Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 57
12.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Smásagnasafnið Það sem við tölum um þegar við tölum um ást er eftir Raymond Carver, en hann er talinn einn af fremstu smásagnahöfundum 20. aldar. Hér er að finna afar góðar smásögur sem eru fullar af trega og sársauka. Carver var rómaður stílisti, þannig að hér er sannarlega margs að njóta.Ýmsir eru á þeirri skoð- un að þetta sé besta bók Car- vers. Óskar Árni Óskarsson þýddi verkið og það eru með- mæli í sjálfu sér. Bók sem of lítið fór fyrir í jólabókaflóðinu en nú er tæki- færi til að bæta fyrir vanræksl- una og lesa þessar mjög svo rómuðu smásögur eftir afar hæfileikaríkan höfund. Snilld Ray- monds Carvers Skáldsagan Stoner eftir Bandaríkjamanninn John Williams var valin bók ársins 2013 hjá bresku Wa- terstone-bókabúðunum. Það sem er óvenjulegt við þetta val er að bókin kom fyrst út árið 1965, þannig að hún er nær hálfrar aldar gömul. Viðtökur við endurútgáfu bókarinnar eru útgáfuævintýri, svo stórkostlegar hafa þær verið. Höfundurinn, John Williams, lést árið 1994, en hefur aldrei verið frægari en einmitt nú. Bókin hefur selst vel víða um heim, komst til dæmis í efsta sæti vinsældalista í Hol- landi og í efsta sæti á metsölulista Foyles- og Water- stone-bókabúðanna í Bretlandi og er nú á met- sölulista Sunday Times. Stoner hefur verið til sölu í bókabúðum Eymundsson og selst mjög vel, enda bók sem getur ekki annað en spurst vel út. Aðalpersóna bókarinnar er William Stoner, há- skólakennari sem býr yfir sérstöku og aðdáun- arverðu siðferðisþreki, en þarf að þola ýmsar raunir í starfi og einkalífi. „Fullkomin skáldsaga,“ sagði gagn- rýnandi New York Times um þessa undragóðu bók. Hrifningin gagnrýnenda og lesanda víða um heim á Stoner hefur svo orðið til þess að aðrar skáldsögur John Williams hafa verið endurútgefnar. Stoner er bók sem bókmenntaunnendur mega ekki láta framhjá sér fara. STONER BÓK ÁRSINS HJÁ WATERSTONE Einn ástsælasti rithöf- undur þjóðarinnar, Guð- rún Helgadóttir, gerir það gott utan landstein- anna þessi misserin en bók hennar Bara gaman kom út í Þýskalandi síðastliðið sumar. Bókin hefur síðan þá hlotið gríðargóða dóma þar í landi, rokselst, verið endurprentuð og hlotið viðurkenningu sem ein af bestu barnabókum ársins 2013. Guðrún fagn- ar nú 40 ára rithöfund- arafmæli og hefur árið sannarlega með miklum glæsibrag. GRÍÐARGOTT GENGI GUÐRÚNAR Barnabókin Bara gaman eftir Guðrúnu Helgadótt- ur vekur hrifningu í Þýskalandi. Böðvar Guðmundsson er þýð- andi bókarinnar Umskipti eftir kínverska nóbelsverðlaunahaf- ann Mo Yan. Þetta er ein af þessum stuttu sögum (rúmar hundrað blaðsíður), sem segir þó svo ótal margt. Mo Yan seg- ir sögu venjulegs fólks á tímum mikilla breytinga í Kína á seinni hluta 20. aldar. Hnitmiðuð frá- sögn sem hlýtur að snerta les- andann. Stórgott og áhugavert skáldverk frá merkilegum höf- undi. Bók eftir kínverskt nóbelsskáld Tregi, stríð og Kína í kilju NÝLEGAR BÆKUR JÓLABÓKAFLÓÐINU ER LOKIÐ EN ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI AÐ ÁSTÆÐA SÉ TIL AÐ HÆTTA AÐ LESA. ÞAÐ ER UPPLAGT AÐ NÁ SÉR Í GÓÐA KILJU OG NÓG ER AF ÞEIM. HÉR ER MÆLT MEÐ NOKKRUM ÞEIRRA OG ÞAR Á MEÐAL ER BÓK EFTIR NÓB- ELSVERÐLAUNAHAFA. ALLIR ÆTTU AÐ FINNA BÆKUR VIÐ SITT HÆFI. Fólkið frá Öndverðu óttast ekki er fyrsta skáldsaga Shani Boianjiu, en hún er fædd í Galíleu árið 1987 og gegndi um tíma herþjónustu. Bók hennar fjallar um æskuvinkonur sem alast upp í smábæ í Ísrael. Svo kemur að því að þær eru kvaddar í herinn og líf þeirra gjörbreytist. Þetta er skáldsaga sem hefur vakið heimsathygli. Jón Hallur Stefánsson þýðir. Vinkonur og stríðsógn Undarlegar uppfinningar Breka og Dreka er bráð- fjörug barnabók eftir Aino Havukainen og Sami Toivonen í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Breki og Dreki þróa nýjar og frábærar uppfinningar og þar á meðal má nefna þrifagalla, morgunverkavél, fjölnota gleraugu og ógeðsmatargreini sem er mikið þarfa- þing og fjarlægir óæskileg innihaldsefni út máltíðum. Fjölskrúðugar myndir geta svo ekki annað en glatt lesendur. Breki og Dreki fá hugmyndir * Flestir myndu frekar deyja en hugsa –reyndar gera flestir það. Bertrand Russell BÓKSÖLULISTI FÉLAGSÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA2013 Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 SkuggasundArnaldur Indriðason 2 LygiYrsa Sigurðardóttir 3 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 4 Veisluréttir HagkaupsFriðrika Hjördís Geirsdóttir 5 Guðni: Léttur í lundGuðni Ágústsson 6 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 7 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 8 Útkall: LífróðurÓttar Sveinsson 9 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason 10 Hemmi Gunn: Sonur þjóðarOrri Páll Ormarsson Íslensk skáldverk 1 SkuggasundArnaldur Indriðason 2 LygiYrsa Sigurðardóttir 3 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 4 GrimmdStefán Máni 5 SæmdGuðmundur Andri Thorsson 6 DísusagaVigdís Grímsdóttir 7 MánasteinnSjón 8 Glæpurinn ástarsagaÁrni Þórarinsson 9 Stúlka með magaÞórunn Erlu- ogValdimarsdóttir 10 AndköfRagnar Jónasson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Barnið vex en brókin ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.