Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 45
arsverðlaunahátíðum. Hin nýju „umræðustjórnmál“ sjálfstæðismanna og átakafælni þeirra virðast birtast borgarbúum eins og að fulltrúar þeirra hafi dregið sig í hlé og gæti alls ekki hagsmuna þeirra og pólitískra sjónarmiða. Nú er rétt að taka fram að ekki er úti- lokað að það hafi þeir gert í leyni eða í svo miklum huggulegheitum, með hinum sérkennilegu borgaryf- irvöldum, að það hafi aldrei gárað yfirborðið. Þrátt fyrir að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hafi „tek- ið Stellu á þetta“ og farið í fjögurra ára orlof, þá vælir sá sífellt, sem tekur á móti borgarstjóralaununum, yfir árásum á sig og leyfir sér meira að segja að tala um „einelti“ í því sambandi. Borgarstjórar í Reykjavík hafa auðvitað flestir löngum mátt sitja undir gagnrýni og jafnvel árásum og tekið slíku. Það á þó ekki við þann sem settur var í stólinn sem „jók“ að hans eigin sögn. Eini borgarstjórinn í Reykjavík, sem sætt hefur einelti og því yfirgengilegu, er Ólafur Magnússon læknir. Fyrir því stóðu ekki síst þeir sem stjórna borg- inni í raun um þessar mundir. Fjölmiðlar, og eru þá fá- ir undanskildir, tóku þátt í þeim ljóta leik. Hvað breyttist? Það hefur lengi þótt skipta máli hverjir hefðu mest áhrif á stjórn borgarinnar. Dæmin sanna réttmæti þeirra sjónarmiða og þau eru mörg. Og dæmin frá ná- grannasveitarfélögum höfuðborgarinnar og mörgum sveitarfélögum út á landi, bæði nær og fjær, sanna það einnig. Þannig dæmi hafa, í gegnum tíðina, verið skýr á Akranesi, hinum kröftugu sveitarfélögum á Snæ- fellsnesi, á Vestfjörðum, ekki síst norðanverðum, Ak- ureyri, Hornafirði, Vestmannaeyjum og Reykja- nesbæ, svo nokkur dæmi séu nefnd. Á höfuðborgarsvæðinu hafa þau verið lýsandi. Á nýliðnu kjörtímabili mætti þannig horfa til Árborgar, þar sem öflugur meirihluti undir forystu Eyþórs Arnalds hefur látið til sín taka af festu en hávaðalaust. Eyþór skrifaði mjög eftirtektarverða grein í blaðið sl. mánudag. Þar sagði meðal annars: „Árið 2010 voru fasteignagjöld í sveitarfélaginu Árborg hæst á landinu samkvæmt samantekt Byggðastofnunar. Þrátt fyrir þessi háu gjöld voru skuldir að aukast og mikið tap var á rekstr- inum. Með samstilltu átaki hefur tekist þrennt; að skila afgangi, lækka skuldir og lækka fasteignaskatta. Gerð var þriggja ára áætlun fyrir árin 2012-2014 þar sem fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði var lækkaður úr 0,35% í 0,275%. Þessi lækkun er fimmtungslækkun á þremur árum. En til hvers erum við að þessu burt- séð frá því að þetta komi heimilunum almennt vel? Í fyrsta lagi er mikilvægt fyrir vaxtarsamfélag eins og sveitarfélagið Árborg að vera samkeppnisfært. Lægra húsnæðisverð hefur um árabil verið aðdráttarafl þeirra sem hafa viljað fá stærra íbúðarhúsnæði fyrir lægra verð en fæst á höfuðborgarsvæðinu. Með því að lækka fasteignaskattinn og þar með fasteignagjöldin erum við betur samkeppnishæf. Hingað kemur þá frekar fólk sem vill búa og hefur þá frekar úr ein- hverju að spila. Í öðru lagi eru sérstakar aðstæður í ís- lensku samfélagi þar sem skuldsetning heimilanna er enn of mikil. Lægri fasteignaskattar létta byrðarnar. Í þriðja lagi er ört stækkandi hópur eldri borgara sem kýs að búa í eigin húsnæði. Það er bæði mann- eskjulegt og oft eina úrræðið á tímum þar sem biðlist- ar eftir sérhönnuðu húsnæði og dvalarrýmum aukast.“ Dagur og nótt Sláandi munur er á viðhorfum og verkum manna eins og Eyþórs Arnalds og bæjarfulltrúa í Árborg annars vegar og hins vegar á því sem Jóhanna, Steingrímur, Dagur og Jón standa fyrir og hafa iðkað. Þar var „hrunið“ (sem Steingrímur skrifar jafnan með stórum staf) notað til að réttlæta sífelldar og endalausar atlög- ur að kjörum fólksins í landinu. „Það varð hér Hrun“ hrópaði Steingrímur við öll þau tækifæri og þau voru mörg. En réttu viðbrögðin voru auðvitað gagnstæðan við allt það sem þau Jóhanna, Dagur og Steingrímur stóðu fyrir. Það skynjuðu kjósendur landsins og þess vegna fengu flokkar þessa fólks verstu útreið sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum fyrr og síðar. Eyþór Arnalds hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér í bæjarstjórnarkosningum í vor. Það er skaði. Raunar gætu sjálfstæðismenn í Reykjavík heldur bet- ur grætt á því að fá mann eins og Eyþór Arnalds í for- ystuhlutverk þar. Það hefur áður komið fyrir að áhugasamir hafi snúið sér að borgarstjórnarmálum í Reykjavík eftir að hafa haft viðkomu um hríð á Sel- fossi. Þess konar fólk studdu á sínum tíma yfir 60% reykvískra kjósenda í kosningum og það eftir 8 ára reynslu af þeim. Morgunblaðið/Golli * Þrátt fyrir að stærsti stjórn-arandstöðuflokkurinn hafi„tekið Stellu á þetta“ og farið í fjögurra ára orlof, þá vælir sá sí- fellt, sem tekur á móti borgar- stjóralaununum, yfir árásum á sig og leyfir sér meira að segja að tala um „einelti“ í því sambandi. Borgarstjórar í Reykjavík hafa auðvitað flestir löngum mátt sitja undir gagnrýni og jafnvel árásum og tekið slíku. 12.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.