Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 16
*Draumaeyjan Balí í Indónesíu heillaði vinkonurnar Sunnefu og Viktoríu upp úr skónum »18Ferðalög og flakk Á Ítalíu kemur nornin La Befana aðfaranótt 6. janúar (Epifania) með góðgæti og gjafir í sokka allra barna. La Befana er í raun mikilvægari en jólasveinninn. Hún er mjög gömul kerl- ing, talin úr heiðnum sið um 1000 árum fyrir fæðingu Krists. Í sumum hér- uðum eru brennur á þrettándanum til að brenna nornina. Er talið nauðsyn- legt að hengja upp litla dúkku af norninni á kústinum sínum til að bægja öllu illu frá heimilinu. Í desember eru allir básarnir á jólamarkaðnum á Piazza Na- vona fullir af kerlingunni! Hinrik Leonard og Felix Helgi fengu auðvitað heimsókn frá La Befana – fullan strigasokk af nammi. Á aðventunni er fastur liður hjá okkur fjölskyldunni að fara sem oftast á Piazza Navona til að anda að okkur jólastemningunni og skoða hinar ótal útgáfur af norninni Befana! Hildur Hinriksdóttir, Ingólfur Níels Árnason og synir Það úir og grúir af nornum á þessum tíma árs á Ítalíu. Felix og Hinrik fengu gott frá norninni. Mikilvægari en jólasveinninn Ingólfur og Hildur á Piazza Navona. PÓSTKORT F RÁ RÓM D unnett var lærður listmálari og mjög fær sem slíkur áður en hún varð þekkt sem rithöfundur. Ein- stakt lag hennar á að færa náttúrulýsingar í orð kemur því kannski ekki á óvart. Lýsingar hennar á eldgosi í Kötlu eru til dæmis afar áhrifaríkar og í uppáhaldi margra,“ segir Alyson um rithöfundinn skoska, sem lést 2001. Dorothy Dunnett á sér afar tryggan les- endahóp en hún er einkum þekkt fyrir sagn- fræðilegu skáldsagnabókaflokkana The Ly- mond Chronicles og The House of Niccoló. Báðir hverfast þeir um sögupersónur á 15. og 16. öld, sem gera víðreist. Í sjöttu bók Niccoló-seríunnar, To Lie With Lions, leggur aðalpersónan, Nicholas de Fleury, m.a. leið sína til Íslands í verslunarerindum með skreið. Varð sá kafli Alyson, sem hefur verið búsett hér á landi um árabil, innblástur að gerð ferðabæklings um sögusviðið, sem þar er Suðurland. Bæklingurinn kom út hjá The Dorothy Dunnett Society skömmu fyrir ára- mót. Ísbirnir og eldgos Að sögn Alyson er Íslands-kaflinn vinsæll hjá mörgum aðdáenda Dunnett og oft í hann vitnað, þótt hann spanni aðeins hluta sög- unnar. Í honum lenda söguhetjan og lið hennar í kröppum dansi og leggja á sig flókna ferð í flýti til skips við Þjórsárósa. Verða m.a. bæði ísbjörn og eldgos til að tor- velda ferð þeirra, auk þess sem áð er m.a. við Geysi, í Skálholti og við Hlíðarenda. Lýsingar Dunnett á náttúrufyrirbrigðum og landinu þykja mjög nákvæmar, þótt hún hafi aðeins komið hingað einu sinni. Landið virðist engu að síður hafa verið henni hug- leikið að sögn Alyson. Í sögunni er m.a. vitn- að til íslensku fornsaganna auk þess sem Dunnett vísaði til íslenskra fræða og skáld- skapar, s.s. Hávamála, í fleiri verkum sínum. Við undirbúning leiðarvísisins ferðaðist Alyson sjálf um slóðir bókarinnar á vormán- uðum árið 2011, á milli þess sem hún kenndi nemendum við stjórnmálafræðiskor HÍ. Þrátt fyrir að einkum hafi verið notast við hesta á þeim tíma sem sagan gerist, og röð áfangastaða sögupersónanna beri þess glögg merki, segir hún langflesta áfangastaði bók- arinnar hafa verið auðsótta enda hafi Dunn- ett kynnt sér staðhætti afar vel, m.a. gömul kort og fornar ferðasögur frá landinu. Einna helst var að fara þarf aðrar leiðir á milli staðanna nú, enda malbikaðir vegir kannski ekki alveg á sama stað og beinir hestaslóðar áður. Telst henni samt til að hún hafi aðeins skilið eftir 10-12 km langan fjallveg, sem hún treysti sér ekki til að prófa á fólksbíl í vondri færð í apríl. Belgía fyrst, svo Ísland Alyson vonast til að leiðarvísirinn verði jafn- vel til þess að fleiri aðdáendur Dunnett leggi leið sína hingað til lands, auk þess sem allir ættu að geta haft ánægju af honum. Vísirinn er annar í röð slíkra rita um söguslóðir Dunnett en áður hefur komið út önnur slík bók um Bruges í Belgíu. Mæltist sá afar vel fyrir hjá áhugafólki um höfundinn að sögn Alyson, enda Dunnett þekkt fyrir vel unnar, fræðandi bækur auk þess sem þær eru skemmtilegar. „Það sem gerir bækur Dorothy Dunnett svo áhrifamiklar er ekki síst að bæði eru þær afar vitsmunalegar og fræðandi en ná líka til manns tilfinningalega,“ segir Alyson að lokum, létt í bragði. Bætir hún við: „Hún á til að láta svolítið mikið ganga á hjá sögu- persónum sínum og ekki allt gott – bæk- urnar geta haft mikil áhrif á mann ef maður einu sinni fellur fyrir þeim.“ LEIÐARVÍSIR UM SAGNASLÓÐIR DOROTHY DUNNETT Slóðum Niccoló á Íslandi gerð skil ALYSON BAILES, AÐJUNKT VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS, HEFUR UM ÁRABIL VERIÐ MIKILL AÐDÁANDI SKOSKA RITHÖFUNDARINS DOROTHY DUNN- ETT. SETTI HÚN SAMAN LEIÐARVÍSI UM ÍSLANDS-HLUTA BÓKARINNAR „TO LIE WITH LIONS“ Á SÍÐASTA ÁRI, FYRIR AÐDÁENDUR HÖFUNDARINS OG ÁHUGASAMA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Lesendur eru leiddir um Íslandsslóðir Dunnett. Geysir er einn af áningarstöðum söguhetjanna í bók Dunnett og því í leiðarvísinum, auk fleiri til. Morgunblaðið/Kristinn Alyson Bailes aðjunkt er mikill aðdáandi Dunnett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.