og halda honum innan liðs í staðinn fyrir að henda sér í tæklingar. Það er enginn að fara að sjá gamla góða rifrildið á milli Graeme Souness og Peters Reid. Lucas er ekkert að fara rífa kjaft við Leon Osman. Dagar naglanna eru liðnir því miður og inni á vellinum, hvaða velli sem er, eru 22 leikmenn sem henda sér niður við minnstu snertingu og heimta gul spjöld á mótherjann. Misjafnt landsleikjahlé Þetta verður fyrsti grannaslagur Roberto Martinez, knattspyrnu- stjóra Everton, en lið hans hefur unnið fimm af fyrstu ellefu leikj- unum undir hans stjórn. Liðið er þremur stigum frá Liverpool sem er í öðru sæti deildarinnar en þeir rauðklæddu geta skotist á topp- inn með sigri, tímabundið þó. Landsleikjahléið fór ekki vel með flesta Liverpool-menn. Besti leik- maður liðsins, Luis Suarez, skaut Úrúgvæ á HM í vikunni og kom ekki til baka úr landsliðsverkefninu fyrr en á föstudagsmorgun. Þá er Daniel Sturridge tæpur en hann lék í 90 mínútur gegn Þjóðverjum á Wembley. Steven Gerrard var sprautaður fyrir leikinn en lék samt í 55 mínútur. Allir eru þeir meira en lykilmenn Liverpool. Þeir eru hjartað, heilinn og sálin í þessu liði. Einn maður þó er með sjálfstraustið í botni þessa dagana en það er varnartröllið Sakho frá Frakklandi. Sá ákvað að skora tvö mörk og tryggja Frökkum farseðil til Brasilíu á heimsmeistaramótið. Hann er orðinn þjóðhetja í Frakklandi og fara menn fögrum orðum um þennan risa. Brendan Rodgers breytir helst ekki sigurliði og Liver- pool spilaði vel gegn Fulham í síðustu umferð. Helst hausverkur Rodgers verður að velja mann til að kljást við Romelou Lukaku. Daniel Agger og Martin Skrtel lenda oft í vand- ræðum með líkamlega sterka framherja, en Kolo Toure og Sahko eru sjálfir naut að burðum. Lukaku gerði nánast grín að Agger og Skrtel á síðustu leiktíð og ekki mál gleyma því, hann er orðinn betri. Everton er með gott lið sem gæti gert atlögu að efstu sex sæt- unum í deildinni. Þeir fengu tvo feikilega öfluga leikmenn, Lukaku og Gareth Barry, að láni sem hafa reynst þeim vel. Varnarlínan er öflug þó Seamus Coleman sé þeirra veikasti hlekkur en miðjan er góð og sóknarleikurinn byggist á Lukaku og Ross Barkley. Frábær sjónvarpsleikur Fótboltinn sem spilaður er þessar 90 mínútur er ekki á rómantísku nótum – langt í frá. Það er enginn að fara að sjá einhvern afburða- fótbolta með flottu spili og mörgum mörk í þessum leikjum. Inni á vellinum er það baráttan og harkan sem heltekur alla leikmenn og úr verður einn allra skemmtilegasti leikur sem hægt er að horfa á. En hækkandi miðaverð og sú staðreynd að leikurinn fer yfirleitt fram í kringum hádegið hefur aðeins dregið úr sjarmanum yfir þess- um leik. Samt, montrétturinn á heilli borg er undir og alveg ljóst að ekkert verður gefið eftir. * … leikurinnstundumkallaður vinalegi borgarslagurinn … 24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.