Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 Þ að var kostulegt að sitja í Eldborg fyrir skemmstu og fylgjast með listafólkinu veifa djöflahornunum í gríð og erg framan í tónleikagesti. Ekki aðeins málmhausunum í Skálmöld, heldur líka séntilmenninu Bernharði Wilkinson hljómsveitarstjóra, Sig- rúnu Eðvaldsdóttur konsertmeistara og Karlakór Reykjavíkur eins og hann lagði sig. Þetta gamla tákn sem lengi hefur átt samleið með málmmúsík er greinilega ekki úr sér gengið. Djöflahorn eru búin til með því að halda vísifingri og litla fingri uppi en öðrum fingrum niðri. Stundum er bendingin líka kölluð „geitarhorn“. Táknið hefur lengi fylgt menning- arsvæðinu við Miðjarðarhaf, ekki síst Ítalíu. Þar kallast það „handa- horn“, ellegar mano cornuto. Til- gangurinn getur bæði verið að lýsa yfir stuðningi við myrkraöflin og að verjast þeim. Þá eru fingurnir iðu- lega látnir vísa upp. Séu þeir látnir vísa niður er merkingin allt önnur, einkum þegar hjátrúarfullt fólk á í hlut, það er að verja sig fyrir ógæfu. Líkt og að klappa á við, eins og við þekkjum betur hér við nyrstu voga. Gripið um hreðjar Frægt var þegar Giovanni Leone, sem var forsætisráðherra Ítalíu í tvígang á sjöunda áratugnum, heils- aði fólki á götum Napólí-borgar með hægri hendi meðan kólerufaraldur stóð yfir en myndaði um leið hornin með vinstri hendi fyrir aftan bak. Þessu tóku ljósmyndarar, sem fylgdu honum hvert fótmál, eftir og vakti málið mikla athygli vegna djöflatengingarinnar. En aumingja Leone var auðvitað bara að verja sig fyrir skaðvaldinum. Eða taldi sig alltént vera að gera það. Sitthvað fleira telja hjátrúarfullir Ítalir virka þegar vá er fyrir dyrum, svo sem að snerta járn eða snerta á sér nefið. Þegar mikið liggur við grípa sumir karlmenn þar um slóðir líka þéttingsfast um hreðjar sér. Það þykir ýmsum óheflað. Í Suður-Evrópu og Suður- Ameríku hefur bendingin enn aðra merkingu sé hendinni sveiflað fram og aftur. Þá er verið að gefa til kynna að einhver hafi verið kokkál- aður. Fyrir góðum áratug náðist ljósmynd af Silvio Berlusconi, fyrr- verandi forsætisráðherra Ítalíu, þar sem hann gerði þetta ítrekað fyrir aftan spænska utanríkisráðherr- ann. Spurður hvað hann hefði verið að fara svaraði Berlusconi: „Ég var bara að gera að gamni mínu.“ Ekki er vitað fyrir víst hvaðan djöflahornin koma en bendingin líkist mjög gamalli bendingu úr búddisma og hindúisma, karana mudrã. Eini munurinn er sá að þumallinn er ekki krepptur. Til- gangur karana mudrã er að hrinda frá púkum og djöflum. Dulspeki og djöfladaður Það var kona sem notaði djöfla- hornin fyrst í tónlist, Jinx Dawson, söngkona sýrurokksveitarinnar Co- ven. Sveitin var stofnuð seint á sjö- unda áratugnum og hóf Jinx iðu- lega og lauk tónleikum með því að veifa hornunum framan í gesti. Á fyrstu breiðskífu Coven, Witchcraft Destroys Minds & Reaps Souls, sem kom út 1969, eru sveit- armeðlimir svo með hornin á lofti, bæði á bakhliðinni og inni í opnu albúmsins. Blóta þar kölska af móð ásamt fríðu föruneyti. Inni í opn- unni er altarið nakin kona, mögu- lega Jinx sjálf. Mögulega ekki. Jinx var mikil áhugamanneskja um dulspeki og sveitin daðraði við djöfsa. Nægir þar að nefna laga- heiti, svo sem The White Witch of Rose Hall, For Unlawful Carnal Knowledge, Dignitaries of Hell og Satanic Mass. „Við höfðum áhuga á satanisma á þessum tíma,“ sagði hún síðar. „Þegar maður er ungur leitar maður svara og flestir sveitarmeðlimir voru að blaða í sömu skræðunum. Við stúd- eruðum þetta, iðkuðum þetta.“ Jinx merkir óheillakráka og ætla mætti að ung kona með þessi áhugamál hefði tekið sér nafnið. Svo er ekki. Hún var skírð Jinx. Fæðingin var erfið, tvíburi Jinx var látinn í móðurkviði og læknirinn þurfti að taka á honum stóra sínum til að bjarga lífi hennar. Að launum skírði móðirin barnið í höfuðið á lækninum, dr. Jinks. Witchcraft Destroys Minds & Reaps Souls mæltist ágætlega fyrir til að byrja með en babb kom í bátinn þegar útgefandinn, Merc- ury, innkallaði upplagið eftir að Co- ven var spyrt við Charles Manson og voðaverk gengis hans í grein í tímaritinu Esquire. Enginn grund- völlur var fyrir þeim ásökunum. Co- ven átti erfitt uppdráttar eftir þetta og eftir tvær plötur til viðbótar hvarf sveitin af sjónarsviðinu. Henni er þó ennþá hampað, ekki endilega vegna tónlistarinnar, heldur ímynd- arinnar. Coven og Jinx Dawson eru oft talin marka upphafið að goþ- og dómsdagsrokki. Hefur sveitin cult- stöðu í þeim kreðsum. Coven er þó einkum minnst fyrir að hafa tekið djöflahornin í notkun í tónlist. Horn Lennons Fleiri hljómsveitir en Co- ven sýndu djöflahornin á þessum árum. Þannig eru til ljósmyndir af John Lennon, sem þekktari er fyrir áhuga sinn á friði og fegurð, með þau á lofti seint á sjöunda ára- tugnum. Á teikningunni fram- an á Bítlaplötunni Yellow Submarine, sem gefin var út 1969, Forn eru þau horn DJÖFLAHORNIN HAFA GENGIÐ Í ENDURNÝJUN LÍFDAGA HÉR Á LANDI MEÐ ÓGNARVINSÆLDUM VÍKINGAMÁLM- BANDSINS SKÁLMALDAR. TÁKNIÐ HEFUR VERIÐ SAMOFIÐ MÁLMMÚSÍK Í MEIRA EN ÞRJÁ ÁRATUGI OG TENGST ROKK- TÓNLIST ENNÞÁ LENGUR. EN HVER ER MERKINGIN? AÐ TILBIÐJA DJÖFULINN EÐA HALDA HONUM Í SKEFJUM? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bítlarnir í Gula kafbátn- um. John Lennon með hornin á lofti. Morgunblaðið/Kristinn Úttekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.