Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 61
úrslit geta orðið í fótboltanum.“ Áhorfendamet var sett á Laug- ardalsvelli þegar leikurinn fór fram. 18.243 áhorfendur troðfylltu völlinn og sátu menn og konur víða til að geta barið Eusébio og Benfica augum. „Við fengum að kíkja út um gluggann skömmu fyr- ir leik til að við myndum ekki hrökkva í kút við að sjá allt þetta fólk. Svo reyndi maður bara að stilla sig inn á það verkefni sem á mann var lagt og reyndi að loka á hann þegar hann fékk boltann.“ Páll fékk hrós frá Eusébio eftir leikinn. „Hann lék drengilega og sleppti mér aldrei úr augsýn. Hann á heiður skilið fyrir að hafa gætt mín svo vel með þessum hætti.“ Ekki amalegt. Stjarna hans skein hvað skærast á HM 1966 þar sem hann var markahæstur, með níu mörk. Fjögur þeirra komu í 5:3-sigri gegn Norður-Kóreu í leik þar sem Portúgal hafði lent 3:0 undir. Portúgalar töpuðu gegn Englandi í undan- úrslitum en enskir urðu ástfangnir af þessum herramanni úr suðri. Gerðu styttu af kappanum sem stendur enn í vax- myndasafni Madame Tussaud. Góðmenni allt Eusébio hafði allt sem prýða má góðan fótboltamann; hraða, leikni og afburðaskottækni. Hann var einn fyrsti aukaspyrnu- sérfræðingur boltans. Umframt allt var hann heiðursmaður og það kom því ekki á óvart að hann skyldi gerður að sendiherra fótboltans þegar skórnir voru komnir upp í hillu. Margir lýstu sorg í hjarta þegar fréttin um fráfall hans fór sem eldur í sinu. Gary Lineker, Franz Beckenbauer, Ruud Gullit, Cristiano Ronaldo og Luis Figo, ásamt fjölda annarra goðsagna í knattspyrnuheiminum, minntust hans í tísti á samfélagsmiðlum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sem er hvorki á fésbók né twitter, sagði Eusébio einn af bestu sonum Portúgals. „Ég held að hann muni lifa áfram. Hann er ódauðlegur. Allir vita hvað hann þýddi fyrir fótbolt- ann, sérstaklega portúgalska fótboltann.“ Eusébio lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Stuðningsmenn Benfica syrgja sinn dáðasta son sem og Portúgalir. Þriggja daga þjóðarsorg var boðuð í landinu þegar fréttin um andlát hans barst. EPA 12.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 Laugardalsvöllur, Evrópukeppni meistaraliða, miðvikudag 18. sept- ember 1968. Skilyrði: Blíðskaparveður. Skot: Valur 3 (1) – Benfica 47 (24). Horn: Valur 3 – Benfica 12. Lið Vals: Mark: Sigurður Dagsson. Vörn: Halldór Einarsson, Samúel Örn Erl- ingsson, Þorsteinn Friðþjófsson, Páll Ragnarsson. Miðja: Berg- sveinn Alfonsson, Sigurður Jóns- son, Ingvar Elísson, Hermann Gunnarsson, Reynir Jónsson. Sókn: Gunnsteinn Skúlason. Lið Benfica: Mark: José Henriques Rodrigues Marques. Vörn: Fernando Da Con- ceiçao Cruz, Humberto Manuel Jesus Coelho, Raul Machado, Jac- into. Miðja: Coluna, Toni, José Augusto, Antonio Simoes. Sókn: Eusébio, José Torres. Dómari: Patrick Graham Áhorfendur: 18.243. Valur – Benfica 0:0 VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í GASI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.