Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 60
Íslendingar fengu að kynnast Euséb- io þegar Benfica dróst gegn Val í Evrópukeppni meistaraliða 1968. Í öllum viðtölum í kringum leikinn sést greinilega hvílíkur höfðingi hann var. Hann bauð blaðamanni Morgunblaðsins að fylgja sér eftir frá flugvélinni að innritunarborðinu þegar hann lenti til að eiga smá- viðtal. Eftir æfingu Benfica daginn fyrir leik bauð hann blaðamönnum upp á hótelið þar sem liðið dvaldi og spjallaði við þá. Sat fyrir á mynd- um og var allur hinn almennilegasti. Sýndi gullskóinn sinn sem hann hafði fengið fyrstur manna fyrir að vera markahæstur í Evrópu. Eðlilega var búist við stórsigri Benfica í leiknum gegn áhuga- mönnunum í Val. Trúlega var þetta fyrsti sigur liðs sem gerir jafntefli, eins og hefur orðið vani núna síð- ustu ár. Morgunblaðið var með mynd úr leiknum á forsíðu og tal- aði um að Val hefði tekist hið ómögulega. Fyrirsögnin úr leikn- um á íþróttasíðunum var: Krafta- verkið varð: Valur – Benfica 0:0. Hemmi Gunn var fyrirliði Vals í leiknum og vann hlutkestið. Valur byrjaði með boltann en missti hann fljótt. Þá var pakkað í vörn og treyst á Sigga Dags í markinu. Á fyrstu sjö mínútunum átti Benfica þrjú góð færi, meðal annars Euséb- io. Hemmi átti svo skalla framhjá sem bjargað var í horn. Hann lýsti þessum leik eftirminnilega í bókinni sinni. Valsmenn léku oftar en ekki sjö til níu í vörninni, slík var pressan. En þeir vörðust og vörðust og það sem lak í gegn varði Sigurður af stakri snilld. Eusébio fékk gott færi í síðari hálfleik en skaut framhjá úr dauðafæri. Leiktíminn rann svo út og úrslitin ein þau frækilegustu hjá íslensku félagsliði í Evrópukeppni. Þrátt fyrir stórskotahríð Benfica fundu þeir ekki leiðina framhjá Vals- vörninni sem stóð sína plikt. Gaman að dekka Eusébio Tölfræði leiksins er ótrúleg og ekki oft sem svona tölur sjást í fótbolta- leik. 47 skot Benfica, þar af 24 á rammann, en ekkert mark. Páll Ragnarsson, tannlæknir á Sauðár- króki, fékk það hlutverk í leiknum að gæta goðsins og segir hann að það hafi verið mögnuð reynsla. „Það tala allir um hversu leiðinlegt það sé að láta einhvern elta sig en það talar enginn um hvað það sé leiðinlegt að elta einn mann. Ég gerði það. Mitt hlutverk var einfalt; að láta hann ekki komast í boltann – allavega reyna það. Við höfðum vitað lengi að við myndum mæta Benfica og það var stutt síðan við höfðum tapað 14:2 í frægum leik í Kaupmannahöfn. Við vildum ekki önnur slík úrslit. Við vorum búnir að stilla okkur inn á leikinn og það vildi enginn fá aftur slíkar tölur. Þetta voru ekki jöfn lið að keppa þótt þetta endaði sem jafntefli, við spiluðum stífan varnarleik og svona Eusébio skallar að marki Vals sem Sigurður Dagsson varði. Sveinn Þormóðsson Afrekið á Laugardalsvelli JAFNTEFLI VALS OG BENFICA E usébio da Silva Ferreira, betur þekktur sem Eus- ébio, var einn allra besti leikmaður sögunnar. Hann lést eftir veikindi, 71 árs, og knattspyrnu- heimurinn hefur vottað þessum frábæra leikmanni virðingu sína í vikunni, enda var Eusébio þekktur fyrir mikinn drengskap og heiðarleika. Hann sló í gegn hér á landi þegar hann kom með Benfica 1968 og spilaði við Valsmenn. Lék á als oddi og fræg er myndin af honum í Valsblaðinu þetta sama ár þar sem hann hafði fengið lánað reiðhjól hjá ungum dreng. Þá er sagt um heimsókn hans hingað til lands: „Í þessu sambandi má geta þess að öll framkoma hans utan vallar speglar hinn sanna íþróttamann.“ Boðið til Juventus Eusébio fæddist í Mafalala í Mósambík árið 1942 en landið var portúgölsk nýlenda á þeim tíma. Ólst hann upp við gríð- arlega fátækt. Faðir hans lést þegar hann var aðeins átta ára. Eusébio sleppti oft skóla til að leika sér í fótbolta, ber- fættur með bolta sem búinn var til úr alls konar efnum; yf- irleitt sokkum og dagblöðum. Hann vakti fljótlega athygli og ítalska stórliðið Juventus bauð honum að koma til Tórínó þegar hann var 15 ára. Mamma hans, Elísa, sagði nei. Hann flutti til Lissabon sem unglingur en árið 1961 gekk hann til liðs við Benfica fyrir 7.500 pund frá Sporting í Lissabon, þá 18 ára að aldri. Brasilíumaður að nafni Bauer var í fríi í Mósambík og kom auga á unglinginn og sá hæfi- leika hans. Hann hafði fyrst samband við Sao Paulo, sem hafði ekki áhuga. Þá hringdi téður Bauer í fyrrverandi þjálf- ara sinn, sem þjálfaði Benfica, sem keypti þennan efnilega pilt. Sporting-menn voru ekki sáttir lengi vel, enda Eusébio einn efnilegasti piltur sem komið hafði fram. Þeim fannst þeir eiga hann því hann hafði spilað með unglingaliði Sport- ing. Samband Eusébios og Benfica var engu líkt og fór hann með liðið upp á næsta þrep. Jafnvel mörg þrep. Drengskapurinn á Wembley Strax í fyrsta leiknum sínum fyrir Benfica skoraði hann þrennu en alls skoraði hann 733 mörk í 745 opinberum leikj- um á ferli sínum. Fyrir Portúgal skoraði hann 41 mark í 64 leikjum. Hann var þekktur fyrir mikinn hraða og gríðarlega nákvæm og föst hægrifótarskot. Árið 1962 vann hann Evr- ópubikarinn með Benfica og skoraði tvö mörk í úrslita- leiknum gegn Real Madrid, en sá leikur fór 5:3. Benfica lenti í öðru sæti Evrópubikarsins 1963, 1965 og 1968. Eitt eftirminnilegasta atvikið á ferli Eusébios var þegar hann lét Alex Stepney, markvörð Manchester United, verja frá sér þrumuskot af stuttu færi í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1968. Eusébio gat tryggt sínum mönnum titilinn með marki en í staðinn fór leikurinn í framlengingu þar sem Manchester varð fyrsta enska liðið til að vinna Evrópukeppnina. Í stað þess að svekkja sig á klúðrinu eða hengja haus sýndi Eusébio mikinn drengskap og klappaði Stepney á bakið og klappaði svo fyrir honum til merkis um hrós fyrir þessa glæsta markvörslu. Þetta þótti sýna hvaða mann Portúgalinn hafði að geyma og Eusébio var mikill vinur Manchester- liðsins allt til dauðadags. Félagið minnt- ist hans með mínútuþögn fyrir leik liðs- ins gegn Swansea um síðustu helgi. Ótrúlegar tölur Árið 1968 var Eusébio sá fyrsti sem vann gullskóinn; verð- laun sem veitt voru markahæsta leikmanni Evrópu. Hann endurtók leikinn fimm árum síðar. Hann var sjö sinnum markahæsti leikmaður portúgölsku úrvalsdeildarinnar frá ár- unum 1964 til 1973. Hann hjálpaði Benfica að vinna deildina ellefu sinnum og bikarinn fimm sinnum. Treflar og blóm umlykja styttuna af Eusébio fyrir framan Leikvang ljóssins, heimavöll Benfica. EPA Eusébio árið 1971. Hann var einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Vann ell- efu meistaratitla með Benfica, fimm bikarmeistaratitla og tvo Evrópumeist- aratitla. Með lands- liðinu komst hann í undanúrslit HM 1966 þar sem hann var markahæstur með níu mörk. Var valinn leikmaður árs- ins í Evrópu 1965. AFP PORTÚGALSKA KNATTSPYRNUGOÐSÖGNIN EUSÉBIO LÉST Í VIKUNNI, 71 ÁRS AÐ ALDRI. MARGIR MINNAST HANS MEÐ MIKILLI VIRÐINGU; STÓRMENNI Í KNATTSPYRNUHEIMINUM OG EKKI SÍÐUR VALSMENN SEM MÆTTU HONUM OG STÓRLIÐI BENFICA 1968. Saga svarta pardussins „Minning Eusébios lifir að eilífu. Hvíldu í friði.“ Cristiano Ronaldo, landsliðsfyrirliði Portúgals, vottaði Eusébio virðingu sína á Twitter-síðu sinni. Boltinn BENEDIKT BÓAS Benedikt@mbl.is 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.