Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 Græjur og tækni Huawei hefur náð árangri með því að bjóða upp á ódýra síma og nýtur einnig ört vaxandi heimamarkaðar, en LG hefur aftur á móti lagt meiri áherslu á tæknilegri síma, vandaðri og, eðlilega, dýrari. LG G2 er gott dæmi um það, þó hann sé ekki dýrari hér á landi en sambærilegir símar; 32 GB G2 kostar 99.990 kr. hjá Nova til að mynda og það sama hjá Símanum. Það er ekki hátt verð þegar maður skoðar innvolsið, fjögurra kjarna 2,2 GHz örgjörvi, 1080 x 1920 díla skjár með ríflega 424 ppi og 13 MP myndavél með hristivörn svo fátt eitt sé talið. Síminn fer vel í hendi, heldur þykkari en til að mynda Samsung Galaxy S4, og virkar traustbyggður þó hann sé úr plasti. Óvenjulegt er að hafa hnappa til að kveikja á símanum og til að hækka og lækka á baki hans, neðan við myndavélarlinsuna, en þá minnka líkurnar á að maður reki sig í þá þegar talað er í símann eða leikir spilaðir. Stýrikerfið á símanum er Android 4.2.2 Jelly Bean með LG Optimus notendaskilum, sem eru prýðileg sem slík. Slagurinn um besta farsímann er ekki búinn,sem sannast á LG-símanum G2, sem er hraðvirkastiog um leið besti farsími á markaði í dag. Að mínu mati skákar hann Galaxy S4 og iPhone nokkuð örugglega, en fer vitanlega nokkuð eft- ir smekk, þ.e. hvort fólk kunni frekar að meta viðmót og hugbúnað sem iPhone býður upp á eða það sem fá má í Android-heimum. Sjálfsagt þekkja allir þá sögu að Samsung er orðinn stærsti snjall- símaframleiðandi heims með þriðjungs markaðs- hlutdeild, umtasvert meira en Apple. Minna er talað um þá sem koma þar á eftir, en það bar til tíðinda um mitt síðasta ár að kínverska fyrirtækið Huawei náði að skjótast í þriðja sætið um tíma og skáka þannig kóreska fyrirtækinu LG, sem sótti svo aftur í sig veðrið undir lok ársins. BESTI SÍMINN ÚR ÓVÆNTRI ÁTT LG ER LITLA SYSTIR SAMANBORIÐ VIÐ RISANA APPLE OG SAMSUNG, EN STÁTAR ÞÓ AF ÞVÍ AÐ EIGA HRAÐVIRKASTA OG BESTA SNJALLSÍMANN Á MARKAÐNUM SEM STENDUR. Græja vikunnar * Eins og getið er þá ermyndavélin 13 Mdíla, en 2,1 Mdíla að framan. Hún er með hristivörn, sem svínvirkar og eykur notagildið umtalsvert, en svo getur hún líka tekið 1080 p myndskeið með 60 römmum á sekúndu, sem er vel í látið. * Eitt smálegt sem ég kannað meta er að hægt er að stilla G2-símann sérstaklega fyrir gesti, þ.e. maður getur rétt ein- hverjum símann, til að mynda barni eða barnabarni, og leyft því að leika án þess að óttast að síminn verði straujaður. ÁRNI MATTHÍASSON * Örgjörvinn er 2,26 GHzfjögurra kjarna Krait 400 og ör- gjörvasettið Snapdragon 800 með Adreno 330 grafíkörgjörva. Vinnsluminni er 2 GB en síminn er annars með 32 GB minni. Skjárinn er afbragð, 5,2" HD- IPS+ með upplausnina 1080 x 1920 díla, um 424 ppi. Þ að liggur beint við að spyrja fyrst hvort umhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi hafi breyst til hins betra eða hins verra frá stofnun Data- market 2008? „Hvort tveggja,“ svar- ar Hjálmar. „Það sem hefur batnað er að það er heldur meira framboð af fólki. Bæði er heldur rýmra á markaðnum meðal reynds tækni- fólks og ásókn í slíkt nám hefur líka aukist,“ segir hann. Þá telur hann að lög um endurgreiðslu á hluta rannsóknar- og þróunarkostnaðar sem tóku gildi árið 2010 séu líklega þýðingarmesta skref sem stjórnvöld hafi tekið til að ýta undir nýsköp- unarstarf á Íslandi. „Það er aðeins að myndast skilningur, bæði meðal almennings og stjórnvalda, á að ný- sköpunarstarf er raunverulega eitt- hvað meira en orðin tóm,“ segir Hjálmar og bendir á að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hafi til dæmis verið dugleg við að kynna sér hvað ís- lensk sprotafyrirtæki séu að fást við frá því hún tók við ráðuneytinu og hvað sé á færi stjórnvalda að gera til að greiða götu þeirra. „Það sem hefur versnað er hins vegar aðgengi að fjármagni og flækjustigið sem fylgir gjaldeyrishöftum.“ Árið 2008 hafði Hjálmar orð á því í fjölmiðlum að mannekla hafi staðið íslenskri sprotastarfsemi fyrir þrif- um, einkum þar sem fjármálageir- inn hafi sogað til sín margt fólk með hæfileika og hugmyndir sem hafi látið þær sitja á hakanum. Á und- anförnum árum hefur fjöldi ís- lenskra sprotafyrirtækja náð eft- irtektarverðum árangri. Má þar nefna fyrirtæki á borð við Datamar- ket, Skema, Clara og kannski síðast Plain Vanilla. Er velgengni þessara fyrirtækja bein afleiðing af þessum breytingum á vinnumarkaði í kjölfar hrunsins? „Já. Slík fyrirtæki höfðu nánast enga möguleika á að verða til á bóluárunum, enda áttum við fá umtalsverð nýsköpunar- og sprota- fyrirtæki til að grípa þann mannafla sem losnaði um í hruninu. Öll þessi fyrirtæki sem hér eru nefnd verða til rétt í kringum eða eftir hrun og taka út sinn þroska á eftirhruns- árunum.“ Tækifæri til staðar Hjálmar segir að þó að við höfum að einhverju leyti nýtt þau tækifæri til nýsköpunnar sem fólust í hruninu, þá hafi nýsköpunarstarf- semi hér á landi einfaldlega staðið verr en í nágrannalöndunum. „Ég stend við það sem ég sagði áðan að fyrirtæki eins og Clara, Datamar- ket, Plain Vanilla, OZ og Meniga hefðu ekki getað orðið til í því ástandi sem ríkti á árunum 2004- 2007. Hins vegar er nýsköpunar- geirinn ekkert orðinn neitt óskap- lega stór eða áberandi ennþá – hann er kannski rétt að nálgast þau um- svif sem maður myndi búast við í landi með það menntunar- og efna- hagsstig sem er á Íslandi. Það er þó erfitt að leggja mat á það hvar Ís- land stendur samanborið við önnur lönd. Tölfræði og rannsóknum á þessu sviði er ábótavant,“ segir Hjálmar. „Þetta er erfið spurning og margir mismunandi mælikvarðar sem hægt er að setja á þetta. Reyndar er það svo að það virðast alltaf myndast klasar í þessu þannig að það má nánast segja að samfélög séu með mjög áberandi nýsköp- unarstarfsemi (Silicon Valley, Bost- on, London, Dublin, Berlín, Tel Aviv), eða ekki. Um daginn var ég að bera tölfræði um áhættufjárfest- ingar í Bandaríkjunum saman við bestu ágiskanir mínar um slíkar fjárfestingar á Íslandi og þar vorum við á flestum sviðum tæpir hálf- drættingar.“ Margt smátt gerir eitt stórt Skömmu eftir stofnun Datamarket árið 2008 hafði Hjálmar orð á því í fjölmiðlum að íslenskt efnahagslíf hefði einfaldlega ekki verið nægi- lega fjölbreytt til að takast á við áföll á borð við þau sem þau sem höfðu þá riðið yfir. Núverandi rík- isstjórn hefur á undanförnum mán- uðum boðað endurnýjaða áherslu á vikjunarframkvæmdir og stóriðju í atvinnusköpun svo ég spyr Hjálmar hvort hann telji það að einhverju leyti afturhvarf til fyrri tíma? „Það er ekkert út á stóriðju að setja í sjálfu sér,“ segir Hjálmar. „Að minnsta kosti ekki ef hún fer fram á viðskiptalegum forsendum, að teknu eðlilegu tilliti til náttúrunnar og án sértækra afskipta hins opinbera. Hins vegar verðum við að passa okkur á fábreytninni. Nýsköpun og sprotastarfsemi skapar fjölbreytni. Margar þeirra þjóða sem best vegn- ar í heiminum eru þær sem eiga hvað erfiðast með að svara spurn- ingunni: Hverjir eru ykkar helstu atvinnuvegir? Íslendingar eiga ekki erfitt með það: Ál, fiskur og túrismi. Svo er það þetta „eitthvað annað“, sem einhvernveginn hefur orðið að Er 2014 ár íslenskrar nýsköpunar? Morgunblaðið/Kristinn HJÁLMAR GÍSLASON HEFUR UM LANGT SKEIÐ VERIÐ EINN AF MEST ÁBERANDI FRUMKVÖÐLUM LANDSINS. ÁRIÐ 2008 STOFNAÐI HANN FYRIRTÆKIÐ DATAMARKET SEM SÉRHÆFIR SIG Í MIÐLUN TÖLFRÆÐILEGRA GAGNA. ÞAR STARFA NÚ 15 MANNS BÆÐI Í REYKJAVÍK OG Í BOSTON. HJÁLMAR ER SJÁLF- UR BÚSETTUR Í BOSTON ÞAR SEM HANN STJÓRNAR UPP- BYGGINGU FYRIRTÆKISINS Í BANDARÍKJUNUM. HANN FÉLLST Á AÐ SVARA NOKKRUM SPURNINGUM MORGUNBLAÐSINS, ÞRÁTT FYRIR TÍMAMISMUNINN OG ANNASAMA DAGA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Hjálmar Gíslason segir að þó að við höf- um að einhverju leyti nýtt þau tækifæri til nýsköpunar sem fólust í hruninu, þá hafi nýsköpunarstarfsemi hér á landi einfald- lega staðið verr en í nágrannalöndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.